Hugmyndafundur fulltrúa og trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. hittust á sameiginlegum fundi á Grand hótel í gær og ræddu áfram hugmyndir um sameiningu félaganna. Lárus Ýmir Óskarsson stýrði hópavinnu þar sem ýmsir þættir mögulegrar sameiningar eru skoðaðir og gerð var tilraun til þess að rýna dýpra ofan í einstaka þætti. Fundurinn var afar vel sóttur og þótti takast mjög vel enda trúnaðarmenn og fulltrúar félaganna vinnusamir með eindemum. Næst á dagskránni er að safna saman öllum góðu hugmyndunum frá þessum fundi og fyrri fundum trúnaðarmanna auk ábendinga frá almennum félagsmönnum sem setið hafa fjölmarga morgunverðarfundi félaganna. Reiknað er með því að í haust fari af stað ítarleg kynning áður en blásið verður til allsherjar atkvæðagreiðslu næsta vetur. 


Til baka

Opnar fyrir bókanir á nýju Spánarhúsi

Þann 01. ágúst kl. 9:00 verður opnað fyrir bókanir út febrúar 2019 í hús SFR á Spáni.
Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er staðsett í íbúðahverfi í austurhluta bæjarins Quesada. Það er á...

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)