Félagsmanni SFR dæmdar bætur

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík rúmar tíu milljónir kr. vegna uppsagnar árið 2016. Starfsmaðurinn hafði í tólf ár starfað sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Starfsmaðurinn var félagsmaður SFR og leitaði til félagsins vegna málsins strax þegar það kom upp. Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til þess að fá þessari ólögmætu uppsögn hnekkt og fá kröfur vegna uppsagnar greiddar stefndi SFR ríkinu fyrir hönd starfsmannsins. Dómkrafan var tvíþætt, annars vegar var krafa um vangoldin veikindalaun samkvæmt kjarasamningi SFR og stefnda. Hins vegar er svo krafa um skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi.

Málsatvik voru þau að starfsmaðurinn sinnti starfi umsjónarmanns og hafði gert svo frá árinu 2004, en var í veikindaleyfi þegar uppsögnin átti sér stað. Uppsögnin var byggð á því að leggja skyldi starf umsjónarmannsins niður í þeirri mynd sem áður var og aðrar kröfur gerðar í nýju starfi. Eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starfið og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá var heldur aldrei látið reyna á hvort starfsmaður gæti sinnt breyttu starfi. Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sekur um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur.

Það var mat starfsmannsins og SFR stéttarfélags að rangt hefði verið staðið að uppsögninni, hún hefði verið tilhæfulaus og dulbúin sem niðurlagning starfs. Ástæður hennar voru taldar ómálefnalegar og byggðar á persónu stefnanda. Þá hafði aldrei komið til áminningar og almenn ánægja hafði verið með störf umsjónarmannsins fram að þeim tíma að nýr skólameistari, Hjalti Jón Sveinsson var ráðinn til Kvennaskólans stuttu áður.

Dómurinn tekur undir kröfur stefnanda og segir í niðurstöðu hans að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.


Til baka

Eingreiðsla 1. febrúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á...

Rafræn skjöl - kvittanir

Frá og með deginum í dag (15. janúar) verða allar kvittanir fyrir greiddum styrkjum, launaseðlar fyrir sjúkradapeningum og fæðingarstyrkjum sendir í heimabanka félagsmanna undir rafræn skjöl. 

Drög að nýjum lögum rýnd

Laganefnd félaganna hefur að undanförnu unnið að því að setja saman ný lög sameinaðs félags, Áhugasömum trúnaðarmönnum og fulltrúum félaganna var boðið að taka þátt í sérstökum rýnihópi og í gær settist því tæplega 40 manna og...

Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins...

Rafræn og umhverfisvæn - Gott að vita

Gott að vita námskeiðin okkar hafa jafnan verið afar vinsæl. Þau verða í boði á vorönninni eins og vanalega en við munum ekki ná því að gefa út blað áður en þau hefjast. Þess vegna biðjum við félagsmenn um að fylgjast vel með á...

Styrkur fyrir sálfræðimeðferð - breyting

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR samþykkti á síðasta fundi sínum að breyta úthlutunarreglum fyrir sálfræðistyrk til samræmis við reglur Styrktarsjóðs BSRB. Í dag eru greiddar 5.000 krónur í allt að 15 skipti á ári. Þann 1...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)