Nóg að gera hjá trúnaðarmönnum

Fjölmennt var á fyrsta trúnaðarmannafundi vetrarins en þar kynnti Tómas Bjarnason frá Gallup niðurstöður nýrrar launakönnunar fyrir trúnaðarmönnum. Laun SFR félaga hafa hækkað um 9% á milli ára að meðaltali. Þá sýna niðurstöðurnar einnig að kynbundinn launamunur hefur lækkað örlítið, þó lækkunin sé reyndar það lítil að hún teljist innan vikmarka. Það þykja tíðindi að aldrei hefur mælst meiri ánægja með laun og nú, en um þriðjungur segist vera ánægður með launin sín og bilið milli þess sem fólk telur sanngjörn laun og raunlauna er að minnka hægt og rólega. Ítarlegar niðurstöður verða birtar í Blaði stéttarfélaganna og hér á vefnum í næstu viku.

Árni Stefán formaður SFR kynnti fyrir trúnaðarmönnum næstu skref í vinnuna fyrir atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv., en atkvæðagreiðslan mun fara fram á tímabilinu frá kl. 12 á hádegi þann 6. nóvember til 12 á hádegi þann 9. nóvember. Í undirbúningi eru fjölmargir kynningarfundir úti á vinnustöðum sem og opinn félagsfundur. Allt kapp verður lagt í að kynna málin sem best fyrir félagsmönnum og munu allir fá sérstaka kynningarbækling sendan heim með upplýsingum. Auk þess sem næstu daga verður opnaður kynningarvefur um atkvæðagreiðsluna þar sem safnað verður saman öllu því efni sem getur fært félagsmenn nær svarinu um það hvað felst í sameiningu.

Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri kynnti fræðslumöguleika trúnaðarmanna og hvatti alla til þess að vekja upp forvitnina í sér og sækja sér fræðslu í vetur, enda fyrirséð að kröfur framtíðarvinnumarkaðarins um færni verða aðrar en þær eru í dag.

Að lokum ræddi Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri stöðuna í kjarasamningum, en nokkrir samningar við ohf-félögin verða lausir nú í árslok og allflestir samningar SFR verða síðan lausir í mars á næsta ári, en félagið gerir alls 13 kjarasamninga. Það er því ljóst að trúnaðarmenn sem margir sitja í samstarfs- og samninganefndum og aðrir sem starfa fyrir félagið munu hafa nóg fyrir stafni á næstu mánuðum.

Til baka

Mikil gleði á páskabingói

Skemmtilegt og fjölmennt páskaeggjabingó Sameykis fór fram um helgina á Grettisgötu 89. Þar komu saman um 100 manns, börn og fullorðnir sem skemmtu sér saman og spiluðu bingó og fjölmargir fóru heim með páskaegg af öllum stærðum...

Stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis

Afar fjölmennur stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn 11. apríl síðastliðinn, en á fundinn komu rúmlega 80 manns. Þar voru lögð fram drög að starfsreglum deildarinnar til samþykktar. Kosin var 7 manna...

Háskóladeild Sameykis stofnuð

Háskóladeild Sameykis var stofnuð 4. Apríl með pompi og prakt. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur deildarinnar sem verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar til að þær taki gildi...

Kjarasamningar

Sameyki hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við viðsemjendur sína, en flestir samningar voru lausir 31. mars síðastliðinn. Samninganefndir okkar hafa fundað með fulltrúum ríkis, Reykjavíkurborgar, Sambandi íslenskra...

Ályktanir Sameykis

Framhaldsaðalfundur Sameykis sem haldinn var þann 28. mars síðastliðinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:


Skattkerfið og ójöfnuður
Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)