Skattatilfærsla eða krónutöluhækkun?

Kjararáðstefna trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv. var haldin í gær á Grand hótel. Þar komu saman rúmlega 100 manns og unnu afar gagnlega vinnu til undirbúnings kröfugerðum félaganna. Samningar félaganna eru flestir lausir í lok mars 2019 að undanskyldum samningum við ohf félögin, s.s. Fríhöfnina, RÚV og Rarik SFR megin og Orkuveitunni St.Rv. megin.

Erindi á ráðstefnunni héldu þeir Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB og Stefán Ólafsson prófessor. Stefán fjallaði um áhrif stjórnvalda á kjör og kjarasamninga og sýndi meðal annars þróun tekjuskiptingar og áhrif skatta undanfarin ár. Þróunin hefur verið afar óhagstæð láglaunafólki og millitekjufólki og afkoma þeirra hefur almennt versnað. Skattbyrði þeirra lægst launuðu hefur aukist umtalsvert og vegur eyðilegging vaxta- og barnabótakerfisins þar þyngst. . Á árunum 2014-2017 hefur skattbyrði láglaunaðra hjóna og sambúðarfólks (lægstu 10%) með 1-2 börn aukist um 7,6% á meðan hátekjufólk með 1-2 börn hefur notið lækkunar upp á 1,1% (hæstu 10%) Myndir úr glærusafni Stefáns Ólafssonar, kjararáðstefna SFR og St.Rv. 28. nóv. 2018

Þá fjölluðu bæði Stefán og Kristinn um mismunandi skattbyrði tekna. Skattaprósentan er nefnilega mun hærri ef um er að ræða venjulegar launatekjur en til dæmis fjármagnstekjur í formi söluhagnaðar, leigutekna eða vaxtatekna. Því er mun hagstæðara í skattaumhverfi okkar í dag að vera eignafólk sem getur „látið peningana vinna fyrir sig“ en að tilheyra hópi launafólks. Þetta er ólíkt skattakerfi norðurlandanna sagði Stefán. Þar er jöfnunin mun meiri.

Kristinn hagfræðingur BSRB fór yfir þær kröfur sem liggja fyrir á almenna markaðinum og fjallaði um efnahagsumhverfið almennt og svigrúm til launahækkana. Hann ræddi einnig um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti samkomulags um lífeyrismálin. Af þeim málum er það að frétta að samráðhópur hefur tekið til starfa og mun áherslan á jöfnun launa milli markaða vera hluti af næstu kjarasamningsgerð. Launaþróunartryggingin var einnig til umræðu en ekki er enn ljóst hvort eða hvaða hækkanir verði í okkar hópum vegna hennar í janúar 2019. Það er þó ljóst að hækkanirnar hafa verið og munu væntanlega verða áfram mismiklar eftir hópum opinberra starfsmanna.

Bæði Stefán og Kristinn töluðu um muninn á krónutöluhækkun og prósentuhækkun og þeim áhrifum sem slíkar hækkanir hafa á mismunandi launaflokka. Myndirnar hér fyrir neðan sem fengnar eru úr glærusafni Kristins sýna áhrif hækkunar upp á 40 þúsund kr. á mismunandi tekjur og áhrif á kaupmátt þessara tekjuhópa.

Myndir úr glærusafni Kristins Bjarnasonar, kjararáðstefna SFR og St.Rv. 28. nóv. 2018

Að loknum þessum fróðlegu erindum snéru ráðstefnugestir sér að því að undirbúningi kröfugerða félaganna. Rætt var saman á borðum á blönduðum hópum en einnig var unnið að frekari áherslum einstakra samningaaðila í smærri hópum. Það var afar gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og fulltrúa félaganna að bera saman bækur sínar með þessum hætti og vinna hlið við hlið við það að finna réttu áherslurnar. Að lokinni þessari vel heppnuðu kjararáðstefnu liggja nú fyrir gögn mikið góðum upplýsingum og gögnum sem notuð verða sem undirstaðan í kröfugerðum félaganna.

Glærur þeirra Kristins og Stefáns má finna hér.

 


Til baka

Jólafundur trúnaðarmanna

Afar fjölmennur og skemmtilegur jólafundur trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv var haldinn í dag á Grand hótel. Þar var meðal annars greint frá stöðu mála í vinnunni við sameiningu félaganna. Þann 27. janúar verða haldnir...

Vantar þig dagbók?

Dagbækurnar okkar vinsælu eru að koma úr prentun næstu daga, en félögin gefa nú út sameiginlega dagbók. Hana er hægt að fá á skrifstofum félaganna en þeir sem vilja fá hana senda geta óskað eftir því

Spánn - páskaúthlutun

SFR á nú tvær eignir á Spáni. Önnur þeirra 4ra herbergja raðhús í Quesada sem hefur verið í útleigu síðan í sumar og hin er Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina sem kemur í útleigu fljótlega.

Hægt er að sækja um...

Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar...

Sungið dátt á jólaballi SFR og St.Rv.

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi SFR og St.Rv. í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)