Veiðikortið

Á sumrin býðst félagsmönnum SFR að kaupa Veiðikortið á sérstöku félagsverði eins og undanfarin ár. Kortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í rúmlega 35 veiðivötnum víðsvegar um landið. Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd meðkorthafa. Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölusinni.

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir. Einnig eru grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum. Allan texta í bæklingi má finna á www.veidikortid.is bæði á íslensku og ensku. Kortið má kaupa með afslætti á orlofsvef SFR undir liðnum ÁVÍSANIR.  

Verð sumarið 2018 kr. 5.000 fyrir félagsmenn SFR.

Útilegukortið

Útilegukortið gefur íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um allt land. Kortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. 

Framvísa ber Útilegukortinu ásamt persónuskilríkjum við komu á tjaldsvæði og er merkt inn á kortið þær gistinætur sem gist er hverju sinni. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28, en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Á sumrin býðst félagsmönnum að kaupa kortið og með því fylgir veglegur bæklingur með upplýsingum um tjaldstæðin og þær reglur sem gilda um kortið. Nánari upplýsingar má einnig finna á www.utilegukortid.is. Kortið má kaupa með afslætti á orlofsvef SFR undir liðnum ÁVÍSANIR. 

Verð sumarið 2018 kr. 12.800 fyrir félagsmenn SFR.

Orlofsávísun - Úhlutað - þarf að sækja um á sama tíma og orlofshús

Orlofssjóður SFR gefur út orlofsávísanir sem eru að andvirði 30.000 kr. hver. Orlofsávísanirnar gilda fyrir orlofstilboð innanlands sumarið 2018, frá 15. maí til 15. september. Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir þjónustu sem SFR eða önnur stéttarfélög bjóða sínum félögum.
Félagsmaður sem fær úthlutað orlofsávísun framvísar kvittunum eftir að ferð að eigin vali er lokið og fær andvirði orlofsávísunar greitt inn á bankareikning sinn gegn framvísun gildra kvittana. Kvittanir verða að vera löglegar með stimpli viðkomandi söluaðila og innan ofangreinds tímabils.
Kvittanir verða að vera með nafni og kennitölu félagsmanns til þess að fást greiddar.

Orlofsávísanir gilda fyrir:

  • Gistingu utan orlofskerfis SFR, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
  • Leigu fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna.
  • Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
  • Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustu aðilum eða félögum, utan þeirra ferða sem SFR býður upp á.
  • Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.

Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/eða almennum ferðakostnaði, svo sem fargjaldi í flugi, rútu eða með ferju, nema það sé hluti af skipulagðri hópferð.

Hótelmiðar 

Hægt er að kaupa hótelmiða á Orlofsvef SFR undir liðnum „gjafabréf“. Miðarnir verða til sölu frá byrjun júní fram í ágúst. Hver félagsmaður getur keypt að hámarki 7 miða. Eftir 8. ágúst er ekki tryggt að hótelmiðar verði í boði hjá SFR.

 Fosshótel - Gildir sumarið 2018 - Best að bóka gistingu áður en miðar eru keyptir

Gistimiði Fosshótela gildir fyrir gistingu í tveggja manna herbergi í eina nótt. Að þessu sinni kaupa félagsmenn einn miða fyrir hverja gistinótt á 21.300 kr. (fullt verð er 26.600 kr.). Morgunverður er innifalinn. Félagsmenn bóka sjálfir í síma viðkomandi hótels eða á aðalskrifstofu Fosshótela 562-4000. Bókanir má einnig senda á netfangið bokun@fosshotel.is og taka skal fram að greitt sé með gistimiða.
Félagsmenn eru hvattir til að panta gistingu með góðum fyrirvara. Fosshótel rekur bæði heilsárs- og sumarhótel um land allt. Sjá nánari upplýsingar á www.fosshotel.is

Verð fyrir tveggja manna herbergi 21.300 kr. sumarið 2018 (fullt verð 26.600).

 

 Hótel Edda - Gildir sumarið 2018 - Best að bóka gistingu áður en miðar eru keyptir

Verður til sölu í júní, júlí og fram í byrjun ágúst. Morgunverður er ekki innifalinn. Á Edduhótelunum er boðið upp á fjölbreyttar veitingar. Börn 5 ára og yngri fá frían mat ef þau panta það sama og foreldrar. Börn 6-12 ára greiða ½ gjald fyrir mat ef þau panta það sama og foreldrar.

Miðar eru aðeins bókanlegir í gegnum síma eða tölvupóst hjá bókunardeild Hótel Eddu. Þeir eru ekki bókanlegir á Netinu. Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelunum sem eru 12 hringinn í kringum landið. Sjá nánar á www.hoteledda.is.

Verð fyrir tveggja manna herbergi sumarið 2018:

Herbergi með handlaug kr. 10.300 (fullt verð 17.200) 
Herbergi með baði kr. 19.300 (fullt verð 26.200)  
Edda plús kr. 22.800 (fullt verð 29.700).

Gjafabréf í flug

Gjafabréf í flug Icelandair, Flugfélags Íslands og ferðir Úrvals Útsýnar & Sumarferða eru til sölu á orlofsvefnum undir liðnum   GJAFABRÉF. Af þeim er takmarkað magn og því er ekki hægt að tryggja að þau séu alltaf til. Ekki er hægt að skila gjafabréfum né fá þau endurgreidd eftir að þau hafa verið gefin út.

 

Gjafabréf í flug Icelandair 

Gjafabréfið gildir sem greiðsla fyrir flug í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair. Ekki er hægt að nota þetta gjafabréf sem greiðslu upp í pakkaferð hjá VITA.
Gjafabréfið er handhafa gjafabréf og er einunigs til sölu á orlofsvefnum.
Á gjafabréfinu er númer sem nota þarf þegar flug er bókað og keypt. Hver félagsmaður getur keypt að hámarki 7 bréf á ári. Gjafabréfin gilda í tvö ár frá útgáfudegi og verða að notast innan þess tíma (bæði við brottför og heimferð).
Ekki er hægt að skila gjafabréfi.

Gjafabréfið kostar 20.000 en raunvirði þess er 25.000 kr.

 

Gjafabréf Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands veitir félagsmönnum SFR afslátt fyrir félagsmenn í formi gjafabréfa. Bréfin eru í boði á orlofsvefnum en hver félagsmaður getur keypt allt að 7 bréf á ári. Inneignina er einungis hægt að nota þegar bókað er á www.flugfelag.is og er hægt að nota hana upp í öll almenn fargjöld sem eru bókanleg þar hverju sinni. Gjafabréfin gilda í 2 ár frá útgáfudegi. 

Gjafabréfið kostar 12.000 kr. en raunvirði þess er 15.000 kr.

 

Gjafabréf í pakkaferð með Úrvali Útsýn eða Sumarferðum 

SFR félagar geta keypt gjafabréf sem kostar 20.000 kr. og gildir sem greiðsla upp í pakkaferðir með Úrvali Útsýn eða Sumarferðum í leiguflugi á þeirra vegum á eftirtalda staði. Almería á Spáni, Mallorca, Kanaríeyjar og í ferðir Úrvalsfólks sem ferðaskrifstofurnar skipuleggja (Eldri borgarar). Gildistími bréfana er frá 20.02.2018-31.12.2018. sjá heimsíðu www.urvalutsyn.is

Nota má tvö gjafabréf í hverja bókun fyrir fjölskyldu.

Þegar gjafabréf hefur verið gefið út er ekki hægt að skila því og fá endurgreitt. Hver orlofsávísun er með 16 stafa númeri, og þeir sem nýta sér þessa ávísun geta bókað sig sjálfir bæði hjá Úrval-Útsýn og Sumarferðum eða á netinu www.urvalutsyn.is eða www.sumarferdir.is. Nota þarf uppgefinn kóða með millistriki þegar bókun fer fram. 

 Gjafabréfið kostar 20.000 kr. en raunvirði þess er 30.000 kr. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)