Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða.

Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Þá telja stjórnendur almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Nánar má lesa um niðurstöðurnar vefsíðu BSRB.

Til baka

Eingreiðsla 1. febrúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á...

Rafræn skjöl - kvittanir

Frá og með deginum í dag (15. janúar) verða allar kvittanir fyrir greiddum styrkjum, launaseðlar fyrir sjúkradapeningum og fæðingarstyrkjum sendir í heimabanka félagsmanna undir rafræn skjöl. 

Drög að nýjum lögum rýnd

Laganefnd félaganna hefur að undanförnu unnið að því að setja saman ný lög sameinaðs félags, Áhugasömum trúnaðarmönnum og fulltrúum félaganna var boðið að taka þátt í sérstökum rýnihópi og í gær settist því tæplega 40 manna og...

Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins...

Rafræn og umhverfisvæn - Gott að vita

Gott að vita námskeiðin okkar hafa jafnan verið afar vinsæl. Þau verða í boði á vorönninni eins og vanalega en við munum ekki ná því að gefa út blað áður en þau hefjast. Þess vegna biðjum við félagsmenn um að fylgjast vel með á...

Styrkur fyrir sálfræðimeðferð - breyting

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR samþykkti á síðasta fundi sínum að breyta úthlutunarreglum fyrir sálfræðistyrk til samræmis við reglur Styrktarsjóðs BSRB. Í dag eru greiddar 5.000 krónur í allt að 15 skipti á ári. Þann 1...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)