Aukning í greiðslu sjúkradagpeninga

Styrktar- og sjúkrasjóður SFR stéttarfélags tók nýlega saman greiðslur fyrstu 10 mánuði ársins. Mikil aukning hefur verið í umsóknum í sjóðinn og hafa heildargreiðslur hans aukist um 32% á tímabilinu. Mest er þó hækkunin í greiðslu á sjúkradagpeningum eða 61% á milli ára, eða 36,2% fleiri umsóknir. Sjúkradagpeningar eru fjárhagsstuðningur til félagsmanna í veikindum og slysatilvikum og hægt er að sækja um þegar veikindarétti hjá atvinnurekanda lýkur. Þetta þýðir því í reynd að það er gífurleg aukning á þeim sem glíma við lengri veikindi.

Þetta er svipuð þróun og við höfum séð hjá sjúkrasjóðum annarra stéttarfélaga og því mikilvægt að það sé skoðað í því ljósi. Í gögnum sjóðsins er ekki að finna ástæður þess að fólk neyðist til þess að sækja um sjúkradagpeninga, því ekki er gerð krafa um sjúkradagpeningavottorð og því er erfitt að greina nákvæmlega hvers vegna þessi aukning á sér stað núna. Starfsfólk sjóðsins finnur þó fyrir því að hluta aukningarinnar má rekja til kulnunar og kvíða sem virðist hafa aukist hjá starfsmönnum. Mögulega má rekja það til gífurlegs álags á opinbera starfsmenn í og eftir efnahagshrunið og rætt hefur verið um að þau einkenni séu einmitt að koma fram núna hjá mörgum.

Þess má að lokum geta að Styrktar- og sjúkrasjóður SFR stendur undir þessari aukningu nú og því kemur ekki til skerðingar á réttindum vegna þessa en auðvitað verður fylgst vandlega með þróuninni.

Til baka

Eingreiðsla 1. febrúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á...

Rafræn skjöl - kvittanir

Frá og með deginum í dag (15. janúar) verða allar kvittanir fyrir greiddum styrkjum, launaseðlar fyrir sjúkradapeningum og fæðingarstyrkjum sendir í heimabanka félagsmanna undir rafræn skjöl. 

Drög að nýjum lögum rýnd

Laganefnd félaganna hefur að undanförnu unnið að því að setja saman ný lög sameinaðs félags, Áhugasömum trúnaðarmönnum og fulltrúum félaganna var boðið að taka þátt í sérstökum rýnihópi og í gær settist því tæplega 40 manna og...

Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins...

Rafræn og umhverfisvæn - Gott að vita

Gott að vita námskeiðin okkar hafa jafnan verið afar vinsæl. Þau verða í boði á vorönninni eins og vanalega en við munum ekki ná því að gefa út blað áður en þau hefjast. Þess vegna biðjum við félagsmenn um að fylgjast vel með á...

Styrkur fyrir sálfræðimeðferð - breyting

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR samþykkti á síðasta fundi sínum að breyta úthlutunarreglum fyrir sálfræðistyrk til samræmis við reglur Styrktarsjóðs BSRB. Í dag eru greiddar 5.000 krónur í allt að 15 skipti á ári. Þann 1...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)