Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar 2019.

Dómnefnd fer yfir hugmyndirnar og velur besta nafnið. Ef dómnefndin telur fleiri en eitt nafn koma til greina þá getur hún efnt til skoðanakönnunar meðal félagsmanna. Dómnefndin áskilur sér einnig rétt til að framlengja skilafresti ef þurfa þykir. Ef fleiri en einn eiga hugmyndina að vinningsnafninu verður dreginn út vinningshafi. Í dómnefnd sitja fulltrúar úr báðum félögum og utanaðkomandi ráðgjafi.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina.
Verðlaun fyrir hugmyndina sem verður valin:
Gjafabréf í flug að verðmæti 50 þúsund krónur og vikugisting
í húsi eða íbúð félaganna á Spáni.

Hugmyndir að nafni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið solveig@sfr.is, eða í bréfapósti. Merkja þarf hugmyndina með eigin nafni, kennitölu, netfangi og síma, en nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefndinni.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar /
SFR stéttarfélag í almannaþjónustu
b/t Sólveig Sigr. Jónasdóttir
Grettisgata 89
105 Reykjavík
Og merktu póstinn NAFN


Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)