Hugmyndafundur fulltrúa og trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. hittust á sameiginlegum fundi á Grand hótel í gær og ræddu áfram hugmyndir um sameiningu félaganna. Lárus Ýmir Óskarsson stýrði hópavinnu þar sem ýmsir þættir mögulegrar sameiningar eru skoðaðir og gerð var tilraun til þess að rýna dýpra ofan í einstaka þætti. Fundurinn var afar vel sóttur og þótti takast mjög vel enda trúnaðarmenn og fulltrúar félaganna vinnusamir með eindemum. Næst á dagskránni er að safna saman öllum góðu hugmyndunum frá þessum fundi og fyrri fundum trúnaðarmanna auk ábendinga frá almennum félagsmönnum sem setið hafa fjölmarga morgunverðarfundi félaganna. Reiknað er með því að í haust fari af stað ítarleg kynning áður en blásið verður til allsherjar atkvæðagreiðslu næsta vetur. 


Til baka

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Rétt í þessu var tilkynnt um nýjan formann BSRB en tveir frambjóðendur gáfu kost á sér í embætti formanns BSRB. Þetta voru þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir núverandi lögfræðingur bandalagsins og Vésteinn Valgarðsson...

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)