Umsóknum og fylgigögnum er skilað á Mínum síðum

'Island.is innskráningar mynd

 

Almennt skal sækja um styrk á Mínum síðum og skila fylgiskölum rafrænt í umsóknarferlinu. Einnig er hægt að senda fylgiskjöl í tölvupósti. Ef um er að ræða fræðslustyrk er netfangið starfsmenntun@sfr.is en ef þetta er fyrir styrktar- og sjúkrasjóð (forvarnir, endurhæfing, sjúkradagpeningar o.fl.) þá er netfangið heilsustyrkir@sfr.is.Ef fylgiskjöl eru send með pósti þarf að merkja þau með kennitölu umsækjanda.  

 

Til að komast inn á Mínar síður SFR þarftu að hafa Íslykil eða Rafræn skilríki. Hægt er að sækja um Íslykil hér.

 

Umsóknir stofnana um styrk úr Þróunar- og símenntunarsjóði SFR

Umsókn um styrk í Þróunar- og símenntunarsjóð skal skila á þessu eyðublaði og senda í tölvupósti á starfsthroun@starfsthroun.is ásamt nauðsynlegum fylgigögnum eins og t.d. samningum við fræðsluaðila og ítarlegri útskýringar á því hvaða kostnað er sótt um.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)