Félagsráð fundar

Nýtt Félagsráð SFR fundaði í vikunni, en fundir ráðsins eru alla jafna tvisvar á ári, í september og í janúar. Í Félagsráði situr stjórn félagsins, formenn fagfélaga, sjóða  og deilda auk 20 annarra sem kosnir eru af trúnaðarmannaráði. Hlutverk Félagsráðs er meðal annars að vinna að stefnumótun fyrir félagið, annars undirbúning aðalfundar og kjósa í fastanefndir.

Á fundinum fjallaði Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB um stöðu efnahagsmála og kynnti helstu hagtölur, Árni Stefán formaður flutti skýrslu um starfsemi SFR á árinu og greindi meðal annars frá stöðu mála í umræðum um launaskriðstryggingu og stofnanasamninga og fleira. Þórarinn Eyfjörð kynnti fjárhagstöðu félagsins og  sagði einnig frá undirbúningi afar spennandi tilraunaverkefnis sem snýr að því að koma á laggirnar fagháskóla fyrir SFR félaga.  Þá var kosið í fastanefndir félagsins.

 

Nefndir SFR 2017-2020

Menningar- og skemmtinefnd
Egill Kristján Björnsson, Fangelsismálastofnun
Halldóra Þ. Ólafsdóttir, Bændasamtökin
Salvör Jónsdóttir, Reykjavíkurborg
Garðar Svansson, Fangelsismálastofnun, fulltrúi stjórnar
Margrét Högnadóttir, RSK

Ritnefnd
Svanhildur Steinarsdóttir, Menntamálastofnun
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali, fulltrúi stjórnar
Vésteinn Valgarðsson, Landspítali
Jón Ingi Jónsson, Fangelsismálastofnun
Guðni Kristjánsson, Íbúðalánasjóður

Jafnréttisnefnd
Ína Halldóra Jónasdóttir, Sjúkratryggingar
Louisa Fatkova, Landspítali
Berglind Njálsdóttir, tollstjóri, fulltrúi stjórnar
Pétur Ásbjörnsson, Landspítali
Guðjón Bjarki Sverrisson, Hafnarfjarðarbær

Fræðslunefnd
Þórey Einarsdóttir, Sjálfsbjörg, fulltrúi stjórnar
Elísabet Erlendsdóttir, Mannvirkjastofnun
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, SÁÁ
Sigrún Kristjánsdóttir, ÁTVR
Baldur Vignir Karlsson, Landspítali

Laganefnd
Viðar Axelsson, Landhelgisgæslan
Ólafur Hallgrímsson, Listaháskólinn
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali

Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.