Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um 8%.

Kynbundinn launamunur mælist nú 13% samkvæmt könnuninni en það er sá munur sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun, vaktaálagi og atvinnugrein. Lægstur hefur kynbundinn launamunur mælst árið 2013 en þá var hann 7%. Hann hefur því smátt og smátt verið að aukast aftur undanfarin ár eftir að hafa minnkað í kjölfar efnahagshrunsins. Heildarlaun karla eru hærri en kvenna í öllum starfsstéttum og líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla. Munur á heildarlaunum karla og fullvinnandi kvenna er nú rúm 20% og er það álíka munur og undanfarin sex ár og sambærilegur þeim sem Hagstofan mældi árið 2015

Ítarlegar niðurstöður launakannana félaganna má finna í Blaði stéttarfélaganna og hér á vef SFR.

Til baka

Þorrablót Lífeyrisdeildar


Árlegt þorrablót líeyrisdeildar SFR var haldið á laugardaginn. Það mátti ekki miklu muna,að þorrinn væri liðinn, en blótinu var frestað um viku vegna veðurs og því haldið á síðasta degi Þorra.
Það var góð stemning...

Launaþróunartrygging afgreidd í fyrsta sinn


Laun félagsmanna SFR hjá ríki og sjálfseignarstofnunum hækka um 1,3%
Laun félagsmanna SFR hjá ríki og sjálfseignarstofnunum verða hækkuð um 1,3% að meðaltali frá og með 1. janúar 2017, til að bæta...

Ójöfnuður á Íslandi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands var aðalgestur á trúnaðarmannaráðsfundinum í gær. Hann fjallaði um þróun tekju - og eignaskiptingar á Íslandi frá millistríðárunum til samtímans. Fyrirlestur hans byggir...

Orlofshús um páska 2018

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 22. febrúar. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta. 

Sækja...