Konur gegn kúgun 8.mars í Tjarnarbíói

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er 8.mars. SFR er í samstarfi við Menningar - og friðarsamtökin MFÍK, BSRB, Kvennathvarfið, Kennarasambandið og fleiri félagasamtök sem halda sameiginlegan baráttufund undir yfirskriftinni KONUR GEGN KÚGUN. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói 8. Mars kl. 17.00.

MFÍK eru aðildarfélag Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna hafa minnst dagsins frá stofnun samtakanna árið 1951. Í gegnum árin hafa fjölmargir landskunnir einstaklingar komið fram á samkomum MFÍK á þessum degi. Í ár er engin breyting þar á og margar þjóðþekktar konur munu stíga á svið í Tjarnarbíói. Fundurinn er opinn öllum og búast má við skeleggri umfjöllun um hitamál dagsins - baráttuna gegn kúgun og ofbeldi gagnvart konum

 

Til baka

Met mæting á páskabingóið 😊

Það var bókstaflega setið á hverjum stól á páskabingói SFR og St.Rv. á laugardaginn. Þegar búið var að sækja alla stólana í mötuneytið vantaði enn stóla, eins og sést á einni myndinni. Krakkarnir voru ótrúlega stillt og einbeitt...

Könnunin þín - ekki sleppa því að svara!

Nú stendur yfir könnun SFR um stofnun ársins og launakönnun, en hún hefur verið send út til allra félaga SFR rafrænt í tölvupósti og eru þeir hvattir til að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar gefa okkur...

Páskabingó

Hið árlega páskabingó SFR og St.Rv. verður haldið laugardaginn 17. mars kl. 14.00 á Grettisgötu 89. Vinningarnir eru veglegir að vanda og nóg verður af spjöldum.

Hvert spjald kostar 500 krónur og verður að greiðast með...

SFR og St.Rv. styrkja meistaranema

Í gær, 6. mars, undirrituðu Árni Stefán Jónsson formaður SFR, Garðar Hilmarsson formaður St.Rv. og Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands undir samning þess efnis að veita einum meistaranema...

Skattframtal 2018 - frádráttur á móti styrkjum frá SFR

Nú er búið að opna fyrir skil á skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2017 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar.

Styrkir úr starfsmenntunarsjóði og styrktar-...