Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta sem starfa hjá hinu opinbera. Viðræðurnar munu verða leiddar fjármála- og efnahagsráðherra. Upphaflegu þingsályktunartillagan gekk mun lengra hvað varðar aðgerðir gegn launamuninum en var breytt í meðförum þingsins. Í gær var þó samþykkt að byrja á því að greina laun stétta sem starfa hjá hinu opinbera, draga fram kynbundinn launamun og kanna möguleika á því að innleiða kynhlutlaust starfsmat. Það er von okkar að niðurstöður slíkrar greiningar gætu verið viðbót við þá vinnu sem stofnanir hafa lagt í með jafnlaunastaðalinn og geti opnað fyrir möguleikann á því að bera saman laun milli stofnana og stétta. Við fögnum að sjálfsögðu þessu fyrsta skrefi í áttinni að leiðréttingu launa kvennastétta og bíðum óþreyjufull næstu skrefa.

Til baka

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör...

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings...

Hafa vinnustaðir brugðist við #metoo?

BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda...

Þig vantar sól!

Það er brakandi blíða víða um land og laust í orlofshúsum SFR á Eiðum, Vaðnesi, Húsafelli, Drangsnesi, Hólmavík og Munaðarnesi - kíktu á orlofsvefinn gegnum Mínar síður.