Umsóknum og fylgigögnum er skilað á Mínum síðum

'Island.is innskráningar mynd

 

Almennt skal sækja um styrk á Mínum síðum og skila fylgiskölum rafrænt í umsóknarferlinu. Einnig er hægt að senda fylgiskjöl í tölvupósti. Ef um er að ræða fræðslustyrk er netfangið starfsmenntun@sfr.is en ef þetta er fyrir styrktar- og sjúkrasjóð (forvarnir, endurhæfing, sjúkradagpeningar o.fl.) þá er netfangið heilsustyrkir@sfr.is.Ef fylgiskjöl eru send með pósti þarf að merkja þau með kennitölu umsækjanda.  

 

Til að komast inn á Mínar síður SFR þarftu að hafa Íslykil eða Rafræn skilríki. Hægt er að sækja um Íslykil hér.

 

Umsóknir stofnana um styrk úr Þróunar- og símenntunarsjóði SFR

Umsókn um styrk í Þróunar- og símenntunarsjóð skal skila á þessu eyðublaði og senda í tölvupósti á starfsthroun@starfsthroun.is ásamt nauðsynlegum fylgigögnum eins og t.d. samningum við fræðsluaðila og ítarlegri útskýringar á því hvaða kostnað er sótt um.