Trúnaðarmenn funda

Trúnaðarmannaráðsfundur SFR stendur nú yfir en þar er meðal annars rætt um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar um sameiningu félaganna og næstu skref. Árni Stefán Jónsson sagði  frá því að verið væri að vinna að því að búa til lagaramma utan um sameinað félag. Það væru mörg handtökin og þó við vildum helst sjá þetta gerast fyrir kjarasamningana í lok mars þá þyrfti ferlið að taka sinn tíma. Vonast er til þess að hægt verði að halda stofnfund nýs félags í janúar á næsta ári. Fljótlega verður farið af stað með samkeppni um nafn á félagið og mun samkeppnin verða auglýst sérstaklega og óskað eftir þátttöku félagsmanna. Þá var greint frá því að til stendur að halda sameiginlega kjararáðstefnu þann 28. nóvember næstkomandi og munu trúnaðarmenn verða boðaðir þangað. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB greindi frá áherslum bandalagsins í takt við nýja stefnu að loknu vel heppnuðu þingi.

Að lokum fjallaði Þórarinn Eyfjörð um stofnanasamninga og trúnaðarmenn mátu vinnuna sem framfór í samstarfsnefndunum í síðustu samningum. Þetta er afar mikilvægur þáttur vegna kjarasamningana framundan enda trúnaðarmenn og forysta félagsins öll að hefja undirbúning fyrir næstu samninga.

 

Til baka

Páskaúthlutun innanlands

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 3. mars. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta.
Páskatímabilinu er...

Leiðrétting á stóru skattatilfærslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir. Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög...

Lækkun félagsgjalds

Þann fyrsta febrúar síðast liðinn tóku í gildi breytingar á félagsgjaldi samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sameykis. Félagsgjaldið er nú 1%. Sú breyting tók gildi 1.2.2019.

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

Borgarstjóri tók við bréfi úr höndum þeirra Árna Stefáns Jónssonar formanns Sameykis og Garðars Hilmarssonar varaformanns síðdegis í gær en í bréfinu er m.a. formleg tilkynning þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og...

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)