Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um 8%.

Kynbundinn launamunur mælist nú 13% samkvæmt könnuninni en það er sá munur sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun, vaktaálagi og atvinnugrein. Lægstur hefur kynbundinn launamunur mælst árið 2013 en þá var hann 7%. Hann hefur því smátt og smátt verið að aukast aftur undanfarin ár eftir að hafa minnkað í kjölfar efnahagshrunsins. Heildarlaun karla eru hærri en kvenna í öllum starfsstéttum og líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla. Munur á heildarlaunum karla og fullvinnandi kvenna er nú rúm 20% og er það álíka munur og undanfarin sex ár og sambærilegur þeim sem Hagstofan mældi árið 2015

Ítarlegar niðurstöður launakannana félaganna má finna í Blaði stéttarfélaganna og hér á vef SFR.

Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.