Fast tekið á ólögmætum uppsögnum

Hæstiréttur kvað nýlega upp mikilvægan dóm í máli félagsmanns SFR gegn sveitarfélaginu Ölfusi, en hæstiréttur staðfesti þar niðurstöðu héraðsdóms um að brottvikning félagsmanns okkar úr starfi hafi verið ólögmæt.

Málsatvik eru þau að félagsmanninum var vikið úr starfi í kjölfar atviks á sambýli sem átti sér stað milli hans og íbúa sambýlisins. Atvikið átti sér stað þegar félagsmaðurinn beitti sér samkvæmt starfsreglum vinnustaðar, í ástandi sem kallaði á að starfsmenn næðu stjórn á aðstæðum. Aðilar deildu um lögmæti uppsagnarinnar og hvort félagsmaðurinn ætti rétt á skaða- og miskabótum vegna hennar.

Héraðsdómur hafði áður dæmt á þann veg að sveitarfélagið Ölfus hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að láta ekki fara fram fullnægjandi rannsókn á atvikinu og þeim ávirðingum sem bornar voru á félagsmanninn, áður en honum var vikið úr starfi. Af þeim sökum hefði uppsögnin verið ólögmæt. Hæstiréttur staðfesti þetta nú í vikunni og taldi einnig að félagsmaðurinn ætti rétt á skaðabótum frá sveitarfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar. Skaðabætur voru dæmdar 2 milljónir kr., miskabætur 500 þúsund og auk þess var sveitarfélaginu gert að geriða allan málskostnað upp á 2,5 milljónir kr.

Málið hefur verið í um tvö ár í dómskerfinu og er þetta mikilvæg niðurstaða fyrir félagsmenn þar sem hér er tekið með óyggjandi hætti á ólögmæti fyrirvaralausra uppsagna. Í mörgum þeim störfum sem félagsmenn SFR sinna geta komið upp vafaatriði sem kalla á faglega skoðun og því er mikilvægt að hæstiréttur gagnrýni í dómi sínum framtaksleysi sveitarfélagsins í málinu. SFR fagnar því þessari niðurstöðu.


Til baka

Aðventukvöld SFR og St.Rv.

SFR og St.Rv. halda sitt árlega aðventukvöld 22. nóvember að Grettisgötu 89. Við hefjum leikinn kl. 20:00 með upplestri úr nokkrum nýjum bókum úr jólabókaflóðinu. Það eru rithöfundarnir Einar Kárason, Þórdís Gísladóttir og Lilja...

Sameining að veruleika

Félagsmenn SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykktu sameiningu félaganna í allsherjar atkvæðagreiðslu sem lauk rétt í þessu, en meirihluti beggja félaga samþykkti...

Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 í dag

Nú fer hver að verða síðastur til að kjósa. Atkvæðagreiðslunni um sameiningu félaganna lýkur kl. 12 á hádegi í dag. Nú þegar hafa um 37% félagsmanna kosið svo við hvetjum alla þá sem enn eiga eftir að kjósa að fara

30% hafa kosið!

Nú á þriðja degi allsherjar atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. hafa tæplega 30% félagsmanna SFR þegar kosið og margir haft samband við skrifstofu félagsins til þess að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Það er frábær...

Góð þátttaka í allsherjar atkvæðagreiðslu

Nú á öðrum degi allsherjar atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. hafa um 20% félagsmanna SFR þegar kosið og margir haft samband við skrifstofu félagsins til þess að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Við hvetjum alla...

Atkvæðagreiðsla um sameiningu er hafin

Atkvæðagreiðsla um sameiningu SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er hafin og mun hún standa til hádegis á föstudag 9. nóvember. Til þess að kjósa þurfa félagsmenn að velja

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)