Ný stjórn Lífeyrisdeildar SFR

Aðalfundur Lífeyrisdeildar SFR var haldinn í gær miðvikudag 4.apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður og fjórir nýjir félagar tóku sæti í stjórn. Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin formaður en þess má geta að hún var varaformaður SFR á árunum 1996-2002 og þekkir því vel til félagsins og kjarabaráttunnar síðustu áratugi.
Nýja stjórn skipa þau Sölvi Arnarson, Ólafur Loftsson, Lena Hákonardóttir og Sigurður Helgi Helgason sem koma ný inn í stjórnina. Þau Jan Agnar Ingimundarson og Guðrún María Hjálmsdóttir halda áfram í stjórn frá fyrra kjörtímabili. Eyjólfur Magnússon og Sigurður Skúlason voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.
Bryndís Theodórsdóttir varaformaður SFR ávarpaði fundinn og flutti áhugavert erindi um breytta tíma og síbreytilegt samfélag okkar og að lokum var samþykkt ályktun sem skorar á stjórnvöld að afnema tekjutengingar og forgangsraða byggingu hjúkrunarheimila.

Ályktunina má finna í heild sinni hér.

 

Á myndina vantar Ólaf Loftsson og Lenu Hákonardóttur.

 

Til baka

Trúnaðarmenn á kafi í launaútreikningum

Í dag var að ljúka annarri lotu í trúnaðarmannanámi Félagsmálaskóla alþýðu en í þeirri lotu er námsefnið tileinkað samskiptum á vinnustað, túlkun kjarasamninga, hagfræði, lestri launaseðla og launaútreikningum. Þetta var síðasta...

Ný stjórn Lífeyrisdeildar SFR

Aðalfundur Lífeyrisdeildar SFR var haldinn í gær miðvikudag 4.apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður og fjórir nýjir félagar tóku sæti í stjórn. Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin formaður en þess má geta að hún var...

Met mæting á páskabingóið 😊

Það var bókstaflega setið á hverjum stól á páskabingói SFR og St.Rv. á laugardaginn. Þegar búið var að sækja alla stólana í mötuneytið vantaði enn stóla, eins og sést á einni myndinni. Krakkarnir voru ótrúlega stillt og einbeitt...

Könnunin þín - ekki sleppa því að svara!

Nú stendur yfir könnun SFR um stofnun ársins og launakönnun, en hún hefur verið send út til allra félaga SFR rafrænt í tölvupósti og eru þeir hvattir til að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar gefa okkur...