Draumastarfið fyrir þig eða einhverja nálægt þér?

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir að ráða til starfa umsjónarmann orlofshúsa félagsins í Grímsnesi. Í starfinu, sem er hlutastarf, felst umsjón með 8 orlofshúsum og svæðinu í kring. Inn í því telst eftirlit með þrifum, létt viðhald, grassláttur á svæðinu o.fl. Æskilegt er að viðkomandi búi á Suðurlandi og hafi bíl til umráða og geta hafið störf í byrjun janúar á næsta ári.
Umsókn ásamt ferilskrá þarf að berast fyrir 1. janúar til SFR-stéttarfélags, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík eða á netfangið dora@sfr.is


Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)