Skattatilfærsla eða krónutöluhækkun?

Kjararáðstefna trúnaðarmanna og fulltrúa SFR og St.Rv. var haldin í gær á Grand hótel. Þar komu saman rúmlega 100 manns og unnu afar gagnlega vinnu til undirbúnings kröfugerðum félaganna. Samningar félaganna eru flestir lausir í lok mars 2019 að undanskyldum samningum við ohf félögin, s.s. Fríhöfnina, RÚV og Rarik SFR megin og Orkuveitunni St.Rv. megin.

Erindi á ráðstefnunni héldu þeir Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB og Stefán Ólafsson prófessor. Stefán fjallaði um áhrif stjórnvalda á kjör og kjarasamninga og sýndi meðal annars þróun tekjuskiptingar og áhrif skatta undanfarin ár. Þróunin hefur verið afar óhagstæð láglaunafólki og millitekjufólki og afkoma þeirra hefur almennt versnað. Skattbyrði þeirra lægst launuðu hefur aukist umtalsvert og vegur eyðilegging vaxta- og barnabótakerfisins þar þyngst. . Á árunum 2014-2017 hefur skattbyrði láglaunaðra hjóna og sambúðarfólks (lægstu 10%) með 1-2 börn aukist um 7,6% á meðan hátekjufólk með 1-2 börn hefur notið lækkunar upp á 1,1% (hæstu 10%) Myndir úr glærusafni Stefáns Ólafssonar, kjararáðstefna SFR og St.Rv. 28. nóv. 2018

Þá fjölluðu bæði Stefán og Kristinn um mismunandi skattbyrði tekna. Skattaprósentan er nefnilega mun hærri ef um er að ræða venjulegar launatekjur en til dæmis fjármagnstekjur í formi söluhagnaðar, leigutekna eða vaxtatekna. Því er mun hagstæðara í skattaumhverfi okkar í dag að vera eignafólk sem getur „látið peningana vinna fyrir sig“ en að tilheyra hópi launafólks. Þetta er ólíkt skattakerfi norðurlandanna sagði Stefán. Þar er jöfnunin mun meiri.

Kristinn hagfræðingur BSRB fór yfir þær kröfur sem liggja fyrir á almenna markaðinum og fjallaði um efnahagsumhverfið almennt og svigrúm til launahækkana. Hann ræddi einnig um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti samkomulags um lífeyrismálin. Af þeim málum er það að frétta að samráðhópur hefur tekið til starfa og mun áherslan á jöfnun launa milli markaða vera hluti af næstu kjarasamningsgerð. Launaþróunartryggingin var einnig til umræðu en ekki er enn ljóst hvort eða hvaða hækkanir verði í okkar hópum vegna hennar í janúar 2019. Það er þó ljóst að hækkanirnar hafa verið og munu væntanlega verða áfram mismiklar eftir hópum opinberra starfsmanna.

Bæði Stefán og Kristinn töluðu um muninn á krónutöluhækkun og prósentuhækkun og þeim áhrifum sem slíkar hækkanir hafa á mismunandi launaflokka. Myndirnar hér fyrir neðan sem fengnar eru úr glærusafni Kristins sýna áhrif hækkunar upp á 40 þúsund kr. á mismunandi tekjur og áhrif á kaupmátt þessara tekjuhópa.

Myndir úr glærusafni Kristins Bjarnasonar, kjararáðstefna SFR og St.Rv. 28. nóv. 2018

Að loknum þessum fróðlegu erindum snéru ráðstefnugestir sér að því að undirbúningi kröfugerða félaganna. Rætt var saman á borðum á blönduðum hópum en einnig var unnið að frekari áherslum einstakra samningaaðila í smærri hópum. Það var afar gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og fulltrúa félaganna að bera saman bækur sínar með þessum hætti og vinna hlið við hlið við það að finna réttu áherslurnar. Að lokinni þessari vel heppnuðu kjararáðstefnu liggja nú fyrir gögn mikið góðum upplýsingum og gögnum sem notuð verða sem undirstaðan í kröfugerðum félaganna.

Glærur þeirra Kristins og Stefáns má finna hér.

 


Til baka

Páskaúthlutun innanlands

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 3. mars. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta.
Páskatímabilinu er...

Leiðrétting á stóru skattatilfærslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir. Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög...

Lækkun félagsgjalds

Þann fyrsta febrúar síðast liðinn tóku í gildi breytingar á félagsgjaldi samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sameykis. Félagsgjaldið er nú 1%. Sú breyting tók gildi 1.2.2019.

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

Borgarstjóri tók við bréfi úr höndum þeirra Árna Stefáns Jónssonar formanns Sameykis og Garðars Hilmarssonar varaformanns síðdegis í gær en í bréfinu er m.a. formleg tilkynning þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og...

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)