Launahækkun samkvæmt stofnanasamningum

Félagsmenn sem falla undir kjarasamning SFR og ríkisins fengu að lágmarki 4,5% kjarasamningsbundna launahækkun frá og með 1. júní 2017. Samhliða þessari hækkun tóku gildi nýir stofnanasamningar þar sem röðun í nýja launatöflu er útfærð. Gamla taflan með lífaldursþrepum var lögð af og ný launatafla með 2,5% bili milli flokka og þrepa var tekin upp. Í nýju launatöflunni eru 8 álagsþrep þar sem metnir eru þættir eins og starfsaldur, álag, sérstök verkefni o.s.frv.

Við gerð stofnanasamninga var launasetningu félagsmanna „varpað“ í nýja launatöflu þar sem þess var gætt að allir fengju lágmarkshækkunina 4,5%. Við vörpun í nýja launatöflu fylgir þar utan kostnaður sem metin er á 2,5% og verður því kostnaður stofnana við launahækkun félagsmanna um 7%.

Í nýjum stofnanasamningum er útfært hvaða tækifæri standa félagsmönnum til boða þegar kemur að starfs- og launaþróun. Algeng atriði eru starfsaldurhækkanir, sí- og endurmenntun, formleg menntun og persónu- og tímabundnir þættir. Hjá hverri stofnun og í hverjum stofnanasamningi er skilgreint hvaða þáttur skilar launaþróun í launaflokkum og hvaða þáttur skilar hækkun í þrepum.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi hvar félagsmenn lenda í nýja launakerfinu þá er einfaldast að hafa samband við launadeild (launafulltrúa eða fjármálastjóra) eða fulltrúa í samstarfsnefnd. Síðan er félagsmönnum velkomið að hafa samband við skrifstofu SFR.
Þrátt fyrir að SFR fór af stað í nóvember með vinnustofur um gerð stofnanasamninga, til að ýta á að verkefnið væri klárað fyrir júní, hefur í nokkrum tilfellum ekki tekist að klára stofnanasamninga og vörpun. Þegar þeir samningar komast í höfn verða afturvirkar leiðréttingar á launum.

Nánari upplýsingar má finna hér og þá stofnanasamninga sem búið er að ljúka.

Til baka

Uppselt á jólaball

Sölu á miðum á jólaballið næstkomandi laugardag er lokið. Allir miðar eru uppseldir.

Formaður fundar með fangavörðum

Árni Stefán Jónsson formaður SFR fundaði með fangavörðurm á Litla Hrauni í gær þar sem nýr stofnanasamningur var meðal annars kynntur. Miklar og góðar umræður voru um samninginn og komu þar fram margar góðar ábendingar sem teknar...

Trúnaðarmenn fræðast

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á Grettisgötu 89. Um er að ræða fyrstu lotu trúnaðarmannanáms Félagsmálaskóla alþýðu þar sem er fjallað um þjóðfélagið, vinnumarkaðinn og trúnaðarmanninn - starf hans og stöðu. Námskeiðið...

Styrkir hækka um áramót

Styrktar- og sjúkrasjóður SFR tilkynnir eftirfarandi hækkanir sem taka gildi í sjóðnum frá og með 1. janúar 2018.

• Fæðingarstyrkur hækkaður úr 220.000 uppí 240.000
• Krabbameinsskoðun hækkar úr...

Samstarf félaganna rætt á stefnufundi

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. héldu sameiginlegan stefnufund á Grand hótel í gær. Alls komu þar saman rúmlega 120 manns sem eru virkir í trúnaðarmannastörfum fyrir félögin. Á fundinum kynnti Gylfi Dalmann dósent við...

Vel heppnað aðventukvöld

Aðventukvöld félaganna sem haldið var síðastliðinn fimmtudag tókst afar vel en um fimmtíu manns komu og hlýddu á upplestur og söng. Það voru þau Mikael Torfason, Kristín Steinsdóttir og Eiríkur...