Trúnaðarmenn funda

Trúnaðarmannaráðsfundur SFR stendur nú yfir en þar er meðal annars rætt um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar um sameiningu félaganna og næstu skref. Árni Stefán Jónsson sagði  frá því að verið væri að vinna að því að búa til lagaramma utan um sameinað félag. Það væru mörg handtökin og þó við vildum helst sjá þetta gerast fyrir kjarasamningana í lok mars þá þyrfti ferlið að taka sinn tíma. Vonast er til þess að hægt verði að halda stofnfund nýs félags í janúar á næsta ári. Fljótlega verður farið af stað með samkeppni um nafn á félagið og mun samkeppnin verða auglýst sérstaklega og óskað eftir þátttöku félagsmanna. Þá var greint frá því að til stendur að halda sameiginlega kjararáðstefnu þann 28. nóvember næstkomandi og munu trúnaðarmenn verða boðaðir þangað. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB greindi frá áherslum bandalagsins í takt við nýja stefnu að loknu vel heppnuðu þingi.

Að lokum fjallaði Þórarinn Eyfjörð um stofnanasamninga og trúnaðarmenn mátu vinnuna sem framfór í samstarfsnefndunum í síðustu samningum. Þetta er afar mikilvægur þáttur vegna kjarasamningana framundan enda trúnaðarmenn og forysta félagsins öll að hefja undirbúning fyrir næstu samninga.

 

Til baka

Sameyki styrkir mannauðsrannsóknir

Bryndís Theódórsdóttir MA nemi í opinberri stjórnsýslu hlaut í gær styrk frá Sameyki stéttarfélagi upp á 750 þúsund til þess að rannsaka tengsl vinnuumhverfis og veikindafjarvista kvenna hjá ríkinu. Til þessa mun hún nýta...

Til hamingju Ísland - Stofnanir ársins eru ...

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum...

Opnað fyrir dagleiguhús 15. maí

Þann 15. maí kl. 9:00 opnar fyrir dagleiguhús í sumar auk þeirra húsa sem ekki gengu út við úthlutun. Nú geta allir bókað í þessi hús beint á orlofsvefnum. Þetta eru m.a...

Laun starfsmanna sveitarfélaga hækka

Laun starfsmanna sveitarfélaga í aðildarfélögum BSRB munu hækka um 1,5 prósent frá 1. janúar 2019 eftir að samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna.
Laun starfsmanna ríkisins sem eru í einum af...

Stofnun ársins - happdrætti

Nú fer að styttast í að við kynnum niðurstöðurnar um val á Stofnun ársins, en það verður tilkynnt 15. maí næstkomandi. En þeir sem tóku þátt í könnuninni tóku jafnframt þátt í happdrætti og hér eru númerin sem dregin hafa verið...

Liðsauki frá RÚV

Félagsmenn Starfsmannafélags RÚV samþykktu á dögunum í atkvæðagreiðslu að leggja niður félagið og ganga inn í Sameyki. Forsaga málsins er sú að Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins gekk í SFR stéttarfélag í júní 2016 með...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)