Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Jónsmessuferð Lífeyrisdeildar SFR verður að þessu sinni ferð til Vestmannaeyja frá Landeyjarhöfn. Farið verður frá Grettisgötu 89 kl. 7 að morgni fimmtudagsins 21. júní og komið til baka um kl. 21:00. Í boði er hádegis- og kvöldverður auk skoðanaferða og kostar ferðin 6500 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 14. júní, en félagar í LSFR mega bjóða með sér gesti.

Jónsmessuferði til Vestmannaeyja
Fimmtudaginn 21. júní 2018
Lagt af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89.
Áætluð heimkoma er um kl. 21:00.


Verð: 6.500 kr. á mann.
Vinsamlega hafið seðla með, getum ekki tekið kort.

SKRÁNING HÉR


Síðasti dagur til að skrá sig í ferðina er 14. júní.
Félagsmönnum er velkomið að bjóða einum gesti með,
gestur getur þó einungis komið í fylgd félagsmanna.

Dagskrá
7:00 Lagt af stað frá Grettisgötu 89, stundvíslega kl. 7:00.
9:45 Herjólfur leggur af stað frá Landeyjarhöfn. Rúturnar koma með okkur til Eyja. Skoðunarferð um Heimaey, meðal annars verður farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Um hádegisbil skoðum við safnið í Eldheimum og fáum þar dýrindis súpu í hádegisverð. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.
16:00 Herjólfur fer til baka til lands og ekið að Bergþórshvoli og Njálsbrenna rifjuð upp.
17:00 Komið að Lava Center á Hvolsvelli, þar sem safnið verður skoðað og boðið verður upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar má meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára.

Heimkoma áætluð rétt um kl. 21:00.

Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.