Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Jónsmessuferð Lífeyrisdeildar SFR verður að þessu sinni ferð til Vestmannaeyja frá Landeyjarhöfn. Farið verður frá Grettisgötu 89 kl. 7 að morgni fimmtudagsins 21. júní og komið til baka um kl. 21:00. Í boði er hádegis- og kvöldverður auk skoðanaferða og kostar ferðin 6500 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 14. júní, en félagar í LSFR mega bjóða með sér gesti.

Jónsmessuferði til Vestmannaeyja
Fimmtudaginn 21. júní 2018
Lagt af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89.
Áætluð heimkoma er um kl. 21:00.


Verð: 6.500 kr. á mann.
Vinsamlega hafið seðla með, getum ekki tekið kort.

SKRÁNING HÉR


Síðasti dagur til að skrá sig í ferðina er 14. júní.
Félagsmönnum er velkomið að bjóða einum gesti með,
gestur getur þó einungis komið í fylgd félagsmanna.

Dagskrá
7:00 Lagt af stað frá Grettisgötu 89, stundvíslega kl. 7:00.
9:45 Herjólfur leggur af stað frá Landeyjarhöfn. Rúturnar koma með okkur til Eyja. Skoðunarferð um Heimaey, meðal annars verður farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Um hádegisbil skoðum við safnið í Eldheimum og fáum þar dýrindis súpu í hádegisverð. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.
16:00 Herjólfur fer til baka til lands og ekið að Bergþórshvoli og Njálsbrenna rifjuð upp.
17:00 Komið að Lava Center á Hvolsvelli, þar sem safnið verður skoðað og boðið verður upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar má meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára.

Heimkoma áætluð rétt um kl. 21:00.

Til baka

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Rétt í þessu var tilkynnt um nýjan formann BSRB en tveir frambjóðendur gáfu kost á sér í embætti formanns BSRB. Þetta voru þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir núverandi lögfræðingur bandalagsins og Vésteinn Valgarðsson...

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)