Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins, svokölluð penthouse íbúð. Í henni eru þrjú svefnherbergi með hjónarúmum. Gistimöguleikar eru því fyrir allt að 6 manns, auk ungabarns. Þá eru tvö baðherbergi í íbúðinni, annað þeirra er sérstaklega hannað fyrir hreyfihamlaða. Þá eru dyraop einnig nægileg breið fyrir hjólastóla. Allur almennur búnaður er í íbúðinni auk þvottavélar, borðbúnaður fyrir 8 manns, sængur og koddar fyrir 6 manns. Barnastóll og barnarúm með barnasæng og kodda. Þá fylgir einnig íbúðinni stórt einkaþaksvæði sem er afgirt en þar má finna stóla, sólhlíf, borð og sólbaðsbekki til afnota fyrir gesti. Á útisvæði hússins er sundlaug, tennisvöllur, æfingatæki og leiktæki fyrir börn sem gestir hafa aðgang að.

Íbúðin er önnur eign SFR á Spáni en síðasta sumar tókum við í notkun hús í SFR á Quesada sem hefur notið mikilla vinsælda hjá félagsmönnum.

Opnað hefur verið fyrir bókanir alveg fram að páskum og einnig er opið fyrir bókanir frá páskum fram til 18. maí. Páskum og sumri er hins vegar úthlutað sérstaklega en fresturinn til að sækja um dvöl á Spáni um páska rennur út núna 10. janúar en sumarúthlutun verður auglýst síðar.

Hér má finna ítarlegar upplýsingar um íbúðina og húsið á Spáni.

Bókanir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn okkar í Mínum síðum.  Lykla þarf að sækja á skrifstofu.

 


Til baka

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Laus orlofshús í dagleigu

Á fimmtudögum kl. 9 er opnað fyrir dag- og helgarleigu í þau orlofshús sem ekki leigjast út í vikuleigu. Opnað er fyrir eina viku í senn. Fyrstur kemur fyrstur fær.

WOW gjafabréf endurgreidd

Nú geta félagsmenn sem voru svo óheppnir að geta ekki nýtt sér gjafabréf frá WOW sem þeir keyptu af Sameyki (eða áður Starfsmannafélagi Reykjvíkurborgar) á tímabilinu 28. mars 2018 til 28. mars 2019 gengið frá gögnum og sent...

Bjarg byggir 80 íbúðir á Kirkjusandi

Íbúðirnar verða í átta húsum sem Þingvangur hefur tekið að sér að byggja fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum og leggur Reykjavíkurborg fram lóðina sem stofnframlag til Bjargs...

Uppsagnir hjá Isavia

Isavia hefur í dag sagt upp hópi starfsmanna sem starfa á Keflavíkurflugvelli við öryggisleit og farþegaþjónustu. Flestir starfsmannanna eru félagsmenn Sameykis og félagið hefur verið í viðræðum við Isavia um málið. Ástæður...

Orlofsuppbót í júní

Orlofsuppbót verður greidd út með launum 1. júní hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og fleirum.  Ríki og Reykjavíkurborg munu greiða 50.000 kr. eða sömu krónutölu og samið var um á almennum markaði.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)