Stofnun ársins - vinningshafar í happdrættiÁ hverju ári eru dregnir út vinningar fyrir heppna þátttakendur í könnuninni um “Stofnun ársins”.
Að þessu sinni voru sjö vinningar dregnir út og þeir heppnu hlutu glæsilega vinninga.
Þau Jóna Sigþórsdóttir, Valgerður Guðundsdóttir og Böðvar Björnsson fengu gjafabréf frá Icelandair að andvirði 60.000.- krónur hvert.
Þær Laufey Viðarsdóttir og Linda Reimarsdóttir eiga skemmtilega daga í vændum á Airwaves í haust og Guðrún Pálsdóttir og Friðjón Bjarnason unnu helgardvöl í einhverju af hinum glæsilegu orlofshúsum SFR.

Vinningarnir eru hvatning til félagsmanna að taka þátt í könnuninni “Stofnun ársins”sem veitir dýrmæta innsýn í líðan starfsmanna á vinnustað og er stjórnendum stofnana hvatning að huga vel að mannauði sínum.

Við óskum heppnum félögum innilega til hamingju og vonum að þeir njóti vinninganna vel.

Til baka

Fundaröð um samstarf og hugmyndir um sameiningu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur SFR haldið fjölda morgunverðafunda um land allt auk tveggja opinna félagsfunda í Reykjavík og lauk þeirri fundaröð í gær með síðari opna félagsfundinum í Reykjavík. Umræðuefnið á öllum fundunum...

Leiguíbúðir Bjargs - opið fyrir skráningu

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem...

Opinn félagsfundur SFR félaga

SFR félagar, minnum á opna félagsfund þriðjudaginn kl. 17.30 á Grettisgötunni. Fjallað verður um hugmyndir að sameiningu félagsins og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Mætum og tökum þátt í að móta...

Mannauðsstyrkur félaganna

Eva Sigrún Guðjónsdóttir meistaranemi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands hlaut styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni um val á Stofnun ársins. Í ritgerðinni...

Stofnanir ársins eru ....

Sigurvegarnir kvöldins eru Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Þessar stofnanir hlutu titilinn Stofnun ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica rétt í þessu. Fjölbrautaskóli Norðurlands...

Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera...