Stofnun ársins - vinningshafar í happdrættiÁ hverju ári eru dregnir út vinningar fyrir heppna þátttakendur í könnuninni um “Stofnun ársins”.
Að þessu sinni voru sjö vinningar dregnir út og þeir heppnu hlutu glæsilega vinninga.
Þau Jóna Sigþórsdóttir, Valgerður Guðundsdóttir og Böðvar Björnsson fengu gjafabréf frá Icelandair að andvirði 60.000.- krónur hvert.
Þær Laufey Viðarsdóttir og Linda Reimarsdóttir eiga skemmtilega daga í vændum á Airwaves í haust og Guðrún Pálsdóttir og Friðjón Bjarnason unnu helgardvöl í einhverju af hinum glæsilegu orlofshúsum SFR.

Vinningarnir eru hvatning til félagsmanna að taka þátt í könnuninni “Stofnun ársins”sem veitir dýrmæta innsýn í líðan starfsmanna á vinnustað og er stjórnendum stofnana hvatning að huga vel að mannauði sínum.

Við óskum heppnum félögum innilega til hamingju og vonum að þeir njóti vinninganna vel.

Til baka

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Rétt í þessu var tilkynnt um nýjan formann BSRB en tveir frambjóðendur gáfu kost á sér í embætti formanns BSRB. Þetta voru þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir núverandi lögfræðingur bandalagsins og Vésteinn Valgarðsson...

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)