Konur gegn kúgun 8.mars í Tjarnarbíói

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er 8.mars. SFR er í samstarfi við Menningar - og friðarsamtökin MFÍK, BSRB, Kvennathvarfið, Kennarasambandið og fleiri félagasamtök sem halda sameiginlegan baráttufund undir yfirskriftinni KONUR GEGN KÚGUN. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói 8. Mars kl. 17.00.

MFÍK eru aðildarfélag Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna hafa minnst dagsins frá stofnun samtakanna árið 1951. Í gegnum árin hafa fjölmargir landskunnir einstaklingar komið fram á samkomum MFÍK á þessum degi. Í ár er engin breyting þar á og margar þjóðþekktar konur munu stíga á svið í Tjarnarbíói. Fundurinn er opinn öllum og búast má við skeleggri umfjöllun um hitamál dagsins - baráttuna gegn kúgun og ofbeldi gagnvart konum

 

Til baka

Jólafundur trúnaðarmanna

Afar fjölmennur og skemmtilegur jólafundur trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv var haldinn í dag á Grand hótel. Þar var meðal annars greint frá stöðu mála í vinnunni við sameiningu félaganna. Þann 27. janúar verða haldnir...

Vantar þig dagbók?

Dagbækurnar okkar vinsælu eru að koma úr prentun næstu daga, en félögin gefa nú út sameiginlega dagbók. Hana er hægt að fá á skrifstofum félaganna en þeir sem vilja fá hana senda geta óskað eftir því

Spánn - páskaúthlutun

SFR á nú tvær eignir á Spáni. Önnur þeirra 4ra herbergja raðhús í Quesada sem hefur verið í útleigu síðan í sumar og hin er Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina sem kemur í útleigu fljótlega.

Hægt er að sækja um...

Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar...

Sungið dátt á jólaballi SFR og St.Rv.

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi SFR og St.Rv. í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)