Launahækkun samkvæmt stofnanasamningum

Félagsmenn sem falla undir kjarasamning SFR og ríkisins fengu að lágmarki 4,5% kjarasamningsbundna launahækkun frá og með 1. júní 2017. Samhliða þessari hækkun tóku gildi nýir stofnanasamningar þar sem röðun í nýja launatöflu er útfærð. Gamla taflan með lífaldursþrepum var lögð af og ný launatafla með 2,5% bili milli flokka og þrepa var tekin upp. Í nýju launatöflunni eru 8 álagsþrep þar sem metnir eru þættir eins og starfsaldur, álag, sérstök verkefni o.s.frv.

Við gerð stofnanasamninga var launasetningu félagsmanna „varpað“ í nýja launatöflu þar sem þess var gætt að allir fengju lágmarkshækkunina 4,5%. Við vörpun í nýja launatöflu fylgir þar utan kostnaður sem metin er á 2,5% og verður því kostnaður stofnana við launahækkun félagsmanna um 7%.

Í nýjum stofnanasamningum er útfært hvaða tækifæri standa félagsmönnum til boða þegar kemur að starfs- og launaþróun. Algeng atriði eru starfsaldurhækkanir, sí- og endurmenntun, formleg menntun og persónu- og tímabundnir þættir. Hjá hverri stofnun og í hverjum stofnanasamningi er skilgreint hvaða þáttur skilar launaþróun í launaflokkum og hvaða þáttur skilar hækkun í þrepum.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi hvar félagsmenn lenda í nýja launakerfinu þá er einfaldast að hafa samband við launadeild (launafulltrúa eða fjármálastjóra) eða fulltrúa í samstarfsnefnd. Síðan er félagsmönnum velkomið að hafa samband við skrifstofu SFR.
Þrátt fyrir að SFR fór af stað í nóvember með vinnustofur um gerð stofnanasamninga, til að ýta á að verkefnið væri klárað fyrir júní, hefur í nokkrum tilfellum ekki tekist að klára stofnanasamninga og vörpun. Þegar þeir samningar komast í höfn verða afturvirkar leiðréttingar á launum.

Nánari upplýsingar má finna hér og þá stofnanasamninga sem búið er að ljúka.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)