Launakönnun 2016

Launakönnun SFR er nú tíu ára. SFR stéttarfélag hefur á þessum tíu árum verið í góðu samstarfi við VR við vinnslu könnunarinnar og St.Rv. hefur einnig verið þátttakandi í könnuninni síðastliðin sex ár. Launakönnunin veitir okkur samanburð á þróun og dreifingu launa síðustu tíu ár og auk þess höfum við haft tækifæri til að fylgjast með áhrifum efnahagssveiflna á laun og starfsskilyrði SFR félaga á tímabilinu. Könnunin var að vanda unnin af Gallup og var framkvæmd í febrúar og mars 2016 með svipuðum hætti og síðustu ár. Spurt var um laun greidd þann 1. febrúar 2016.

Ítarleg umfjöllun um launakönnunina úr Blaði stéttarfélaganna.

REIKNIVÉL - smelltu hér til að reikna launin

Í reiknivélinni getur þú séð hver launin eru á opinberum vinnumarkaði miðað við tiltekin starfsheiti og sett inn þín laun til að sjá samanburðinn.

Heildarlaun SFR félaga voru rúmar 458 þúsund krónur í janúar 2016 miðað við fullt starf. Þetta er rúmum 37.500 kr. hærri heildarlaun en fyrir ári og hækkun um tæp 9%. Í fyrra hækkuðu launin um 22 þúsund krónur eða tæplega 6%. Á sama tíma mældist hækkun launavísitölu Hagstofunnar fyrir allan vinnumarkaðinn um 9,4%.
Karlar hækkuðu um tæpar 39 þúsund krónur (tæp 8%) og laun kvenna hækkuðu um tæpar 34 þúsund krónur (tæp 9%).
Grunnlaun SFR félaga í fullu starfi hækkuðu um tæplega 35 þúsund krónur milli ára en hækkunin var um 16 þúsund krónur fyrir ári. Þetta er um 10% hækkun en launin hækkuðu um 5% fyrir ári. Meðaltal grunnlauna í könnuninni nú voru tæp 385 þúsund í ár en 350 þúsund fyrir ári. Þá er miðað við fullt starf. Karlar fengu tæplega 403 þúsund í grunnlaun og hækkuðu um rúmlega 33 þúsund (9%) og konur fengu rúmlega 376 þúsund og hækkuðu um tæplega 35 þúsund (rúm 10%). Grunnlaun sérfræðinga hækka um 14%, heildarlaun sölu-/afgreiðslufólks hækkuðu ekki.

Eins og áður sagði er tæp 9% hækkun á heildarlaunum og um 10% hækkun á grunnlaunum fyrir hópinn í heild en hækkun ólíkra starfsstétta er mismunandi. Mest hækkuðu grunnlaun sérfræðinga,eða um 14%, en minnst hækkuðu grunnlaun sölu-/afgreiðslufólks, eða um 4%. Þá hækkuðu heildarlaun fyrir „önnur störf“ mest, eða um 11%. Þetta eru störf eins og eftirlitsstörf, stuðningsfulltrúar, húsvarsla og ræstingarstörf. En ekki varð mælanleg hækkun á milli ára á heildarlaunum sölu-/afgreiðslufólks. Almennt má sjá fylgni á milli hækkunar grunnlauna og hækkunar heildarlauna innan starfsstétta en að þessu sinni skera tvær starfsstéttir sig frá þessu normi en það er sölu- og afgreiðslufólk þar sem 4% hækkun grunnlauna skilar sér ekki í hækkun heildarlauna sem mælist 0% og hjá sérfræðingum með háskólamenntun mælist runnlaunahækkunin 14% á milli ára en hækkun heildarlauna sama hóps mælist aðeins 6%.
Þegar spurt er um hvað sé innifalið í heildarlaunum nefna tæplega 80% einhverjar greiðslur og er það sama hlutfall og fyrir ári. Hlutfallið hefur lækkað aðeins miðað við það sem hæst var árin 2007 og 2008 þegar 85% fengu einhverjar aukagreiðslur. Um 35% fá greiddar yfirvinnugreiðslur og hefur það hlutfall heldur farið lækkandi undanfarin ár. Hæst var hlutfallið 53% árið 2007. Á hinn bóginn hefur þeim fjölgað undanfarin ár sem fá greidda „óunna“ yfirvinnu. Hlutfallið nú er um 27% en var lægst 17% árið 2007. Rétt tæpur fjórðungur fékk greitt vaktaálag og rúmur fimmtungur fékk fæðishlunnindi. Líkt og í fyrri könnunum fá hlutfallslega færri konur aukagreiðslur en karlar. Um fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla.
Með „hlunnindum“ er hér átt við ýmiskonar styrki, eins og greiddan kostnað eða þá að vinnustaðurinn leggur starfsmanninum til tæki eða tól sem hann getur bæði nýtt í eigin þágu sem og í þágu vinnustaðarins. Ekki eru alltaf skýr mörk á milli þess hvort fyrirtæki bæti starfsmanni upp kostnað eða hvort um hlunnindi sé að ræða þótt hér sé valin sú leið að nefna þetta „hlunnindi.“ Ríflega sex af tíu starfsmönnum fá einhverskonar hlunnindi. Hjá körlum hækkar hlutfallið aftur eftir lækkun í fyrra og er nú svipað og það var 2014. Hjá konum lækkar hlutfallið aftur eftir hækkun í fyrra en er svipað og það var árin 2013 og 2014.
Kynbundinn launamunur á grunnlaunum
mælist 3,9% eftir að tillit hefur
verið tekið til starfsstéttar, aldurs,
vinnutíma, starfsaldurs, menntunar,
atvinnugreinar, mannaforráða og
vaktaálags.Þegar litið er til heildarlauna
eykst launamunurinn og mælist 11,8%.
Margt bendir því til þess að launamunur
kynjanna skapist ekki síst við greiðslur á
hlunnindum, yfi rvinnulaunum eða öðrum
launum. Flestir, eða tæplega 80%,
svara á þann veg að þeir hafi einhverjar
greiðslur umfram grunnlaun. Nú þegar
niðurstöður launakönnunarinnar benda
til þess að kynbundinn launamunur fari
vaxandi er ekki úr vegi að rýna nánar í
launasamsetningu SFR félaga.
Þegar laun eru skoðuð út frá tímakaupi,
en það eru heildarlaun deilt með unnum
klukkustundum, má sjá að bilið á milli
launa karla og kvenna eykst á milli kannanna.
Á myndinni hér til hliðar má sjá að
laun kvenna pr. vinnustund sem hlutfall af
launum karla hafa lækkað á milli mælinga.
Nú mælast konur með 85,7% af tímalaunum
karla en í fyrra mældist þetta hlutfall 86,5%.
Mesta breyting á milli ára mælist innan
starfafl okksins sérfræðingar með háskólamenntun
en í fyrra mældust konur í þeim
starfafl okki með 96,7% af tímalaunum karla
en nú mælast þær með 87,8% af tímalaununum.
Þetta er lækkun um tæp 9%. Mestu
munar hins vegar á tímalaunum karla og
kvenna í starfafl okknum sérhæft starfsfólk
en töluverð breidd er í störfum innan þess
fl okks. Konur í starfafl okknum mælast með
rétt rúmlega 80% af tímalaunum karla bæði
árin.
Einnig er athyglisvert að skoða greidd laun
umfram grunnlaun. Rúmlega 30% kvenna
segjast einungis fá greidd grunnlaun (dagvinnulaun)
en hlutfall karla sem einungis
fær grunnlaun (dagvinnulaun) mælist 12%.
Þá fá karlar að meðaltali hærri greiðslur
vegna yfi rvinnu, óunninnar yfi rvinnu og
annarra launa. Hér á myndinni að neðan má
sjá meðaltal þessara greiðslna hjá körlum
og konum í 100% starfi árin 2015 og 2016. Hjá
körlum hækka þessi laun um 7% á milli ára
en hjá konunum verður lækkun um 1% á milli
kannanna.
Ekkert eitt skýrir launamun karla og kvenna
en brýnt er að rýna í alla þætti launmyndunar
og mikilvægt er fyrir stjórnendur og
aðra þá sem koma að launaákvörðunum að
fylgjast vel með samsetningu launa. Það
hefur einnig oft verið nefnt manna á milli að
þegar svigrúm skapist til launahækkana þá
skili þær sér gjarnan fyrr til karla en kvenna
og því verður athyglisvert að fylgjast með
næstu könnun og hlut kvenna hvað varðar
yfi rvinnu og önnur laun.
Launakönnun SFR veitir tækifæri til að
greina laun félagsmanna eftir því hvort
um starfsmenn ríkisins eða aðra félagsmenn
SFR er að ræða.
Meirihluti SFR félaga, eða um 65%, eru
ríkisstarfsmenn. Aðrir félagsmenn starfa
hjá ríkisfyrirtækjum, samtökum fyrirtækja
í velferðarþjónustu, sveitarfélögum,
sjálfseignastofnunum eða hjá fyrirtækjum
sem vinna að félags,- eða velferðarmálum.
Greiningin hér til hliðar byggir á svörum
1332 félagsmanna SFR sem starfa hjá ríkinu
og 287 félagsmanna sem starfa hjá öðrum
vinnuveitendum.
Þegar þessi skipting er skoðuð má sjá að
heildarlaun félagsmanna SFR sem starfa
hjá ríkinu eru að meðaltali heldur lægri en
hjá SFR félögum sem ekki starfa hjá ríkinu.
Þarna er munur upp á um 7%.
Þetta á við í öllum starfafl okkum fyrir
utan sérhæft starfsfólk og tækna þar sem
ríkisstarfsmenn hafa að meðaltali heldur
hærri heildarlaun en aðrir SFR félagar sem
ekki starfa hjá ríkinu. Í þeim starfafl okki
eru m.a. rannsóknar- og eftirlitsstörf,
fangaverðir, matreiðslumenn, lyfj atæknar
og félagsliðar. Félagsliðar starfa bæði hjá
ríki og öðrum vinnuveitendum og mælast
heildarlaun þeirra sem starfa hjá ríkinu
hærri. Hafa ber þó í huga að hér er um
fámenna hópa að ræða og svörun einstakra
aðila getur haft áhrif á niðurstöðu í svo
litlum svarendahópi.
Ekki munar miklu á launum karla hvort sem
þeir starfa hjá ríkinu eða öðrum vinnuveitendum.
Töluverður munur sést hins
vegar þegar rýnt er í laun kvenna. Karlar
hjá ríkinu mælast með að meðaltali 2%
hærri laun en karlar sem starfa hjá öðrum
vinnuveitendum en það er þó misjafnt eftir
starfa fl okkum.
Töluverður munar er hins vegar á launum
kvenna þar sem konur sem starfa hjá ríkinu
mælast með lægri heildarlaun en konur
hjá öðrum vinnuveitendum í öllum starfafl
okkum. Að meðaltali mælast konur hjá
ríkinu með um 89% af launum þeirra kvenna
sem vinna hjá öðrum vinnuveitendum og í
starfafl okknum sérfræðingar með háskólamenntun
mælast konur hjá ríkinu aðeins
með um 75% af launum þeirra SFR kvenna
sem starfa hjá öðrum vinnuveit endum.
Aftur er þó tilefni til að benda á að hér er
um fámenna hópa að ræða
Launakönnun SFR stéttarfélasg og Starfsmannafélasg Reykjavíkurborgar
er að vanda unnin í samstarfi við VR. Það þýðir að
félagsmenn allra stéttarfélaganna svara samskonar spurningalista
frá Gallup.
Svarendur hafa allir uppfyllt ákveðin skilyrði um starfstíma og
stéttarfélagsaðild og launatölur byggjast á svörum þeirra sem
eru í a.m.k. 70% starfshlutfalli. Hafa verður þó í huga að nokkur
munur getur verið á svörun þessa hóps og þeirra félagsmanna
annarra sem eru nýrri í starfi og eða laustengdari félögunum.
Einnig er vert að hafa í huga að munur á launum félagsmanna
eftir stéttarfélögum getur að hluta til stafað af því að samsetning
félagsmanna stéttarfélaganna er ólík hvað varðar
störf, aldur og félagsaldur.
Launin hærri á almennum vinnumarkaði
Launin eru að vanda hæst hjá VR og munar töluverðu á milli launa á
almennum og opinberum vinnumarkaði. Meðallaun félagsmanna í
VR eru tæplega 597 þúsund á mánuði en þau eru um 458 þúsund hjá
SFR félögum og tæp 483 þúsund hjá St.Rv.
Uppreiknuð meðallaun félagsmanna VR samkvæmt könnuninni
eru því um 140 þúsund kr. hærri en meðallaun SFR félaga og um 114
þúsund kr. hærri en meðallaun St.Rv. félagsmanna.
Launahækkun jöfn á milli ára
Heildarlaun hækka um 8,9% á milli ára hjá SFR og VR. Hjá St.Rv.
mælist hækkunin um 8,5%. Launahækkun er því nokkuð jöfn á milli
stéttarfélaga þetta árið ólíkt því sem var í fyrra þegar hækkun
heildarlauna VR félaga var 3% á milli ára og hækkun heildarlauna hjá
St.Rv. mældist 12.3%.
Launamunur kynjanna
Heildarlaun kvenna eru að meðaltali rúmlega 20% lægri en laun
karla hjá SFR. Þau eru um 13% lægri hjá St.Rv. og konur í VR hafa
um 14% lægri laun en karlar. Þegar tekið hefur verið tillit til aldurs,
vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags og
atvinnugreinar er sá munur sem eftir stendur kallaður kynbundinn
launamunur. Kynbundinn launamunur eykst á milli kannana hjá SFR
en hann mælist nú 11,8% en mældist 8,6% í fyrra. Launamunurinn
stendur nánast í stað í 10% hjá VR og lækkar hjá St.Rv. úr 7,4% í fyrra í
6,1%. Ekki er um marktæka breytingu að ræða á kynbundnum launamun
hjá félögunum.
Aðrir þættir
Þegar litið er til annarra þátta má glöggt sjá að hlutfall háskólamenntaðra
er svipað hjá St.Rv. og VR eða í kringum 35%. SFR stéttarfélag
er hvað þetta varðar frábrugðið hinum félögunum en hlutfall
SFR félagsmanna með háskólamenntun er um 12%. Hlutfall háskólamenntaðra
félagsmanna hækkar á milli ára hjá öllum félögunum og
hefur almennt farið hækkandi undanfarin ár.
Meðalvinnutími stendur í stað eða lækkar á milli ára en vinnuvikan
er svipuð á milli stéttarfélaganna. Hún er lengst hjá VR eða 43,7
tímar að meðaltali. Hjá St.Rv. mælist hún 43,2 tímar og styst mælist
hún hjá SFR eða um 42,7 klst.
Þegar litið er til hlunninda þá má sjá að hlutfall þeirra sem fá hlunnindi
er hæst hjá VR en 80% félagsmanna VR hafa einhver hlunnindi á
móti rúmlega 60% félagsmanna SFR og um 67% félagsmanna St.Rv.
Ánægja með launakjör eykst töluvert á milli ára meðal félagsmanna
allra stéttarfélaganna og má leiða getum að því að kjarasamningar
haustið 2015 hafi þar töluvert um að segja. Rúmur helmingur félagsmanna
VR er ánægður með launakjör sín eða 54%. Félagsmenn St.Rv.
eru líkt og í fyrra óánægðastir með laun sín en um 25% félagsmanna
St.Rv. segjast ánægðir með launakjör sín og hið sama á við um 27%
félagsmanna SFR.