1.maí - Sterkari saman!

Veðrið endurspeglaði fjölbreytileika lífsins í dag 1.maí á alþjóðlegum baráttudegi launafólks. Gríðarlega góð stemming var í kröfugöngunni og enginn lét það á sig fá þó að snjókorn og sólargeislar hafi tekist á um að fá á að fylgja göngufólki niður á Ingólfstorg. Það var vel tekið undir með kröftugum ræðum þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns BHM sem hvöttu til samstöðu okkar allra í því verkefni að bæta kjörin og skapa saman það samfélag sem við viljum hafa.

Sólin náði yfirhöndinni þegar hljómsveitin Síðan skein sól steig á svið og Heimilistónar lögðu áherslu á nauðsyn þess að taka til í samfélagi okkar með Kúst og fæjó. Í lok fundar sungu allir saman við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og lúðrasveitarinnar Svanur, baráttusöngva hins vinnandi manns, Maístjörnuna og Internasjónalinn.

Að loknum fundi  var fjölmennt í kaffi og kræsingar Kvennakórs Reykjavíkur í BSRB húsinu við Grettisgötu.

 

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)