Ályktað á aðalfundi

Það voru skýrar og harðorðaðar ályktanir samþykktar á aðalfundi SFR í gær. Fjórar ályktanir voru samþykktar einum rómi sem sjá má í heild sinni á vef SFR hér

Almannatryggingakerfið
Almannaþjónustan á að gegna lykilhlutverki í uppbyggingu velferðarsamfélagsins.. Markmið þess er að tryggja félagslegt og efnahagslegt öryggisnet allra. Tryggja þarf fjármagn til að standa undir því hlutverki.
Allt tekjutengingarkerfi almannatryggingakerfisins á að afnema. Það er ólíðandi ósiður stjórnvalda að tengja saman tekjur og sparnað landsmanna þannig að ævilangur sparnaður verður í sumum tilfellum verðlaus eða verðlítill.

Kjaramál
Á síðustu mánuðum hefur almennt launafólk þurft að þola fréttir af hreint ótrúlegum launahækkunum til forstjóra fyrirtækja og embættismanna sem heyra undir Kjararáð. Aðalfundur SFR fordæmir þá takmarkalausu græðgi sem birtist í launagreiðslum til stjórnenda og stjórna fyrirtækja, sem almenningur á í að stórum hluta gegnum lífeyrissjóði sína.
Almenningur á Íslandi á lífeyrissjóðina!
Nú er tímabært að spyrna við fæti og setja lífeyrissjóðum landsins strangari reglur sem þeir verða að starfa eftir. Í þeim reglum verður meðal annars að setja skilyrði um launastefnu fyrirtækja og tengingu hennar við launaþróun hjá almenningi.

Aðgerðir gegn áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði
Aðalfundur SFR krefst þess að atvinnurekendur sjái til þess að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustöðum séu í lagi. Það er mikilvægt að bregðast við og stórefla aðgerðir til að vinna gegn áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með faglegum hætti. Í því verki verður að leggja ríka áherslu á samstarf við starfsfólk.
Um leið og aðalfundur SFR 2018 beinir því til ríkis, sveitarfélaga og annarra atvinnurekenda að bæta aðbúnað, hollustuhætti og vinnustaðamenningu, beinir aðalfundur því til stjórnar félagsins að fylgja þessari ályktun eftir, bæði í starfi félagsins og með því að standa að fræðsluverkefni og umbótaátaki í samstarfi við önnur stéttarfélög eftir atvikum og/eða Vinnueftirlit ríkisins.

Stytting vinnuvikunnar
Kjarasamningar verða að tryggja gott samspil fjölskyldu- og atvinnulífs. Aðalfundur SFR 2018 leggur því áherslu á, að unnið verði að styttri og sveigjanlegri vinnuviku.
Í kjarasamningi við ríkið 2015 var samið um að fara af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Nú er komin nokkur reynsla á verkefnið og allir vísar benda til þess að stytting vinnuvikunnar skili ánægðara og frískara starfsfólki og kalli ekki á aukinn kostnað atvinnurekenda.
Aðalfundur SFR 2018 ályktar því að nú sé kominn tími fyrir næsta skref í þessu þjóðþrifamáli og leggur áherslu á að í næstu kjarasamningum verði samið um almenna styttingu vinnuvikunnar og sérstaka styttingu á vinnuviku vaktavinnufólks, án tekjuskerðingar.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)