Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Jónsmessuferð Lífeyrisdeildar SFR verður að þessu sinni ferð til Vestmannaeyja frá Landeyjarhöfn. Farið verður frá Grettisgötu 89 kl. 7 að morgni fimmtudagsins 21. júní og komið til baka um kl. 21:00. Í boði er hádegis- og kvöldverður auk skoðanaferða og kostar ferðin 6500 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 14. júní, en félagar í LSFR mega bjóða með sér gesti.

Jónsmessuferði til Vestmannaeyja
Fimmtudaginn 21. júní 2018
Lagt af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89.
Áætluð heimkoma er um kl. 21:00.


Verð: 6.500 kr. á mann.
Vinsamlega hafið seðla með, getum ekki tekið kort.

SKRÁNING HÉR


Síðasti dagur til að skrá sig í ferðina er 14. júní.
Félagsmönnum er velkomið að bjóða einum gesti með,
gestur getur þó einungis komið í fylgd félagsmanna.

Dagskrá
7:00 Lagt af stað frá Grettisgötu 89, stundvíslega kl. 7:00.
9:45 Herjólfur leggur af stað frá Landeyjarhöfn. Rúturnar koma með okkur til Eyja. Skoðunarferð um Heimaey, meðal annars verður farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Um hádegisbil skoðum við safnið í Eldheimum og fáum þar dýrindis súpu í hádegisverð. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.
16:00 Herjólfur fer til baka til lands og ekið að Bergþórshvoli og Njálsbrenna rifjuð upp.
17:00 Komið að Lava Center á Hvolsvelli, þar sem safnið verður skoðað og boðið verður upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar má meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára.

Heimkoma áætluð rétt um kl. 21:00.

Til baka

Opnar fyrir bókanir á nýju Spánarhúsi

Þann 01. ágúst kl. 9:00 verður opnað fyrir bókanir út febrúar 2019 í hús SFR á Spáni.
Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er staðsett í íbúðahverfi í austurhluta bæjarins Quesada. Það er á...

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)