Hugmyndafundur fulltrúa og trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. hittust á sameiginlegum fundi á Grand hótel í gær og ræddu áfram hugmyndir um sameiningu félaganna. Lárus Ýmir Óskarsson stýrði hópavinnu þar sem ýmsir þættir mögulegrar sameiningar eru skoðaðir og gerð var tilraun til þess að rýna dýpra ofan í einstaka þætti. Fundurinn var afar vel sóttur og þótti takast mjög vel enda trúnaðarmenn og fulltrúar félaganna vinnusamir með eindemum. Næst á dagskránni er að safna saman öllum góðu hugmyndunum frá þessum fundi og fyrri fundum trúnaðarmanna auk ábendinga frá almennum félagsmönnum sem setið hafa fjölmarga morgunverðarfundi félaganna. Reiknað er með því að í haust fari af stað ítarleg kynning áður en blásið verður til allsherjar atkvæðagreiðslu næsta vetur. 


Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.