Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun? og þar héldu erindi þau Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar frístundamiðstöðvar, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsssviðs Landspítala og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mannauðsmál í tengslum við könnunina um Stofnun ársins. Þau hafa öll mikla reynslu af stjórnunarstörfum og því að nota kannanir sem stjórntæki starfsmönnum og stofnunum til góða. Í pallborðsumræðum slógust síðan í þeirra hóp þau Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar.

Þetta er í fyrsta sinn sem félögin efna til málþings af þessu tagi í tengslum við Stofnun ársins en ljóst er að það mun verða endurtekið ef marka má þann mikla áhuga og spennandi umræður á málþinginu í dag. Það er sannarlega þörf fyrir slíkan umræðuvettvang og við hlökkum til þess að hittast aftur að ári. Við munum fjalla nánar um málþingið en innan stundar verður tilkynnt um hvaða stofnanir munu hljóta titlana Stofnanir ársins, Hástökkvarar og Fyrirmyndarstofnanir.Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)