Draumastarfið fyrir þig eða einhverja nálægt þér?

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir að ráða til starfa umsjónarmann orlofshúsa félagsins í Grímsnesi. Í starfinu, sem er hlutastarf, felst umsjón með 8 orlofshúsum og svæðinu í kring. Inn í því telst eftirlit með þrifum, létt viðhald, grassláttur á svæðinu o.fl. Æskilegt er að viðkomandi búi á Suðurlandi og hafi bíl til umráða og geta hafið störf í byrjun janúar á næsta ári.
Umsókn ásamt ferilskrá þarf að berast fyrir 1. janúar til SFR-stéttarfélags, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík eða á netfangið dora@sfr.is


Til baka

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Ný stjórn SLRB

Ný stjórn Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) var kjörin á þingi sambandsins í gær. Afar góð mæting var á þingið og var fullt út úr dyrum í sal BSRB við Grettisgötu.  Elín Brimdís Einarsdóttir, frá LSFR sem hefur...

Niðurstöður launakönnunar

Launakönnun SFR lítur nú dagsins ljós tólfta árið í röð. Könnunin var unnin af Gallup í febrúar og mars 2018 og var gerð með líkum hætti og síðustu ár og sýna niðurstöður hennar m.a. að grunnlaun SFR félaga í fullu starfi...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)