Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun?

Það réttu allir stjórnendur upp hönd þegar Sirrý Arnardóttir spurði hverjir vildu sjá starfsmenn sína blómstra í starfi á málþingi SFR og St.Rv. í dag. Yfirskrift málþingsins var Hvað þarf til þess að vera fyrirmyndarstofnun? og þar héldu erindi þau Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar frístundamiðstöðvar, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsssviðs Landspítala og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mannauðsmál í tengslum við könnunina um Stofnun ársins. Þau hafa öll mikla reynslu af stjórnunarstörfum og því að nota kannanir sem stjórntæki starfsmönnum og stofnunum til góða. Í pallborðsumræðum slógust síðan í þeirra hóp þau Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar.

Þetta er í fyrsta sinn sem félögin efna til málþings af þessu tagi í tengslum við Stofnun ársins en ljóst er að það mun verða endurtekið ef marka má þann mikla áhuga og spennandi umræður á málþinginu í dag. Það er sannarlega þörf fyrir slíkan umræðuvettvang og við hlökkum til þess að hittast aftur að ári. Við munum fjalla nánar um málþingið en innan stundar verður tilkynnt um hvaða stofnanir munu hljóta titlana Stofnanir ársins, Hástökkvarar og Fyrirmyndarstofnanir.



Til baka

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Rétt í þessu var tilkynnt um nýjan formann BSRB en tveir frambjóðendur gáfu kost á sér í embætti formanns BSRB. Þetta voru þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir núverandi lögfræðingur bandalagsins og Vésteinn Valgarðsson...

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)