Genfarskólinn

Virkir félagsmenn í aðildarfélögum BSRB sem hafa áhuga á að læra meira um alþjóðamál verkalýðshreyfingarinnar geta sótt um að komast í nám í Norræna lýðháskólanum í Genf, Genfarskólanum, en hægt er að sækja um til loka janúar 2019.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfsemi stéttarfélaga á Íslandi og hafi sótt fræðslustarf á vegum hreyfingarinnar. Nám við Genfarskólann fer fram samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf. Í náminu kynnast nemendur þinghaldinu og ILO, Alþjóðavinnumálastofnuninni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Nemendur sækja fyrst kynningarfundi hér á landi og fara á fornámskeið í Svíþjóð 25. til 28. apríl, auk þess að stunda nám í fjarnámi í apríl og maí. Lokaáfangi námsins fer fram í Genf 6 til 25. júní. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á einu norðurlandamáli auk þess að hafa góða enskukunnáttu.

Eins og undanfarin ár munu tveir nemendur frá Íslandi sækja Genfarskólann. BSRB og ASÍ greiða námsgjöld og flugfargjöld fyrir einn nemanda hvort.

Nánari upplýsingar má finna á vef Genfarskólans en þeir sem hefðu áhuga á að skoða þetta nánar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. SFR hefur sent fjölmarga fulltrúa í Genfarskólinn, síðasti fulltrúi okkar var Svanhildur Steinarsdóttir sem fór árið 2017 og skrifaði um það Blað stéttrfélaganna. Þannig vill til að fulltrúi St.Rv. var þar í vor og í nýjasta blaðinu okkar er einmitt frásögn af því.

Til baka

NÝR ORLOFSVEFUR

Orlofskerfi SFR og St.Rv. hefur nú verið sameinað og þess vegna höfum við að mestu lokað fyrir gamla Orlofsvef SFR. Í staðinn þarf að velja 

Baráttan gegn einkavæðingu áberandi á alþjóðavettvangi

Sterkasta birtingarmynd samfélagsábyrgðar fyrirtækja er að þau greiði sinn réttláta hlut af sköttum. 

Einkavæðing opinberrar þjónustu og skaðleg áhrif hennar gengur sem rauður þráður í gegnum umræður kvennanna á...

Eitt orlofskerfi fyrir alla félagsmenn Sameykis í vinnslu

Nú er unnið að því að setja upp eitt orlofskerfi fyrir íbúðir, orlofshús, gjafabréf og fleira þannig að allir félagsmenn Sameykis hafi aðgang að öllum orlofseignum fyrrum SFR og St.Rv. Orlofskerfið sem varð fyrir valinu heitir...

Málþing um nýja persónuverndarlöggjöf

Föstudaginn 15. mars kl. 13-16 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í júlí sl. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá...

Skattframtal 2019 - frádráttur á móti styrkjum

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2018 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar.

Styrkir úr starfsmenntunarsjóði og...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)