Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun? og þar héldu erindi þau Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar frístundamiðstöðvar, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsssviðs Landspítala og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mannauðsmál í tengslum við könnunina um Stofnun ársins. Þau hafa öll mikla reynslu af stjórnunarstörfum og því að nota kannanir sem stjórntæki starfsmönnum og stofnunum til góða. Í pallborðsumræðum slógust síðan í þeirra hóp þau Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar.

Þetta er í fyrsta sinn sem félögin efna til málþings af þessu tagi í tengslum við Stofnun ársins en ljóst er að það mun verða endurtekið ef marka má þann mikla áhuga og spennandi umræður á málþinginu í dag. Það er sannarlega þörf fyrir slíkan umræðuvettvang og við hlökkum til þess að hittast aftur að ári. Við munum fjalla nánar um málþingið en innan stundar verður tilkynnt um hvaða stofnanir munu hljóta titlana Stofnanir ársins, Hástökkvarar og Fyrirmyndarstofnanir.Til baka

Fundaröð um samstarf og hugmyndir um sameiningu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur SFR haldið fjölda morgunverðafunda um land allt auk tveggja opinna félagsfunda í Reykjavík og lauk þeirri fundaröð í gær með síðari opna félagsfundinum í Reykjavík. Umræðuefnið á öllum fundunum...

Leiguíbúðir Bjargs - opið fyrir skráningu

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem...

Opinn félagsfundur SFR félaga

SFR félagar, minnum á opna félagsfund þriðjudaginn kl. 17.30 á Grettisgötunni. Fjallað verður um hugmyndir að sameiningu félagsins og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Mætum og tökum þátt í að móta...

Mannauðsstyrkur félaganna

Eva Sigrún Guðjónsdóttir meistaranemi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands hlaut styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni um val á Stofnun ársins. Í ritgerðinni...

Stofnanir ársins eru ....

Sigurvegarnir kvöldins eru Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Þessar stofnanir hlutu titilinn Stofnun ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica rétt í þessu. Fjölbrautaskóli Norðurlands...

Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera...