Líf og fjör í Munaðarnesi

Ný leiktæki hafa verið sett upp á leiksvæðinu í Munaðarnesi. Þar eru nú bæði aparóla og trampólín fyrir börn á öllum aldri auk minigolfsins og fótboltavallarins sem fyrir voru. Þá hafa einnig verið ráðnir nýir rekstaraðilar að Þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi. Það eru þau Ólafur Haukur Ólafsson matreiðslumeistari og Elín Arna Arnarsdóttir Hannam, sem bæði eru alvön slíkum rekstri. Þau munu taka yfir þjónustuna við félögin sem eiga hús á svæðinu og í vetur munu þau einnig taka vel á móti stórum og smáum hópum í mat og ráðstefnuhald. Allar upplýsingar má fá hjá þeim Ólafi Hauki og Elínu Örnu í síma 776-8008 eða í netfangið munadarnes.resturant@gmail.com. Því má bæta við að opið er fyrir bókanir í orlofshús SFR fjóra mánuði fram í tímann eða fram til 2. janúar og nú í haust eru enn nokkrar helgar lausir í húsunum okkar í Munaðarnesinu.

Til baka

Ójöfnuður á Íslandi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands var aðalgestur á trúnaðarmannaráðsfundinum í gær. Hann fjallaði um þróun tekju - og eignaskiptingar á Íslandi frá millistríðárunum til samtímans. Fyrirlestur hans byggir...

Orlofshús um páska 2018

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 22. febrúar. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta. 

Sækja...

Morgunverðarfundir leggja land undir fót

Góð stemning og kröftugar umræður voru á morgunverðarfundi SFR um samstarf SFR og St.Rv. sem haldinn var á Akranesi í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem haldinn er utan Reykjavíkur en næstu vikurnar verða fundir á Egilsstöðum...

Gagn og gaman á námskeiði trúnaðarmanna


Trúnaðarmannanámskeiði - Lotu 1 lauk í vikunni. Þetta var seinna námskeið vetrarins í Lotu 1 sem Félagsmálaskóli Alþýðu heldur fyrir trúnaðarmenn SFR og St.Rv. Á vorönn verða tvö trúnaðarmannanámskeið Lota – 2. Það...