Launahækkun samkvæmt stofnanasamningum

Félagsmenn sem falla undir kjarasamning SFR og ríkisins fengu að lágmarki 4,5% kjarasamningsbundna launahækkun frá og með 1. júní 2017. Samhliða þessari hækkun tóku gildi nýir stofnanasamningar þar sem röðun í nýja launatöflu er útfærð. Gamla taflan með lífaldursþrepum var lögð af og ný launatafla með 2,5% bili milli flokka og þrepa var tekin upp. Í nýju launatöflunni eru 8 álagsþrep þar sem metnir eru þættir eins og starfsaldur, álag, sérstök verkefni o.s.frv.

Við gerð stofnanasamninga var launasetningu félagsmanna „varpað“ í nýja launatöflu þar sem þess var gætt að allir fengju lágmarkshækkunina 4,5%. Við vörpun í nýja launatöflu fylgir þar utan kostnaður sem metin er á 2,5% og verður því kostnaður stofnana við launahækkun félagsmanna um 7%.

Í nýjum stofnanasamningum er útfært hvaða tækifæri standa félagsmönnum til boða þegar kemur að starfs- og launaþróun. Algeng atriði eru starfsaldurhækkanir, sí- og endurmenntun, formleg menntun og persónu- og tímabundnir þættir. Hjá hverri stofnun og í hverjum stofnanasamningi er skilgreint hvaða þáttur skilar launaþróun í launaflokkum og hvaða þáttur skilar hækkun í þrepum.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi hvar félagsmenn lenda í nýja launakerfinu þá er einfaldast að hafa samband við launadeild (launafulltrúa eða fjármálastjóra) eða fulltrúa í samstarfsnefnd. Síðan er félagsmönnum velkomið að hafa samband við skrifstofu SFR.
Þrátt fyrir að SFR fór af stað í nóvember með vinnustofur um gerð stofnanasamninga, til að ýta á að verkefnið væri klárað fyrir júní, hefur í nokkrum tilfellum ekki tekist að klára stofnanasamninga og vörpun. Þegar þeir samningar komast í höfn verða afturvirkar leiðréttingar á launum.

Nánari upplýsingar má finna hér og þá stofnanasamninga sem búið er að ljúka.

Til baka

Þorrablót Lífeyrisdeildar


Árlegt þorrablót líeyrisdeildar SFR var haldið á laugardaginn. Það mátti ekki miklu muna,að þorrinn væri liðinn, en blótinu var frestað um viku vegna veðurs og því haldið á síðasta degi Þorra.
Það var góð stemning...

Launaþróunartrygging afgreidd í fyrsta sinn


Laun félagsmanna SFR hjá ríki og sjálfseignarstofnunum hækka um 1,3%
Laun félagsmanna SFR hjá ríki og sjálfseignarstofnunum verða hækkuð um 1,3% að meðaltali frá og með 1. janúar 2017, til að bæta...

Ójöfnuður á Íslandi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands var aðalgestur á trúnaðarmannaráðsfundinum í gær. Hann fjallaði um þróun tekju - og eignaskiptingar á Íslandi frá millistríðárunum til samtímans. Fyrirlestur hans byggir...

Orlofshús um páska 2018

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 22. febrúar. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta. 

Sækja...