Barátta opinberra starfsmanna á alheimsvísu

Umræðuefnin á Alheimsþingi PSI (Public service International) sem fram fer nú í vikunni í Genf eru fjölmörg. Yfirskrift þingsins er People over Profit. Á þinginu eru helstu stefnu- og baráttumál PSI á heimsvísu. Málefnin eru fjölmörg og meðal annars þess sem er rætt um einkavæðingin sem virðist tröllríða öllum opinberum stofnunum hvar sem er í heiminum, barátta einstakra þjóða svo sem barátta Filippseyinga fyrir viðurkenningu á réttindum starfsmanna, barátta japanskra slökkviliðsmanna til að stofna stéttarfélög í skugga kjarnorkugeilsunar og jarðskjálfa, öryggi heilbrigðisstarfsmanna hvort heldur sem er á vesturlöndum eða í miðjum ebólu-faraldri í Líberíu og baráttan gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem er umfangsmikil og á alheimsvísu. Þá er einnig fjallað um mannréttindi, umhverfismál, innflytjendur og mikilvægt framlag þeirra til vinnumarkaðarins, flóttafólk og mögulega fjölgun þeirra í framtíðinni, nýjar áskoranir, framtíðarvinnumarkaðinn, tæknibreytingar og fjölmargt fleira.

Þingið sitja fulltrúar stéttarfélaga og bandalaga innan PSI sem telur 150 aðildarlönd. Fulltrúar Íslendinga frá BSRB og aðildarfélögum þess eru Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags, Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Birna Ólafsdóttir frá SLFÍ, auk Þórarins Eyfjörð og Sólveigar Jónasdóttir frá SFR.
Alheimsþingið er haldið á fimm ára fresti og þar er framkvæmdáætlanir næstu ára ákvarðaðar og litið bæði til fortíðar og framtíðar. Ályktanir þingsins eru fjölmargar og taka oft mikinn tíma í vinnslu þegar svo margar þjóðir koma að borðinu, en í þeim birtist m.a. sameiginlegur skilningur okkar á stefnu PSI og framkvæmd hennar.

Guy Ryder forseti ILO var gestur á þinginu og tók meðal annars þátt í umræðum um framtíðarvinnumarkaðinn. Þar bað hann fólk að varast að týnast í tölum og útreikningum um fjölda nýrra starfa í vangaveltum sínum um framtíðarvinnumarkaðinn. Við þyrftum þess í stað að einbeita okkar að kröfunni um lýðræði framtíðarinnar, tryggja félagslega virkni og leysa úr verkefnum mikilla fólksflutninga. Rosa Pavanelli forseti PSI og fleiri töluðu á svipuðum nótumí. Í framtíðinni yrði valdið fólgið í þekkingu á tækninni og það þyrfti að tryggja að það vald væri í réttum höndum. Við megum ekki taka breytingum framtíðarinnar sem fórnarlömb heldur sem þátttakendur og höfundar. Framtíðin er okkar að móta.Til baka

Spánn - páskaúthlutun

SFR á nú tvær eignir á Spáni. Önnur þeirra 4ra herbergja raðhús í Quesada sem hefur verið í útleigu síðan í sumar og hin er Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina sem kemur í útleigu fljótlega.

Hægt er að sækja um...

Sungið dátt á jólaballi SFR og St.Rv.

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi SFR og St.Rv. í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera...

Minningarorð um góðan félaga

Í dag er borin til grafar góður félagi og vinkona okkar SFR félaga. Hrafnhildur Hauksdóttir var afar virk í félagsstarfi stéttarfélagsins um árabil. Hún var trúnaðarmaður á sínum vinnustað, sat í samninganefnd, Félagsráði og í...

Takk sjálfboðaliðar!

Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Það er því við hæfi að þakka öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem halda starfi félagsins á lofti. Verkalýðshreyfingin er byggð upp af sjálfboðaliðum og öflugt starf hennar enn...

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

Atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun munu fá greidda desemberuppbót. Gert er ráð fyrir því að óskert desemberuppbót verði 81 þúsund krónur .Atvinnuleitendur með börn á framfæri munu auk þess fá sérstaka uppbót fyrir hvert...

Skattatilfærsla eða krónutöluhækkun?

Kjararáðstefna trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv. var haldin í gær á Grand hótel. Þar komu saman rúmlega 100 manns og unnu afar gagnlega vinnu til undirbúnings kröfugerðum félaganna. Samningar félaganna eru flestir lausir...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)