Orlofshús í sumar – 8. apríl rennur út frestur til að sækja um

Félagsmenn geta sótt um orlofshús í sumar til og með 8. apríl. Einnig geta þeir sótt um orlofsávísun sem er að andvirði 30.000 kr. og gildir fyrir orlofstilboð innanlands sumarið 2018. Umsóknir um orlofshús og orlofsávísanir fara í gegnum Mínar síður SFR. Þegar
innskráningu er lokið skal velja Orlofsvef SFR og þar skal velja umsókn og merkja við á listanum það sem félagsmaður óskar eftir, hvort sem um ræðir hús eða ávísun.

Vakin er athygli á því að dagleiguhúsin verða sett á orlofsvefinn 2. maí, þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

Sjá nánar um framboðið í Orlofsblaði SFR 2018.

Til baka

Trúnaðarmenn á kafi í launaútreikningum

Í dag var að ljúka annarri lotu í trúnaðarmannanámi Félagsmálaskóla alþýðu en í þeirri lotu er námsefnið tileinkað samskiptum á vinnustað, túlkun kjarasamninga, hagfræði, lestri launaseðla og launaútreikningum. Þetta var síðasta...

Ný stjórn Lífeyrisdeildar SFR

Aðalfundur Lífeyrisdeildar SFR var haldinn í gær miðvikudag 4.apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður og fjórir nýjir félagar tóku sæti í stjórn. Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin formaður en þess má geta að hún var...

Met mæting á páskabingóið 😊

Það var bókstaflega setið á hverjum stól á páskabingói SFR og St.Rv. á laugardaginn. Þegar búið var að sækja alla stólana í mötuneytið vantaði enn stóla, eins og sést á einni myndinni. Krakkarnir voru ótrúlega stillt og einbeitt...

Könnunin þín - ekki sleppa því að svara!

Nú stendur yfir könnun SFR um stofnun ársins og launakönnun, en hún hefur verið send út til allra félaga SFR rafrænt í tölvupósti og eru þeir hvattir til að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar gefa okkur...