Líf og fjör í Munaðarnesi

Ný leiktæki hafa verið sett upp á leiksvæðinu í Munaðarnesi. Þar eru nú bæði aparóla og trampólín fyrir börn á öllum aldri auk minigolfsins og fótboltavallarins sem fyrir voru. Þá hafa einnig verið ráðnir nýir rekstaraðilar að Þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi. Það eru þau Ólafur Haukur Ólafsson matreiðslumeistari og Elín Arna Arnarsdóttir Hannam, sem bæði eru alvön slíkum rekstri. Þau munu taka yfir þjónustuna við félögin sem eiga hús á svæðinu og í vetur munu þau einnig taka vel á móti stórum og smáum hópum í mat og ráðstefnuhald. Allar upplýsingar má fá hjá þeim Ólafi Hauki og Elínu Örnu í síma 776-8008 eða í netfangið munadarnes.resturant@gmail.com. Því má bæta við að opið er fyrir bókanir í orlofshús SFR fjóra mánuði fram í tímann eða fram til 2. janúar og nú í haust eru enn nokkrar helgar lausir í húsunum okkar í Munaðarnesinu.

Til baka

Uppselt á jólaball

Sölu á miðum á jólaballið næstkomandi laugardag er lokið. Allir miðar eru uppseldir.

Formaður fundar með fangavörðum

Árni Stefán Jónsson formaður SFR fundaði með fangavörðurm á Litla Hrauni í gær þar sem nýr stofnanasamningur var meðal annars kynntur. Miklar og góðar umræður voru um samninginn og komu þar fram margar góðar ábendingar sem teknar...

Trúnaðarmenn fræðast

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á Grettisgötu 89. Um er að ræða fyrstu lotu trúnaðarmannanáms Félagsmálaskóla alþýðu þar sem er fjallað um þjóðfélagið, vinnumarkaðinn og trúnaðarmanninn - starf hans og stöðu. Námskeiðið...

Styrkir hækka um áramót

Styrktar- og sjúkrasjóður SFR tilkynnir eftirfarandi hækkanir sem taka gildi í sjóðnum frá og með 1. janúar 2018.

• Fæðingarstyrkur hækkaður úr 220.000 uppí 240.000
• Krabbameinsskoðun hækkar úr...

Samstarf félaganna rætt á stefnufundi

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. héldu sameiginlegan stefnufund á Grand hótel í gær. Alls komu þar saman rúmlega 120 manns sem eru virkir í trúnaðarmannastörfum fyrir félögin. Á fundinum kynnti Gylfi Dalmann dósent við...

Vel heppnað aðventukvöld

Aðventukvöld félaganna sem haldið var síðastliðinn fimmtudag tókst afar vel en um fimmtíu manns komu og hlýddu á upplestur og söng. Það voru þau Mikael Torfason, Kristín Steinsdóttir og Eiríkur...