Orlofshús í sumar – 8. apríl rennur út frestur til að sækja um

Félagsmenn geta sótt um orlofshús í sumar til og með 8. apríl. Einnig geta þeir sótt um orlofsávísun sem er að andvirði 30.000 kr. og gildir fyrir orlofstilboð innanlands sumarið 2018. Umsóknir um orlofshús og orlofsávísanir fara í gegnum Mínar síður SFR. Þegar
innskráningu er lokið skal velja Orlofsvef SFR og þar skal velja umsókn og merkja við á listanum það sem félagsmaður óskar eftir, hvort sem um ræðir hús eða ávísun.

Vakin er athygli á því að dagleiguhúsin verða sett á orlofsvefinn 2. maí, þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

Sjá nánar um framboðið í Orlofsblaði SFR 2018.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)