1.maí - Sterkari saman!

Veðrið endurspeglaði fjölbreytileika lífsins í dag 1.maí á alþjóðlegum baráttudegi launafólks. Gríðarlega góð stemming var í kröfugöngunni og enginn lét það á sig fá þó að snjókorn og sólargeislar hafi tekist á um að fá á að fylgja göngufólki niður á Ingólfstorg. Það var vel tekið undir með kröftugum ræðum þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns BHM sem hvöttu til samstöðu okkar allra í því verkefni að bæta kjörin og skapa saman það samfélag sem við viljum hafa.

Sólin náði yfirhöndinni þegar hljómsveitin Síðan skein sól steig á svið og Heimilistónar lögðu áherslu á nauðsyn þess að taka til í samfélagi okkar með Kúst og fæjó. Í lok fundar sungu allir saman við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og lúðrasveitarinnar Svanur, baráttusöngva hins vinnandi manns, Maístjörnuna og Internasjónalinn.

Að loknum fundi  var fjölmennt í kaffi og kræsingar Kvennakórs Reykjavíkur í BSRB húsinu við Grettisgötu.

 

Til baka

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Rétt í þessu var tilkynnt um nýjan formann BSRB en tveir frambjóðendur gáfu kost á sér í embætti formanns BSRB. Þetta voru þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir núverandi lögfræðingur bandalagsins og Vésteinn Valgarðsson...

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)