Fundaröð um samstarf og hugmyndir um sameiningu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur SFR haldið fjölda morgunverðafunda um land allt auk tveggja opinna félagsfunda í Reykjavík og lauk þeirri fundaröð í gær með síðari opna félagsfundinum í Reykjavík. Umræðuefnið á öllum fundunum hefur verið samstarf SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hugmyndir um sameiningu. Alls hafa um tæplega 500 félagsmenn SFR komið á fundina til þess að kynna sér málin og taka þátt í umræðum, auk trúnaðar- og stjórnarfólks. Meirihluti þeirra sem hafa sótt fundina eru jákvæðir gagnvart hugmyndum um sameiningu félaganna og þar hefur einnig komið fram fjöldinn allur af gagnlegum ábendingum sem starfsmenn og stjórn munu nýta sér í áframhaldandi starfi og munu skref byggja á þeim. Lokaákvörðun um samstarf eða sameiningu félaganna alltaf í höndum félagsmanna sjálfra og yrði sú ákvörðun tekin í kjölfar allsherjaratkvæðagreiðslu í báðum félögum.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)