Kynbundinn launamunur eykst en launabilið milli opinberra og almennra starfsmanna minnkar

Þrátt fyrir áralanga baráttu hefur kynbundinn launamunur aukist hjá félagsmönnum SFR sem starfa hjá ríki og sjálfseignarstofnunum. Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) sýna að hann er nú 13% hjá félögum í SFR þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem áhrif hafa á laun (vinnutíma, vaktavinnu, mannaforráða o.fl.) Lægstur var kynbundinn launamunur árið 2013 eða 7% og hafði þá lækkað nokkuð hratt frá hruni. Nú hefur hann hins vegar aukist aftur og mælist nú 13% og er orðinn sambærilegur því sem var fyrir hrun.

Kynbundinn launamunur hjá félögum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hefur hins vegar lækkað jafnt og þétt síðast liðin ár. Hann er reiknaður á sama hátt í báðum könunum og hefur farið frá því að vera tæp 9% árið 2013 niður í það að vera nú í sögulegu lágmarki eða 4% á félagið alls en þegar félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru teknir út þá mælist kynbundinn launamunur þar 1.3% .

Mikill munur er á aukagreiðslum og hlunnindum milli kynja, en meiri hjá SFR en St.Rv. Mun fleiri karlar en konur fá slíkar greiðslur. Þessar niðurstöður sýna okkur svart á hvítu að ástæður fyrir kynbundnum launamun má finna að stórum hluta í launasetningu innan stofnananna sjálfra. Munurinn virðist fyrst og fremst verða til á borði stjórnenda og kemur meðal annars fram í hærri aukagreiðslum til karla en kvenna.

Launamunur opinbera og almenna markaðarins minnkar
Samanburður launa við önnur félög er afar mikilvægur þáttur í niðurstöðum könnunarinnar, en VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gera samskonar könnun hjá sínum félagsmönnum. Þær niðurstöður hjálpa okkur meðal annars að bera saman launaþróun á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. VR félagar hafa alltaf mælst með hærri laun en félagar á opinberum markaði þau ár sem félögin hafa gert slíkar kannanir. Munurinn hefur minnkað örlítið milli ára og eru VR félagar nú með 14% hærri laun en SFR félagar en 16% hærri en St.Rv. félagar, þegar tekið hefur verið tillit þeirra þátta sem áhrif hafa á laun. Það er sannarlega ánægjulegt að sjá bilið minnka örlítið enda hafa félögin lagt ofuráherslu á að útrýma launamuninum milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Það er hins vegar augljóst að betur má ef duga skal. Við þurfum að taka þessar niðurstöður með okkur inn í umræður um launamun milli atvinnumarkaða og leiðréttingu hans, 14-16% launamunur milli opinbera og almenna atvinnumarkaðarins er einfaldlega óásættanlegur.

Til baka

Ójöfnuður á Íslandi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands var aðalgestur á trúnaðarmannaráðsfundinum í gær. Hann fjallaði um þróun tekju - og eignaskiptingar á Íslandi frá millistríðárunum til samtímans. Fyrirlestur hans byggir...

Orlofshús um páska 2018

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 22. febrúar. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta. 

Sækja...

Morgunverðarfundir leggja land undir fót

Góð stemning og kröftugar umræður voru á morgunverðarfundi SFR um samstarf SFR og St.Rv. sem haldinn var á Akranesi í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem haldinn er utan Reykjavíkur en næstu vikurnar verða fundir á Egilsstöðum...

Gagn og gaman á námskeiði trúnaðarmanna


Trúnaðarmannanámskeiði - Lotu 1 lauk í vikunni. Þetta var seinna námskeið vetrarins í Lotu 1 sem Félagsmálaskóli Alþýðu heldur fyrir trúnaðarmenn SFR og St.Rv. Á vorönn verða tvö trúnaðarmannanámskeið Lota – 2. Það...