Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar 2019.

Dómnefnd fer yfir hugmyndirnar og velur besta nafnið. Ef dómnefndin telur fleiri en eitt nafn koma til greina þá getur hún efnt til skoðanakönnunar meðal félagsmanna. Dómnefndin áskilur sér einnig rétt til að framlengja skilafresti ef þurfa þykir. Ef fleiri en einn eiga hugmyndina að vinningsnafninu verður dreginn út vinningshafi. Í dómnefnd sitja fulltrúar úr báðum félögum og utanaðkomandi ráðgjafi.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina.
Verðlaun fyrir hugmyndina sem verður valin:
Gjafabréf í flug að verðmæti 50 þúsund krónur og vikugisting
í húsi eða íbúð félaganna á Spáni.

Hugmyndir að nafni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið solveig@sfr.is, eða í bréfapósti. Merkja þarf hugmyndina með eigin nafni, kennitölu, netfangi og síma, en nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefndinni.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar /
SFR stéttarfélag í almannaþjónustu
b/t Sólveig Sigr. Jónasdóttir
Grettisgata 89
105 Reykjavík
Og merktu póstinn NAFN


Til baka

Eingreiðsla 1. febrúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á...

Rafræn skjöl - kvittanir

Frá og með deginum í dag (15. janúar) verða allar kvittanir fyrir greiddum styrkjum, launaseðlar fyrir sjúkradapeningum og fæðingarstyrkjum sendir í heimabanka félagsmanna undir rafræn skjöl. 

Drög að nýjum lögum rýnd

Laganefnd félaganna hefur að undanförnu unnið að því að setja saman ný lög sameinaðs félags, Áhugasömum trúnaðarmönnum og fulltrúum félaganna var boðið að taka þátt í sérstökum rýnihópi og í gær settist því tæplega 40 manna og...

Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins...

Rafræn og umhverfisvæn - Gott að vita

Gott að vita námskeiðin okkar hafa jafnan verið afar vinsæl. Þau verða í boði á vorönninni eins og vanalega en við munum ekki ná því að gefa út blað áður en þau hefjast. Þess vegna biðjum við félagsmenn um að fylgjast vel með á...

Styrkur fyrir sálfræðimeðferð - breyting

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR samþykkti á síðasta fundi sínum að breyta úthlutunarreglum fyrir sálfræðistyrk til samræmis við reglur Styrktarsjóðs BSRB. Í dag eru greiddar 5.000 krónur í allt að 15 skipti á ári. Þann 1...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)