Fræðslutækifæri trúnaðarmanna - Vorönn

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu (FA), SFR og St.Rv.

Námið skiptist upp í 6 lotur og er hver þeirra tveggja daga löng, en hér er hægt að kynna sér þemu hvers hluta. Á haustönn verður boðið upp á hluta 1, 2, 3, 4 og 5. Ekki þarf að taka námskeiðin í ákveðinni röð, því um að gera að skrá sig á það námskeið sem hentar skipulagi hvers og eins.

Félagsmálaskóli alþýðu (FA) er rekinn af BSRB og ASÍ en meginmarkmið skólans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til að gera þá enn betur í stakk búna til að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Unnið er eftir námsskrá sem viðurkennd hefur verið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Trúnaðarmannanámið skiptist upp í sex hluta, kennt er er tvo daga í senn, en samtals er námið 96 kennslustundir. Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna má nálgast hér.

Önnur fræðsla trúnaðarmanna

Fræðslumorgnar trúnaðarmanna veturinn 2018-2019,: 

Hér  má nálgast bækling trúnaðarmanna um fræðslu og fundi fyrir haust 2018.

Handbók trúnaðarmanna

Á vef Félagsmálaskóla alþýðu er að finna handbók trúnaðarmanna þar sem fjallað er um trúnaðarmanninn - starf og stöðu, stéttarfélagið - gögn og erindi, kjarasmaninga og kauptaxta, réttindi launafólks, vinnuvernd, samskipti á vinnustað, hagfræði og launafólk, tryggingar, vinnustaðastarf og BSRB. Athugið að handbók fyrir trúnaðarmenn BSRB er neðan við ASÍ handbókina og ennþá neðar má finna hluta handbókarinnar á erlendum tungumálum. 

Fjölbreytt nám fyrir trúnaðarmenn

 

 

 

 

 

 

 

Nýliðafræðsla trúnaðarmanna er 3 kennslustunda námskeið þar sem fjallað er um SFR og vinnumarkaðinn og hvar má finna upplýsingar um kjör og réttindi. Einnig er farið yfir skyldur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þess að hafa jafnrétti að leiðarljósi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Boðið er upp á nýliðafræðslu þegar kosning trúnaðarmanna er yfirstaðin og eftir þörfum.

Næst ber að nefna trúnaðarmannanám sem Félagsmálaskóli alþýðu (FA) heldur utanum og skiptist í 6 hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um þjóðfélagið, vinnumarkaðinn og trúnaðarmanninn - starf hans og stöðu. Í öðrum hluta er námsefnið tileinkað samskiptum á vinnustað, starfsemi félagsins, túlkun kjarasamning og sjóðum. Þriðji hluti fjallar um túlkun talna og hagfræði, lestur launaseðla og launaútreikninga. Fjórði hluti fjallar um vinnurétt, almannatryggingar og lífeyrissjóði. Í fimmta hluta er farið yfir námsefni um vinnueftirlit og vinnuvernd og sjálfstyrkingu. Sjötti hluti er helgaður samningatækni og því að koma máli sínu á framfæri ásamt fundarsköpum.

Síðan eru styttri námskeið og fræðslumorgnar oft á undan fundum trúnaðarmanna, sú dagskrá er sett inn á síðuna þegar dagsetningar liggja fyrir.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)