Launahækkanir 1. júní

Frá og með 1. júní 2018 hækka laun félagsmanna SFR sem fá greidd laun samkvæmt kjarasamningum við ríki, Vinabæ, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Reykjavíkurborg um 3%. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga hækka um 2%. Það skal tekið fram að hækkanirnar koma ekki fram fyrr en 1. júlí fyrir þá sem eru eftir á greiddir. Hins vegar hækkaði launatafla Isavia og Fríhafnarinnar 1. maí um 3% og kemur sú hækkun til greiðslu núna.

Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.