Fræðslutækifæri trúnaðarmanna á vorönn 2018

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu

Námið skiptist upp í 4 lotur og hefst haustið með lotu 1. Boðið verður upp á fleiri lotur í vetur og það kynnt fyrir trúnaðarmönnum þegar dagsetningar liggja fyrir. í fyrstu lotu er fjallað um þjóðfélagið, vinnumarkaðinn og trúnaðarmanninn, starf hans og stöðu. 

Námið skiptist upp í 4 lotur og hefst haustið með lotu 1. Boðið verður upp á fleiri lotur í vetur. Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna má nálgast hér.

Fræðslubækling fyrir trúnaðarmenn SFR, vor 2018, er hægt að nálgast hér.

Önnur fræðsla trúnaðarmanna

Fræðsla trúnaðarmanna á vorönn 2018 er tilbúin, skráning hefst fljótlega. 

Handbók trúnaðarmanna

Á vef Félagsmálaskóla alþýðu er að finna handbók trúnaðarmanna þar sem fjallað er um trúnaðarmanninn - starf og stöðu, stéttarfélagið - gögn og erindi, kjarasmaninga og kauptaxta, réttindi launafólks, vinnuvernd, samskipti á vinnustað, hagfræði og launafólk, tryggingar, vinnustaðastarf og BSRB. Athugið að handbók fyrir trúnaðarmenn BSRB er neðan við ASÍ handbókina og ennþá neðar má finna hluta handbókarinnar á erlendum tungumálum. 

Fjölbreytt nám fyrir trúnaðarmenn

 

 

 

 

 

 

 

Nýliðafræðsla trúnaðarmanna er 3 kennslustunda námskeið þar sem fjallað er um SFR og vinnumarkaðinn og hvar má finna upplýsingar um kjör og réttindi. Einnig er farið yfir skyldur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þess að hafa jafnrétti að leiðarljósi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Boðið er upp á nýliðafræðslu þegar kosning trúnaðarmanna er yfirstaðin og eftir þörfum.

Næst ber að nefna trúnaðarmannanám sem Félagsmálaskóli alþýðu (FA) heldur utanum og skiptist í 4 lotur. Í fyrstu lotu er fjallað um þjóðfélagið, vinnumarkaðinn og trúnaðarmanninn - starf hans og stöðu. Í annarri lotu er námsefnið tileinkað samskiptum á vinnustað, túlkun kjarasamninga, hagfræði, lestri launaseðla og launaútreikningum. Þriðja lota fjallar um vinnurétt, almannatryggingar og lífeyrissjóði, vinnueftirlit og vinnuvernd. Í lotu 4 er farið yfir námsefni um sjálfstyrkingu, samningatækni og að koma máli sínu á framfæri og farið yfir fundarsköp. 

Síðan eru styttri námskeið og fræðslumorgnar oft á undan fundum trúnaðarmanna, sú dagskrá er sett inn á síðuna þegar dagsetningar liggja fyrir.