Barátta opinberra starfsmanna á alheimsvísu

Umræðuefnin á Alheimsþingi PSI (Public service International) sem fram fer nú í vikunni í Genf eru fjölmörg. Yfirskrift þingsins er People over Profit. Á þinginu eru helstu stefnu- og baráttumál PSI á heimsvísu. Málefnin eru fjölmörg og meðal annars þess sem er rætt um einkavæðingin sem virðist tröllríða öllum opinberum stofnunum hvar sem er í heiminum, barátta einstakra þjóða svo sem barátta Filippseyinga fyrir viðurkenningu á réttindum starfsmanna, barátta japanskra slökkviliðsmanna til að stofna stéttarfélög í skugga kjarnorkugeilsunar og jarðskjálfa, öryggi heilbrigðisstarfsmanna hvort heldur sem er á vesturlöndum eða í miðjum ebólu-faraldri í Líberíu og baráttan gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem er umfangsmikil og á alheimsvísu. Þá er einnig fjallað um mannréttindi, umhverfismál, innflytjendur og mikilvægt framlag þeirra til vinnumarkaðarins, flóttafólk og mögulega fjölgun þeirra í framtíðinni, nýjar áskoranir, framtíðarvinnumarkaðinn, tæknibreytingar og fjölmargt fleira.

Þingið sitja fulltrúar stéttarfélaga og bandalaga innan PSI sem telur 150 aðildarlönd. Fulltrúar Íslendinga frá BSRB og aðildarfélögum þess eru Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags, Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Birna Ólafsdóttir frá SLFÍ, auk Þórarins Eyfjörð og Sólveigar Jónasdóttir frá SFR.
Alheimsþingið er haldið á fimm ára fresti og þar er framkvæmdáætlanir næstu ára ákvarðaðar og litið bæði til fortíðar og framtíðar. Ályktanir þingsins eru fjölmargar og taka oft mikinn tíma í vinnslu þegar svo margar þjóðir koma að borðinu, en í þeim birtist m.a. sameiginlegur skilningur okkar á stefnu PSI og framkvæmd hennar.

Guy Ryder forseti ILO var gestur á þinginu og tók meðal annars þátt í umræðum um framtíðarvinnumarkaðinn. Þar bað hann fólk að varast að týnast í tölum og útreikningum um fjölda nýrra starfa í vangaveltum sínum um framtíðarvinnumarkaðinn. Við þyrftum þess í stað að einbeita okkar að kröfunni um lýðræði framtíðarinnar, tryggja félagslega virkni og leysa úr verkefnum mikilla fólksflutninga. Rosa Pavanelli forseti PSI og fleiri töluðu á svipuðum nótumí. Í framtíðinni yrði valdið fólgið í þekkingu á tækninni og það þyrfti að tryggja að það vald væri í réttum höndum. Við megum ekki taka breytingum framtíðarinnar sem fórnarlömb heldur sem þátttakendur og höfundar. Framtíðin er okkar að móta.Til baka

Þekkirðu góðar íbúðir eða sumarhús?

SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir íbúðum eða sumarhúsum á Siglufirði, Ísafirði og Höfn í Hornafirði eða nágrenni til framleigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2018. Einungis fullfrágengið húsnæði í góðu...

Miðar á jólaball - sala hefst 15. nóvember

Við byrjum að selja miða á jólaball SFR og St.Rv. á morgun, miðvikudaginn 15. nóvember. Miðarnir eru seldir á skrifstofu félaganna Grettisgötu 89, 4. hæð og kostar hver miði 700 kr. Jólaballið verður síðan haldið...

Starfsdagur - skrifstofan opin

Starfsfólk og stjórn SFR sitja nú á starfsdögum í dag og fram að hádegi á morgun, þriðjudag. Skrifstofan er þó opin með lágmarksþjónustu og svarað verður í síma. Starfsfólk mun hins vegar ekki geta sinnt stærri erindum fyrr...

Desemberuppbót 2017

Um desemberuppbót er samið í kjarasamningum. Hún er föst krónutala en getur verið mishá eftir samningum. Desemberuppbót ber að greiða út eigi síðar en 15. desember.

Starfsmaður sem er í starfi fyrstu viku...

Barátta opinberra starfsmanna á alheimsvísu

Umræðuefnin á Alheimsþingi PSI (Public service International) sem fram fer nú í vikunni í Genf eru fjölmörg. Yfirskrift þingsins er People over Profit. Á þinginu eru helstu stefnu- og baráttumál PSI á heimsvísu...

Fjölbreytt námframboð hjá Starfsmennt

Félagsmenn hafa aðgang að fjölbreyttu framboð af námskeiðum hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt sér að kostnaðarlausu. Á næstunni hefjast meðal annars námskeiðin Verkáætlanir, Vellíðan og velgengni í starfi, Hlutverk...