Genfarskólinn

Virkir félagsmenn í aðildarfélögum BSRB sem hafa áhuga á að læra meira um alþjóðamál verkalýðshreyfingarinnar geta sótt um að komast í nám í Norræna lýðháskólanum í Genf, Genfarskólanum, en hægt er að sækja um til loka janúar 2019.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfsemi stéttarfélaga á Íslandi og hafi sótt fræðslustarf á vegum hreyfingarinnar. Nám við Genfarskólann fer fram samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf. Í náminu kynnast nemendur þinghaldinu og ILO, Alþjóðavinnumálastofnuninni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Nemendur sækja fyrst kynningarfundi hér á landi og fara á fornámskeið í Svíþjóð 25. til 28. apríl, auk þess að stunda nám í fjarnámi í apríl og maí. Lokaáfangi námsins fer fram í Genf 6 til 25. júní. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á einu norðurlandamáli auk þess að hafa góða enskukunnáttu.

Eins og undanfarin ár munu tveir nemendur frá Íslandi sækja Genfarskólann. BSRB og ASÍ greiða námsgjöld og flugfargjöld fyrir einn nemanda hvort.

Nánari upplýsingar má finna á vef Genfarskólans en þeir sem hefðu áhuga á að skoða þetta nánar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. SFR hefur sent fjölmarga fulltrúa í Genfarskólinn, síðasti fulltrúi okkar var Svanhildur Steinarsdóttir sem fór árið 2017 og skrifaði um það Blað stéttrfélaganna. Þannig vill til að fulltrúi St.Rv. var þar í vor og í nýjasta blaðinu okkar er einmitt frásögn af því.

Til baka

Eingreiðsla 1. febrúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á...

Rafræn skjöl - kvittanir

Frá og með deginum í dag (15. janúar) verða allar kvittanir fyrir greiddum styrkjum, launaseðlar fyrir sjúkradapeningum og fæðingarstyrkjum sendir í heimabanka félagsmanna undir rafræn skjöl. 

Drög að nýjum lögum rýnd

Laganefnd félaganna hefur að undanförnu unnið að því að setja saman ný lög sameinaðs félags, Áhugasömum trúnaðarmönnum og fulltrúum félaganna var boðið að taka þátt í sérstökum rýnihópi og í gær settist því tæplega 40 manna og...

Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins...

Rafræn og umhverfisvæn - Gott að vita

Gott að vita námskeiðin okkar hafa jafnan verið afar vinsæl. Þau verða í boði á vorönninni eins og vanalega en við munum ekki ná því að gefa út blað áður en þau hefjast. Þess vegna biðjum við félagsmenn um að fylgjast vel með á...

Styrkur fyrir sálfræðimeðferð - breyting

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR samþykkti á síðasta fundi sínum að breyta úthlutunarreglum fyrir sálfræðistyrk til samræmis við reglur Styrktarsjóðs BSRB. Í dag eru greiddar 5.000 krónur í allt að 15 skipti á ári. Þann 1...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)