Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Lífeyrisdeild SFR fór í sína árlegu Jónsmessuferð fimmtudaginn 21. júní 2018. Lagt var af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89, enda þurfti að ná Herjólfi í tæka tíð úr Landeyjarhöfn. Fullt var í ferðina og voru þrjár rútur sem flutt fólkið á milli staða. Farið var í skoðunarferð um Heimaey, meðal annars var farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Þrátt fyrir rigningu og þoku á Stórhöfða ríkti gleði meðal ferðalanga. Um hádegisbil var safnið í Eldheimum skoðað og dýrindis fiskisúpa snædd. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.

Síðan var farið með Herjólfi kl. 16 til baka til lands og Lava Center á Hvolsvelli heimsótt. Þar var safnið skoðað og boðið upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar mátti meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og voru ferðalangar komnir í bæinn rétt um kl. 21.

Hér má nálgast myndir úr Jónsmessuferðinni.

Til baka

Opið fyrir bókanir á Spáni

Opnað verður fyrir bókanir í nýtt hús SFR á Spáni mánudaginn 9. júlí kl. 9:00. Húsið verður þá hægt að bóka frá og með 15. júlí og fram til loka nóvember. Húsið er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og er...

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum...

Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Tvö ný orlofshús á Akureyri

Opnað verður fyrir umsóknir í ný orlofshús í Hálöndunum á Akureyri mánudaginn 2. júli kl. 9:00. Hægt verður að leigja húsin frá 9. júlí á Mínum síðum á www.sfr.is og verður opnað fyrir bókanir í öll orlofshúsin út...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)