Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um 8%.

Kynbundinn launamunur mælist nú 13% samkvæmt könnuninni en það er sá munur sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun, vaktaálagi og atvinnugrein. Lægstur hefur kynbundinn launamunur mælst árið 2013 en þá var hann 7%. Hann hefur því smátt og smátt verið að aukast aftur undanfarin ár eftir að hafa minnkað í kjölfar efnahagshrunsins. Heildarlaun karla eru hærri en kvenna í öllum starfsstéttum og líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla. Munur á heildarlaunum karla og fullvinnandi kvenna er nú rúm 20% og er það álíka munur og undanfarin sex ár og sambærilegur þeim sem Hagstofan mældi árið 2015

Ítarlegar niðurstöður launakannana félaganna má finna í Blaði stéttarfélaganna og hér á vef SFR.

Til baka

Orlofsvefurinn kominn í spariklæðin

Eins og glöggir félagsmenn hafa tekið eftir hefur orlofsvefurinn okkar fengið nýtt útlit. Hann virkar á svipaðan hátt og áður svo allir ættu að geta vanist honum vel en hann er óneitanlega skýrari og auðveldara er að nálgast...

BSRB opnar kosningavef

BSRB opnaði í morgun nýjan kosningavef þar sem farið er yfir þau mál sem bandalagið telur að leggja verði höfuðáherslu á í komandi þingkosningum. Bandalagið skorar á þá flokka sem berjast nú um hylli landsmanna að gera...

Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um...

Orlofsvef lokað tímabundið

Orlofsvefur SFR verður lokaður eftir hádegi næstkomandi mánudag (2. okt.) milli kl. 13:00-15:00 vegna breytinga. Því verður ekki hægt að bóka hús eða leita upplýsingar þar á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Félagsráð fundar

Nýtt Félagsráð SFR fundaði í vikunni, en fundir ráðsins eru alla jafna tvisvar á ári, í september og í janúar. Í Félagsráði situr stjórn félagsins, formenn fagfélaga, sjóða  og deilda auk 20 annarra sem kosnir eru af...