Ætlar þú að skrá þig á biðlista eftir leiguíbúðum hjá Bjargi íbúðafélagi?

Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista eftir leiguíbúðum hjá Bjargi íbúðafélagi. Félagið mun leigja tekjulágum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB og ASÍ íbúðir í langtímaleigu á hagstæðu verði. Reiknað er með að fyrstu íbúðir félagsins verði tilbúnar um mitt næsta ár.

Skráning á sér eingöngu stað rafrænt á "mínar síður" heimasíðu Bjargs, ww.bjargibudafelag.is.

Bjarg hefur þegar hafið byggingu á íbúðum í Spönginni í Grafarvogi og í Úlfarsárdal þar sem samtals 238 íbúðir munu rísa. Áformað er að framkvæmdir við samtals 450 íbúðir hefjist á árinu og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Þegar hefur verið samið um að íbúðir rísi í Reykjavík, á Akureyri og á Akranesi, auk þess sem fleiri bæjarfélög hafa lýst áhuga á samstarfið við félagið.

Íbúðir Bjargs eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru á vinnumarkaði og hafa verið fullgildir félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eða ASÍ í að minnsta kosti 24 mánuði fyrir úthlutun.

Íbúðum verður úthlutað til þeirra sem skrá sig á biðlista og uppfylla skilyrði um tekjur í þeirri röð sem skráningar berast. Undantekning verður þó gerð í upphafi þannig að skráningum á biðlista sem berast fyrir 31. júlí fara í pott og verður raðað í númeraröð með úrdrætti.

Við hvetjum félaga okkar sem hafa hug á að sækja um íbúð hjá Bjargi til þess að nýta sér reiknivél á vef Bjargs og skila inn umsókn fyrir lok júlí til að eiga sem mestan möguleika á að fá úthlutað íbúð sem fyrst.

Prófaðu reiknivélina og sendu inn umsókn á vef Bjargs íbúðafélags, bjargibudafelag.is.

Til baka

Allt um samstarf og sameiningu SFR og St.Rv.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. sem fram fer í nóvember. Þá verða haldnir fjölmargir vinnustaðafundir víða um land á næstu vikum auk opinna félagsfunda á...

Spánn vinsæll

Húsið sem SFR keypti á Spáni fyrr á árinu hefur fengið afar góðar viðtökur og hefur verið nánast fullbókað síðan það var opnað. Nú hefur SFR einnig fest kaup á fjögurra herbergja pent house íbúð í fjölbýlishúsi á vinsælu...

Nóg að gera hjá trúnaðarmönnum

Fjölmennt var á fyrsta trúnaðarmannafundi vetrarins en þar kynnti Tómas Bjarnason frá Gallup niðurstöður nýrrar launakönnunar fyrir trúnaðarmönnum. Laun SFR félaga hafa hækkað um 9% á milli ára að meðaltali. Þá sýna...

Lífeyrir og verkfallsaðgerðir á norrænum vettvangi

Fulltrúar SFR sitja nú fund NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnin eru annars vegar kjarasamningsmódel landanna og hins vegar lífeyriskerfin. Í kynningum á lífeyriskerfum landanna...

Námskeið á Vestfjörðum

SFR hefur  náð samkomulagi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem er á þá leið að félagsmenn SFR geta sótt eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni, sér að kostnaðarlausu. Þetta er gert til þess að koma til móts við félagsmenn...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)