1.maí - Sterkari saman!

Veðrið endurspeglaði fjölbreytileika lífsins í dag 1.maí á alþjóðlegum baráttudegi launafólks. Gríðarlega góð stemming var í kröfugöngunni og enginn lét það á sig fá þó að snjókorn og sólargeislar hafi tekist á um að fá á að fylgja göngufólki niður á Ingólfstorg. Það var vel tekið undir með kröftugum ræðum þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns BHM sem hvöttu til samstöðu okkar allra í því verkefni að bæta kjörin og skapa saman það samfélag sem við viljum hafa.

Sólin náði yfirhöndinni þegar hljómsveitin Síðan skein sól steig á svið og Heimilistónar lögðu áherslu á nauðsyn þess að taka til í samfélagi okkar með Kúst og fæjó. Í lok fundar sungu allir saman við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og lúðrasveitarinnar Svanur, baráttusöngva hins vinnandi manns, Maístjörnuna og Internasjónalinn.

Að loknum fundi  var fjölmennt í kaffi og kræsingar Kvennakórs Reykjavíkur í BSRB húsinu við Grettisgötu.

 

Til baka

Fundaröð um samstarf og hugmyndir um sameiningu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur SFR haldið fjölda morgunverðafunda um land allt auk tveggja opinna félagsfunda í Reykjavík og lauk þeirri fundaröð í gær með síðari opna félagsfundinum í Reykjavík. Umræðuefnið á öllum fundunum...

Leiguíbúðir Bjargs - opið fyrir skráningu

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem...

Opinn félagsfundur SFR félaga

SFR félagar, minnum á opna félagsfund þriðjudaginn kl. 17.30 á Grettisgötunni. Fjallað verður um hugmyndir að sameiningu félagsins og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Mætum og tökum þátt í að móta...

Mannauðsstyrkur félaganna

Eva Sigrún Guðjónsdóttir meistaranemi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands hlaut styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni um val á Stofnun ársins. Í ritgerðinni...

Stofnanir ársins eru ....

Sigurvegarnir kvöldins eru Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Þessar stofnanir hlutu titilinn Stofnun ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica rétt í þessu. Fjölbrautaskóli Norðurlands...

Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera...