Líf og fjör í Munaðarnesi

Ný leiktæki hafa verið sett upp á leiksvæðinu í Munaðarnesi. Þar eru nú bæði aparóla og trampólín fyrir börn á öllum aldri auk minigolfsins og fótboltavallarins sem fyrir voru. Þá hafa einnig verið ráðnir nýir rekstaraðilar að Þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi. Það eru þau Ólafur Haukur Ólafsson matreiðslumeistari og Elín Arna Arnarsdóttir Hannam, sem bæði eru alvön slíkum rekstri. Þau munu taka yfir þjónustuna við félögin sem eiga hús á svæðinu og í vetur munu þau einnig taka vel á móti stórum og smáum hópum í mat og ráðstefnuhald. Allar upplýsingar má fá hjá þeim Ólafi Hauki og Elínu Örnu í síma 776-8008 eða í netfangið munadarnes.resturant@gmail.com. Því má bæta við að opið er fyrir bókanir í orlofshús SFR fjóra mánuði fram í tímann eða fram til 2. janúar og nú í haust eru enn nokkrar helgar lausir í húsunum okkar í Munaðarnesinu.

Til baka

Orlofsvefurinn kominn í spariklæðin

Eins og glöggir félagsmenn hafa tekið eftir hefur orlofsvefurinn okkar fengið nýtt útlit. Hann virkar á svipaðan hátt og áður svo allir ættu að geta vanist honum vel en hann er óneitanlega skýrari og auðveldara er að nálgast...

BSRB opnar kosningavef

BSRB opnaði í morgun nýjan kosningavef þar sem farið er yfir þau mál sem bandalagið telur að leggja verði höfuðáherslu á í komandi þingkosningum. Bandalagið skorar á þá flokka sem berjast nú um hylli landsmanna að gera...

Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um...

Orlofsvef lokað tímabundið

Orlofsvefur SFR verður lokaður eftir hádegi næstkomandi mánudag (2. okt.) milli kl. 13:00-15:00 vegna breytinga. Því verður ekki hægt að bóka hús eða leita upplýsingar þar á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Félagsráð fundar

Nýtt Félagsráð SFR fundaði í vikunni, en fundir ráðsins eru alla jafna tvisvar á ári, í september og í janúar. Í Félagsráði situr stjórn félagsins, formenn fagfélaga, sjóða  og deilda auk 20 annarra sem kosnir eru af...