Trúnaðarmenn funda

Trúnaðarmannaráðsfundur SFR stendur nú yfir en þar er meðal annars rætt um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar um sameiningu félaganna og næstu skref. Árni Stefán Jónsson sagði  frá því að verið væri að vinna að því að búa til lagaramma utan um sameinað félag. Það væru mörg handtökin og þó við vildum helst sjá þetta gerast fyrir kjarasamningana í lok mars þá þyrfti ferlið að taka sinn tíma. Vonast er til þess að hægt verði að halda stofnfund nýs félags í janúar á næsta ári. Fljótlega verður farið af stað með samkeppni um nafn á félagið og mun samkeppnin verða auglýst sérstaklega og óskað eftir þátttöku félagsmanna. Þá var greint frá því að til stendur að halda sameiginlega kjararáðstefnu þann 28. nóvember næstkomandi og munu trúnaðarmenn verða boðaðir þangað. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB greindi frá áherslum bandalagsins í takt við nýja stefnu að loknu vel heppnuðu þingi.

Að lokum fjallaði Þórarinn Eyfjörð um stofnanasamninga og trúnaðarmenn mátu vinnuna sem framfór í samstarfsnefndunum í síðustu samningum. Þetta er afar mikilvægur þáttur vegna kjarasamningana framundan enda trúnaðarmenn og forysta félagsins öll að hefja undirbúning fyrir næstu samninga.

 

Til baka

Jólafundur trúnaðarmanna

Afar fjölmennur og skemmtilegur jólafundur trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv var haldinn í dag á Grand hótel. Þar var meðal annars greint frá stöðu mála í vinnunni við sameiningu félaganna. Þann 27. janúar verða haldnir...

Vantar þig dagbók?

Dagbækurnar okkar vinsælu eru að koma úr prentun næstu daga, en félögin gefa nú út sameiginlega dagbók. Hana er hægt að fá á skrifstofum félaganna en þeir sem vilja fá hana senda geta óskað eftir því

Spánn - páskaúthlutun

SFR á nú tvær eignir á Spáni. Önnur þeirra 4ra herbergja raðhús í Quesada sem hefur verið í útleigu síðan í sumar og hin er Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina sem kemur í útleigu fljótlega.

Hægt er að sækja um...

Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar...

Sungið dátt á jólaballi SFR og St.Rv.

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi SFR og St.Rv. í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)