SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu
SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, var stofnað þann 17. nóvember 1939. Félagsmenn eru um
5500 og eru konur um 70% félagsmanna. Félagssvæði SFR er allt landið og starfa félagsmenn hjá
allmörgum vinnuveitendum; ríkinu, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum, ohf-félögum og fleiri..
Þannig starfa félagsmenn bæði á hinum opinbera og almenna vinnumarkaði. Þeir sem tilheyra
opinbera vinnumarkaðnum eru starfsmenn sem eru í þjónustu ríkisins, Reykjavíkurborgar,
sveitarfélaga eða starfa hjá sjálfseignarstofnunum. Til almenna vinnumarkaðarins teljast m.a.
starfsmenn sem vinna hjá fyrirtækjum sem starfa í almannaþágu en voru áður ríkis- eða
sjálfseignarstofnanir. SFR gerir 13 kjarasamninga við viðsemjendur sína.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, St.Rv.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var stofnað 17. janúar 1926. Fjöldi félagsmanna er um 4200
og eru konur 65% félagsmanna. Árið 2007 sameinuðust St.Rv. og Starfsmannafélag Akraness og í
upphafi árs 2013 sameinaðist Starfsmannafélag Seltjarnarness og St.Rv. undir nafni
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Félagsmenn St.Rv. eru því allir starfsmenn sveitarfélags og
því eru viðsemjendur þrjú sveitarfélög. Auk þess semur St.Rv. við Strætó bs., Orkuveituna sf,
Faxaflóahafnir sf, Fjármálaráðuneytið f.h. ríkissjóðs, Félagsbústaði, Innheimtustofnun
Sveitarfélaga og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi kjarasamninga er því 10. Stærsti hluti
félagsmanna starfar hjá Reykjavíkurborg og er rúmlega 3000 eða 74%.

 

Félagsmenn beggja félaga koma úr mörgum starfsgreinum og hafa ólíkan bakgrunn og fjölbreytta menntun.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)