Ný stjórn Lífeyrisdeildar SFR

Aðalfundur Lífeyrisdeildar SFR var haldinn í gær miðvikudag 4.apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður og fjórir nýjir félagar tóku sæti í stjórn. Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin formaður en þess má geta að hún var varaformaður SFR á árunum 1996-2002 og þekkir því vel til félagsins og kjarabaráttunnar síðustu áratugi.
Nýja stjórn skipa þau Sölvi Arnarson, Ólafur Loftsson, Lena Hákonardóttir og Sigurður Helgi Helgason sem koma ný inn í stjórnina. Þau Jan Agnar Ingimundarson og Guðrún María Hjálmsdóttir halda áfram í stjórn frá fyrra kjörtímabili. Eyjólfur Magnússon og Sigurður Skúlason voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.
Bryndís Theodórsdóttir varaformaður SFR ávarpaði fundinn og flutti áhugavert erindi um breytta tíma og síbreytilegt samfélag okkar og að lokum var samþykkt ályktun sem skorar á stjórnvöld að afnema tekjutengingar og forgangsraða byggingu hjúkrunarheimila.

Ályktunina má finna í heild sinni hér.

 

Á myndina vantar Ólaf Loftsson og Lenu Hákonardóttur.

 

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)