Trúnaðarmannanám BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu

Vaktavinna og lýðheilsa

Kjörið fyrir trúnaðarmenn sem vinna í vaktavinnuumhverfi!

  • Lota 1 „Lýðheilsa og vaktir“ 30. og 31 janúar.
  • Lota 2 „Umgjörð kjarasamninga“ 6. febrúar.
  • Lota 3 „Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning“ 13. og 14. febrúar.

Fjölbreytt nám fyrir trúnaðarmenn

 

 

 

 

 

 

 

Nýliðafræðsla trúnaðarmanna er 2 klukkustunda námskeið þar sem farið er yfir starf og stefnu stéttarfélagsins, ásamt því að fjallað er um trúnaðarmanninn í lögum og reglum, réttindi og vernd hans. Boðið er upp á nýliðafræðslu þegar kosning trúnaðarmanna er yfirstaðin og eftir þörfum.


Næst ber að nefna grunnnám trúnaðarmanna sem SFR og St.Rv. halda sameiginlega, en það er 17 1/2 klukkustunda námskeið, þar sem megináherslan er á hlutverk trúnaðarmanna og þjálfun í að nota verkfæri lausnarleitarhringinn, kjarasamninga félaganna og túlkun helstu atriða, tjáskipti, mótun sjálfsmyndar og áhrif hennar á hegðun.

Þá er einnig boðið upp á trúnaðarmannanám BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu (FA). Námið byggir á tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep. 

Síðan eru styttri námskeið og fræðslumorgnar oft á undan fundum trúnaðarmanna, sjá dagskrá á síðunni.