Stofnun ársins - vinningshafar í happdrættiÁ hverju ári eru dregnir út vinningar fyrir heppna þátttakendur í könnuninni um “Stofnun ársins”.
Að þessu sinni voru sjö vinningar dregnir út og þeir heppnu hlutu glæsilega vinninga.
Þau Jóna Sigþórsdóttir, Valgerður Guðundsdóttir og Böðvar Björnsson fengu gjafabréf frá Icelandair að andvirði 60.000.- krónur hvert.
Þær Laufey Viðarsdóttir og Linda Reimarsdóttir eiga skemmtilega daga í vændum á Airwaves í haust og Guðrún Pálsdóttir og Friðjón Bjarnason unnu helgardvöl í einhverju af hinum glæsilegu orlofshúsum SFR.

Vinningarnir eru hvatning til félagsmanna að taka þátt í könnuninni “Stofnun ársins”sem veitir dýrmæta innsýn í líðan starfsmanna á vinnustað og er stjórnendum stofnana hvatning að huga vel að mannauði sínum.

Við óskum heppnum félögum innilega til hamingju og vonum að þeir njóti vinninganna vel.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)