Aðalfundur SFR 26. janúar

Aðalfundur SFR stéttarfélags í almannþjónustu verður haldinn 26. janúar 2019 kl. 11.30 að hótel Hilton Reykjavík Nordica. Í allsherjaratkvæðagreiðslu þann 9. nóvember 2018 var samþykkt að sameina SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Stjórn SFR boðar hér með til aðalfundar í samræmi við ákvörðun félagsmanna. Aðalfundur verður haldinn þann 26. janúar 2019, kl. 11:30, að hótel Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. laga félagsins auk þess sem stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um lagabreytingar vegna sameiningarinnar. Tillagan mun liggja fyrir á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfundinn. Drög að reikningum félagsins og ársskýrsla liggja ekki fyrir. Stjórn félagsins gerir því ráð fyrir að fresta þurfi afgreiðslu tiltekinna mála til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður í mars 2019 og auglýstur verður sérstaklega.

Stjórn SFR

Til baka

NÝR ORLOFSVEFUR

Orlofskerfi SFR og St.Rv. hefur nú verið sameinað og þess vegna höfum við að mestu lokað fyrir gamla Orlofsvef SFR. Í staðinn þarf að velja 

Baráttan gegn einkavæðingu áberandi á alþjóðavettvangi

Sterkasta birtingarmynd samfélagsábyrgðar fyrirtækja er að þau greiði sinn réttláta hlut af sköttum. 

Einkavæðing opinberrar þjónustu og skaðleg áhrif hennar gengur sem rauður þráður í gegnum umræður kvennanna á...

Eitt orlofskerfi fyrir alla félagsmenn Sameykis í vinnslu

Nú er unnið að því að setja upp eitt orlofskerfi fyrir íbúðir, orlofshús, gjafabréf og fleira þannig að allir félagsmenn Sameykis hafi aðgang að öllum orlofseignum fyrrum SFR og St.Rv. Orlofskerfið sem varð fyrir valinu heitir...

Málþing um nýja persónuverndarlöggjöf

Föstudaginn 15. mars kl. 13-16 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í júlí sl. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá...

Skattframtal 2019 - frádráttur á móti styrkjum

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2018 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar.

Styrkir úr starfsmenntunarsjóði og...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)