Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Lífeyrisdeild SFR fór í sína árlegu Jónsmessuferð fimmtudaginn 21. júní 2018. Lagt var af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89, enda þurfti að ná Herjólfi í tæka tíð úr Landeyjarhöfn. Fullt var í ferðina og voru þrjár rútur sem flutt fólkið á milli staða. Farið var í skoðunarferð um Heimaey, meðal annars var farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Þrátt fyrir rigningu og þoku á Stórhöfða ríkti gleði meðal ferðalanga. Um hádegisbil var safnið í Eldheimum skoðað og dýrindis fiskisúpa snædd. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.

Síðan var farið með Herjólfi kl. 16 til baka til lands og Lava Center á Hvolsvelli heimsótt. Þar var safnið skoðað og boðið upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar mátti meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og voru ferðalangar komnir í bæinn rétt um kl. 21.

Hér má nálgast myndir úr Jónsmessuferðinni.

Til baka

Allt um samstarf og sameiningu SFR og St.Rv.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. sem fram fer í nóvember. Þá verða haldnir fjölmargir vinnustaðafundir víða um land á næstu vikum auk opinna félagsfunda á...

Spánn vinsæll

Húsið sem SFR keypti á Spáni fyrr á árinu hefur fengið afar góðar viðtökur og hefur verið nánast fullbókað síðan það var opnað. Nú hefur SFR einnig fest kaup á fjögurra herbergja pent house íbúð í fjölbýlishúsi á vinsælu...

Nóg að gera hjá trúnaðarmönnum

Fjölmennt var á fyrsta trúnaðarmannafundi vetrarins en þar kynnti Tómas Bjarnason frá Gallup niðurstöður nýrrar launakönnunar fyrir trúnaðarmönnum. Laun SFR félaga hafa hækkað um 9% á milli ára að meðaltali. Þá sýna...

Lífeyrir og verkfallsaðgerðir á norrænum vettvangi

Fulltrúar SFR sitja nú fund NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnin eru annars vegar kjarasamningsmódel landanna og hins vegar lífeyriskerfin. Í kynningum á lífeyriskerfum landanna...

Námskeið á Vestfjörðum

SFR hefur  náð samkomulagi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem er á þá leið að félagsmenn SFR geta sótt eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni, sér að kostnaðarlausu. Þetta er gert til þess að koma til móts við félagsmenn...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)