Líf og fjör í Munaðarnesi

Ný leiktæki hafa verið sett upp á leiksvæðinu í Munaðarnesi. Þar eru nú bæði aparóla og trampólín fyrir börn á öllum aldri auk minigolfsins og fótboltavallarins sem fyrir voru. Þá hafa einnig verið ráðnir nýir rekstaraðilar að Þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi. Það eru þau Ólafur Haukur Ólafsson matreiðslumeistari og Elín Arna Arnarsdóttir Hannam, sem bæði eru alvön slíkum rekstri. Þau munu taka yfir þjónustuna við félögin sem eiga hús á svæðinu og í vetur munu þau einnig taka vel á móti stórum og smáum hópum í mat og ráðstefnuhald. Allar upplýsingar má fá hjá þeim Ólafi Hauki og Elínu Örnu í síma 776-8008 eða í netfangið munadarnes.resturant@gmail.com. Því má bæta við að opið er fyrir bókanir í orlofshús SFR fjóra mánuði fram í tímann eða fram til 2. janúar og nú í haust eru enn nokkrar helgar lausir í húsunum okkar í Munaðarnesinu.

Til baka

Allt um samstarf og sameiningu SFR og St.Rv.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. sem fram fer í nóvember. Þá verða haldnir fjölmargir vinnustaðafundir víða um land á næstu vikum auk opinna félagsfunda á...

Spánn vinsæll

Húsið sem SFR keypti á Spáni fyrr á árinu hefur fengið afar góðar viðtökur og hefur verið nánast fullbókað síðan það var opnað. Nú hefur SFR einnig fest kaup á fjögurra herbergja pent house íbúð í fjölbýlishúsi á vinsælu...

Nóg að gera hjá trúnaðarmönnum

Fjölmennt var á fyrsta trúnaðarmannafundi vetrarins en þar kynnti Tómas Bjarnason frá Gallup niðurstöður nýrrar launakönnunar fyrir trúnaðarmönnum. Laun SFR félaga hafa hækkað um 9% á milli ára að meðaltali. Þá sýna...

Lífeyrir og verkfallsaðgerðir á norrænum vettvangi

Fulltrúar SFR sitja nú fund NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnin eru annars vegar kjarasamningsmódel landanna og hins vegar lífeyriskerfin. Í kynningum á lífeyriskerfum landanna...

Námskeið á Vestfjörðum

SFR hefur  náð samkomulagi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem er á þá leið að félagsmenn SFR geta sótt eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni, sér að kostnaðarlausu. Þetta er gert til þess að koma til móts við félagsmenn...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)