Trúnaðarmenn funda

Trúnaðarmannaráðsfundur SFR stendur nú yfir en þar er meðal annars rætt um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar um sameiningu félaganna og næstu skref. Árni Stefán Jónsson sagði  frá því að verið væri að vinna að því að búa til lagaramma utan um sameinað félag. Það væru mörg handtökin og þó við vildum helst sjá þetta gerast fyrir kjarasamningana í lok mars þá þyrfti ferlið að taka sinn tíma. Vonast er til þess að hægt verði að halda stofnfund nýs félags í janúar á næsta ári. Fljótlega verður farið af stað með samkeppni um nafn á félagið og mun samkeppnin verða auglýst sérstaklega og óskað eftir þátttöku félagsmanna. Þá var greint frá því að til stendur að halda sameiginlega kjararáðstefnu þann 28. nóvember næstkomandi og munu trúnaðarmenn verða boðaðir þangað. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB greindi frá áherslum bandalagsins í takt við nýja stefnu að loknu vel heppnuðu þingi.

Að lokum fjallaði Þórarinn Eyfjörð um stofnanasamninga og trúnaðarmenn mátu vinnuna sem framfór í samstarfsnefndunum í síðustu samningum. Þetta er afar mikilvægur þáttur vegna kjarasamningana framundan enda trúnaðarmenn og forysta félagsins öll að hefja undirbúning fyrir næstu samninga.

 

Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)