Hvenær opnar fyrir bókanir og úthlutunartímabil 

Til að bóka hús og kaupa gjafabréf og fleira þarf að fara hér inn á orlofsvef Sameykis, en aðgengi að honum fæst með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum Sameykis.

  • Opið er fyrir bókanir innanlands 4 mánuði fram í tímann, að undanskildum páska- og sumarúthlutunartíma.
  • Opið er fyrir bókanir utanlands 5 mánuði fram í tímann, að undanskildum sumarúthlutunartíma.
  • Fyrsta virka dag í mánuði bætist við vefinn nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á orlofsvefnum kl 9:00. Ef mánaðarmót hitta á laugardag eða sunnudag þá er opnað fyrir alla helgina. 
  • Páskaúthlutun er auglýst í janúar í Blaði stéttarfélaganna.
  • Sumarúthlutun er auglýst í febrúar/mars í Orlofsblaði SFR.

Bókunarleiðbeiningar - bókun dagleiguhúsa og húsa utan úthlutunartíma 

Þegar bókuð eru hús utan úthlutunartíma en einnig hús sem verða „afgangs“ eftir úthlutanir og svokölluð dagleiguhús yfir sumarið gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Allar bókanir yfir sumartímann kosta þó punkta.

Að bóka hús er sáraeinfalt á orlofsvefnum:

  • Skráðu þig inn á Mínar síður SFR, sjá upplýsingar hér neðar um innskráningarleiðir, og veldu Orlofsvefur. 
  • Veldu Laust (á slánni efst) þá opnast á Norðurland en hægt er að velja allar eignir eða landshluta eftir óskum hvers og eins með því að ýta á hornið, þá opnast flipinn með öllum landshlutum.
  • Þá er komið að því að bóka. Grænir reitir þýða laust. Smellið með músinni á Upphafsdag leigu og svo Lokadag leigu. Veljið Áfram þá opnast gluggi með völdum húsum. Eftir það leiðir kerfið ykkur áfram.
  • Að lokum skal prenta út kvittun. Gott er að hafa það fyrir reglu að prenta aftur út kvittun rétt fyrir brottför því mögulegt er að einhverjar upplýsingar um húsið hafi breyst í millitíðinni. Við það uppfærist kvittunin.

Innskráning á Mínar síður SFR

SFR opnaði nýjar Mínar síður SFR í september 2016. Nú verða félagsmenn að hafa Íslykil eða rafræn skilríki þegar þeir ætla að bóka orlofshús og kaupa gjafabréf og fleira inn á orlofsvef Orlofssjóðs SFR. Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum.
 
Sama á við um þegar félagsmenn ætla að sækja um styrki í starfsmenntunarsjóði eða styrktar og sjúkrasjóði.
 

 

Íslykill logo
 

Rafræn skilríki logo

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)