Orlofssjóður SFR

Stjórn sjóðsins er skipuð 6 fulltrúm, 5 sem kosnir eru á aðalfundi til þriggja ára í senn og einum tilnefndum úr stjórn SFR. Stjórn sjóðsins fundar reglulega yfir vetrartímann ásamt fulltrúa frá skrifstofu SFR.
Þar er fjallað um viðhald orlofseigna og hvað eigi að bjóða upp á til viðbótar við hús SFR á sumarúthlutunaríma. Þá stendur stjórnin relgulega fyrir vinnuferðum í Vaðnes og Munaðarnes.
 

Stjórn Orlofssjóðs
Hafdís Hulda Vilhjálmsdóttir frá Landsbókasafni Íslands
María Hlín Eggertsdóttir frá Sýslumanninum á Akranesi
Olga Gunnarsdóttir frá Skógarbæ
Ólafur Hallgrímsson frá Listaháskóla Íslands
Viðar Ernir Axelsson (tilnefnd af stjórn)
Vilhjálmur Pálmason frá Háskóla Íslands

Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika félagsmanna á fjölbreytni í orlofsmálum, til dæmis með því að koma upp og reka orlofshús og orlofsíbúðir fyrir félagsmenn eða styrkja þá til annars konar orlofsdvalar. Forsvarsmenn félagsins hafa kappkostað að eiga orlofshús á eftirsóknarverðum stöðum þar sem félagsmenn geta notið dvalar í notalegum húsum í umhverfi sem gefur fjölbreytta möguleika til útivistar og hvíldar.

Orlofskostir og bókanir

Reglur orlofssjóðs samkv. 20. gr. laga SFR

1. gr.
Nafn sjóðsins

Sjóðurinn heitir Orlofssjóður SFR. Sjóðurinn er í eigu SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Tilgangur sjóðsins

Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika félagsmanna á fjölbreytni í orlofsmálum, til dæmis með því að koma upp og reka orlofshús og -íbúðir fyrir félagsmenn eða styrkja þá til annars konar orlofsmöguleika.

3. gr.
Tekjur sjóðsins

Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b) Vaxtatekjur.
c) Leigugjöld af orlofshúsum og orlofsíbúðum.

4. gr.
Greiðslur úr sjóðnum

Allar greiðslur úr sjóðnum aðrar en þær er varða daglegan rekstur hans, rekstrargjöld orlofshúsa/-íbúða, leigu orlofshúsa í eigu annarra og/eða til annarrar venjubundinnar starfsemi á vegum sjóðsins, skulu háðar samþykki stjórnar SFR. Á þetta einkum við um greiðslur sem ekki hafa áður verið hluti af hefðbundinni starfsemi sjóðsins, eða ef upphæðir teljast umtalsverðar miðað við þá starfsemi sem er á vegum hans á hverjum tíma.

5. gr.
Stjórn sjóðsins

Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn SFR. Formaður skal kjörinn af sjóðstjórn. Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók yfir störf sín og setja úthlutunarreglur.
Stjórnin skal leggja úthlutunarreglurnar fyrir stjórn félagsins til samþykktar.
Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).

6. gr.
Rekstur sjóðsins og ávöxtun

Skrifstofa SFR sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

7. gr.
Ársreikningur og endurskoðun

Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum SFR og endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar SFR.

8. gr.
Breytingar á reglum sjóðsins

Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi SFR og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi SFR 2017.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)