Félagsráð fundar

Nýtt Félagsráð SFR fundaði í vikunni, en fundir ráðsins eru alla jafna tvisvar á ári, í september og í janúar. Í Félagsráði situr stjórn félagsins, formenn fagfélaga, sjóða  og deilda auk 20 annarra sem kosnir eru af trúnaðarmannaráði. Hlutverk Félagsráðs er meðal annars að vinna að stefnumótun fyrir félagið, annars undirbúning aðalfundar og kjósa í fastanefndir.

Á fundinum fjallaði Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB um stöðu efnahagsmála og kynnti helstu hagtölur, Árni Stefán formaður flutti skýrslu um starfsemi SFR á árinu og greindi meðal annars frá stöðu mála í umræðum um launaskriðstryggingu og stofnanasamninga og fleira. Þórarinn Eyfjörð kynnti fjárhagstöðu félagsins og  sagði einnig frá undirbúningi afar spennandi tilraunaverkefnis sem snýr að því að koma á laggirnar fagháskóla fyrir SFR félaga.  Þá var kosið í fastanefndir félagsins.

 

Nefndir SFR 2017-2020

Menningar- og skemmtinefnd
Egill Kristján Björnsson, Fangelsismálastofnun
Halldóra Þ. Ólafsdóttir, Bændasamtökin
Salvör Jónsdóttir, Reykjavíkurborg
Garðar Svansson, Fangelsismálastofnun, fulltrúi stjórnar
Margrét Högnadóttir, RSK

Ritnefnd
Svanhildur Steinarsdóttir, Menntamálastofnun
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali, fulltrúi stjórnar
Vésteinn Valgarðsson, Landspítali
Jón Ingi Jónsson, Fangelsismálastofnun
Guðni Kristjánsson, Íbúðalánasjóður

Jafnréttisnefnd
Ína Halldóra Jónasdóttir, Sjúkratryggingar
Louisa Fatkova, Landspítali
Berglind Njálsdóttir, tollstjóri, fulltrúi stjórnar
Pétur Ásbjörnsson, Landspítali
Guðjón Bjarki Sverrisson, Hafnarfjarðarbær

Fræðslunefnd
Þórey Einarsdóttir, Sjálfsbjörg, fulltrúi stjórnar
Elísabet Erlendsdóttir, Mannvirkjastofnun
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, SÁÁ
Sigrún Kristjánsdóttir, ÁTVR
Baldur Vignir Karlsson, Landspítali

Laganefnd
Viðar Axelsson, Landhelgisgæslan
Ólafur Hallgrímsson, Listaháskólinn
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali

Til baka

Ójöfnuður á Íslandi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands var aðalgestur á trúnaðarmannaráðsfundinum í gær. Hann fjallaði um þróun tekju - og eignaskiptingar á Íslandi frá millistríðárunum til samtímans. Fyrirlestur hans byggir...

Orlofshús um páska 2018

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 22. febrúar. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta. 

Sækja...

Morgunverðarfundir leggja land undir fót

Góð stemning og kröftugar umræður voru á morgunverðarfundi SFR um samstarf SFR og St.Rv. sem haldinn var á Akranesi í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem haldinn er utan Reykjavíkur en næstu vikurnar verða fundir á Egilsstöðum...

Gagn og gaman á námskeiði trúnaðarmanna


Trúnaðarmannanámskeiði - Lotu 1 lauk í vikunni. Þetta var seinna námskeið vetrarins í Lotu 1 sem Félagsmálaskóli Alþýðu heldur fyrir trúnaðarmenn SFR og St.Rv. Á vorönn verða tvö trúnaðarmannanámskeið Lota – 2. Það...