SFR og St.Rv. styrkja meistaranema

Í gær, 6. mars, undirrituðu Árni Stefán Jónsson formaður SFR, Garðar Hilmarsson formaður St.Rv. og Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands undir samning þess efnis að veita einum meistaranema styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni Stofnun ársins, þar á meðal eru mannauðsstjórnun, samskipti á vinnustað og vinnuréttur. Styrkupphæð er kr. 750.000,- sem dreifist á þrjá mánuði. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsækjandi sé búinn með a.m.k. 30 ECTS-einingar í meistaranámi.

Árlega standa SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu og St.Rv., Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, fyrir vali á Stofnun ársins. Eitt af markmiðum með vali á Stofnun ársins er að koma af stað umræðu um og bæta starfskjör og starfsskilyrði félagsmanna SFR og St.Rv., ásamt því að láta félagsmönnum í té upplýsingar um starfsumhverfi stofnana svo þeir geti borið stöðu sína saman við stöðu mála á sambærilegum vinnustöðum. Könnunin gefur mjög góða mynd af starfsumhverfi og starfsaðstæðum starfsmanna hjá hinu opinbera.

Skipuð hefur verið sérstök nefnd sem mun velja einn meistaranema úr hópi umsækjenda. Nefndina skipa þau Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri SFR, Guðmundur Freyr Sveinsson sérfræðingur á kjarasviði St.Rv. og Ásta Dís Óladóttir lektor við viðskiptafræðideild HÍ.

Umsóknarfrestur er til 9. apríl 2018. Tilkynnt verður um hver hlýtur styrkinn á málþingi um mannauðsmál hjá hinu opinbera þann 9. maí en þann dag er einnig tilkynnt um hver hlýtur titilinn Stofnun ársins 2018. Í umsókninni þarf að koma fram ítarleg greinargerð um rannsóknarviðfangsefni og rannsóknarspurningu.

Við yfirferð umsóknar er horft til notagildis rannsóknarinnar, hvert fræðilegt og hagnýtt gildi hennar er og hvernig hún getur nýst í þá veru að bæta starfsumhverfi þeirra starfsmanna sem eru félagsmenn í SFR og St.Rv.

Til baka

Allt um samstarf og sameiningu SFR og St.Rv.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. sem fram fer í nóvember. Þá verða haldnir fjölmargir vinnustaðafundir víða um land á næstu vikum auk opinna félagsfunda á...

Spánn vinsæll

Húsið sem SFR keypti á Spáni fyrr á árinu hefur fengið afar góðar viðtökur og hefur verið nánast fullbókað síðan það var opnað. Nú hefur SFR einnig fest kaup á fjögurra herbergja pent house íbúð í fjölbýlishúsi á vinsælu...

Nóg að gera hjá trúnaðarmönnum

Fjölmennt var á fyrsta trúnaðarmannafundi vetrarins en þar kynnti Tómas Bjarnason frá Gallup niðurstöður nýrrar launakönnunar fyrir trúnaðarmönnum. Laun SFR félaga hafa hækkað um 9% á milli ára að meðaltali. Þá sýna...

Lífeyrir og verkfallsaðgerðir á norrænum vettvangi

Fulltrúar SFR sitja nú fund NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnin eru annars vegar kjarasamningsmódel landanna og hins vegar lífeyriskerfin. Í kynningum á lífeyriskerfum landanna...

Námskeið á Vestfjörðum

SFR hefur  náð samkomulagi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem er á þá leið að félagsmenn SFR geta sótt eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni, sér að kostnaðarlausu. Þetta er gert til þess að koma til móts við félagsmenn...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)