Launahækkun samkvæmt stofnanasamningum

Félagsmenn sem falla undir kjarasamning SFR og ríkisins fengu að lágmarki 4,5% kjarasamningsbundna launahækkun frá og með 1. júní 2017. Samhliða þessari hækkun tóku gildi nýir stofnanasamningar þar sem röðun í nýja launatöflu er útfærð. Gamla taflan með lífaldursþrepum var lögð af og ný launatafla með 2,5% bili milli flokka og þrepa var tekin upp. Í nýju launatöflunni eru 8 álagsþrep þar sem metnir eru þættir eins og starfsaldur, álag, sérstök verkefni o.s.frv.

Við gerð stofnanasamninga var launasetningu félagsmanna „varpað“ í nýja launatöflu þar sem þess var gætt að allir fengju lágmarkshækkunina 4,5%. Við vörpun í nýja launatöflu fylgir þar utan kostnaður sem metin er á 2,5% og verður því kostnaður stofnana við launahækkun félagsmanna um 7%.

Í nýjum stofnanasamningum er útfært hvaða tækifæri standa félagsmönnum til boða þegar kemur að starfs- og launaþróun. Algeng atriði eru starfsaldurhækkanir, sí- og endurmenntun, formleg menntun og persónu- og tímabundnir þættir. Hjá hverri stofnun og í hverjum stofnanasamningi er skilgreint hvaða þáttur skilar launaþróun í launaflokkum og hvaða þáttur skilar hækkun í þrepum.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi hvar félagsmenn lenda í nýja launakerfinu þá er einfaldast að hafa samband við launadeild (launafulltrúa eða fjármálastjóra) eða fulltrúa í samstarfsnefnd. Síðan er félagsmönnum velkomið að hafa samband við skrifstofu SFR.
Þrátt fyrir að SFR fór af stað í nóvember með vinnustofur um gerð stofnanasamninga, til að ýta á að verkefnið væri klárað fyrir júní, hefur í nokkrum tilfellum ekki tekist að klára stofnanasamninga og vörpun. Þegar þeir samningar komast í höfn verða afturvirkar leiðréttingar á launum.

Nánari upplýsingar má finna hér og þá stofnanasamninga sem búið er að ljúka.

Til baka

Orlofsvefurinn kominn í spariklæðin

Eins og glöggir félagsmenn hafa tekið eftir hefur orlofsvefurinn okkar fengið nýtt útlit. Hann virkar á svipaðan hátt og áður svo allir ættu að geta vanist honum vel en hann er óneitanlega skýrari og auðveldara er að nálgast...

BSRB opnar kosningavef

BSRB opnaði í morgun nýjan kosningavef þar sem farið er yfir þau mál sem bandalagið telur að leggja verði höfuðáherslu á í komandi þingkosningum. Bandalagið skorar á þá flokka sem berjast nú um hylli landsmanna að gera...

Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um...

Orlofsvef lokað tímabundið

Orlofsvefur SFR verður lokaður eftir hádegi næstkomandi mánudag (2. okt.) milli kl. 13:00-15:00 vegna breytinga. Því verður ekki hægt að bóka hús eða leita upplýsingar þar á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Félagsráð fundar

Nýtt Félagsráð SFR fundaði í vikunni, en fundir ráðsins eru alla jafna tvisvar á ári, í september og í janúar. Í Félagsráði situr stjórn félagsins, formenn fagfélaga, sjóða  og deilda auk 20 annarra sem kosnir eru af...