Lífeyrir og verkfallsaðgerðir á norrænum vettvangi

Fulltrúar SFR sitja nú fund NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnin eru annars vegar kjarasamningsmódel landanna og hins vegar lífeyriskerfin. Í kynningum á lífeyriskerfum landanna kom fram að þau eru um margt svipuð og byggja ýmist á tveimur eða þremur stoðum. Aldur við töku lífeyris er þó nokkuð mismunandi og einnig ávinnsla réttinda. Mismunur á milli atvinnumarkaða er einnig víða til umræðu og eru Norðmenn og Finnar komnir einna lengst til jöfnunar réttinda.

Þá fjallaði dr. Laust Högedahl um niðurstöður rannsóknar sinnar um samningamódel Norðurlanda (Ísland og Færeyjar voru ekki hluti rannsóknarinnar). Meðal þess sem hann skoðaði var hvernig og hversu mikið aðgerðum eins og verkföllum og vinnustöðvunum er beitt í löndunum. Hann rakti það hvernig samningsmódelin væru í raun arfur frá almenna markaðnum og hentuðu í raun betur þar en í samningsumhverfi opinbera markaðarins þar sem hið opinbera er bæði í hlutverki atvinnurekandans og löggjafans. Noregur og Svíþjóð hafa endurbætt sitt samningsmódel undanfarin ár og aðlagað nútímalegri aðstæðum betur en Danir að hans mati. Tölur um vinnudeilur sýna til dæmis að deilur og verkfallsaðgerðir eru mun algengari í Danmörku en í hinum löndunum. Það á bæði við um aðgerðir af hálfu vinnuveitanda og stéttarfélaganna, en eins og kunnugt er þá hafa atvinnurekendur í Danmörku (og reyndar víðar) þann rétt að grípa til verkbanns (Lockout) sem þýðir í raun að þeir geta lokað ákveðnum deildum eða vinnustöðum og sent starfsmenn heim. Danmörk er eina landið þar sem gripið hefur verið til verkbannsaðgerða síðustu áratugi. Það hefði verið forvitnilegt að skoða hvernig Ísland kæmi út í þessum samanburði ef rannsóknin hefði einnig náð til okkar, sérstaklega í ljósi umræðna síðastliðinna ára um nýtt samningsmódel þar sem gjarnan er litið til norðurlandanna sem fyrirmyndar.


Fulltrúar SFR á fundinum voru eru Árni Stefán Jónsson formaður, Bryndís Theodórsdóttir varaformaður, Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri og Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi.


Til baka

Mikil gleði á páskabingói

Skemmtilegt og fjölmennt páskaeggjabingó Sameykis fór fram um helgina á Grettisgötu 89. Þar komu saman um 100 manns, börn og fullorðnir sem skemmtu sér saman og spiluðu bingó og fjölmargir fóru heim með páskaegg af öllum stærðum...

Stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis

Afar fjölmennur stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn 11. apríl síðastliðinn, en á fundinn komu rúmlega 80 manns. Þar voru lögð fram drög að starfsreglum deildarinnar til samþykktar. Kosin var 7 manna...

Háskóladeild Sameykis stofnuð

Háskóladeild Sameykis var stofnuð 4. Apríl með pompi og prakt. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur deildarinnar sem verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar til að þær taki gildi...

Kjarasamningar

Sameyki hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við viðsemjendur sína, en flestir samningar voru lausir 31. mars síðastliðinn. Samninganefndir okkar hafa fundað með fulltrúum ríkis, Reykjavíkurborgar, Sambandi íslenskra...

Ályktanir Sameykis

Framhaldsaðalfundur Sameykis sem haldinn var þann 28. mars síðastliðinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:


Skattkerfið og ójöfnuður
Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)