Ljósmyndasamkeppni - Ljósmynd er listaverk

Nú blásum við til ljósmyndasamkeppni meðal félagsmanna SFR og St.Rv. Í fyrri keppnum hafa félagar sýnt ótvíræða listræna hæfileika, samanber meðfylgjandi myndir, sem okkur finnst tími kominn til að við fáum að njóta á ný. 

Samkeppnin heitir að þessu sinni SUMAR Á FRÓNI og markmiðið er að festa óviðjafnanlega fegurð landsins okkar á sumarmánuðum á filmu. Myndin þarf að sýna íslenskt sumar á þann hátt að hún heilli dómnefndina upp úr skónum.

Keppnisflokkar eru tveir:

A) Fólk – ljósmyndir þar sem fólk nýtur sumars í öllum veðrabrigðum
B) Landið – ljósmyndir þar sem náttúran leikur aðalahlutverkið.

Valdar verða þrjár bestu myndirnar í hvorum flokki og veitt verðlaun fyrir þær. Í dómnefndinni sitja fi mm fulltrúar, tveir frá hvoru félagi auk fagaðila um ljósmyndir.
Dómnefnd mun ekki hafa aðgang að upplýsingum um höfund eða uppruna myndanna.

Félögin áskilja sér rétt til að nota allar myndir sem berast í útgáfu og kynningarefni.

Skilafrestur ljósmyndanna í keppnina er til 15. ágúst 2018.

Veglegir vinningar:

  1. Helgardvöl í orlofshúsi félaganna að eigin vali (utan úthlutunartíma). 
  2. Veiðikortið og útilegukortið. 
  3. Hótelmiðar á Íslandshótel/Fosshótel.

Ljósmyndum má skila hvort sem er rafrænt eða á pappír. Ljósmyndir á rafrænu formi skal senda á solveig@sfr.is en myndir á pappír skal senda í pósti til Blaðs stéttarfélaganna, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og merkja Blað stéttarfélaganna – ljósmyndasamkeppni.
Nánari upplýsingar veitir Sólveig Jónasdóttir í síma 525-8353, solveig@sfr.is.

Ljósmyndirnar sem fylgja fréttinni eru verðlaunmyndir úr ljósmyndakeppni sem haldin var sumarið 2011.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)