Ný íbúð á Spáni - sumar, vetur, vor og haust

Opnað hefur verið fyrir bókanir í nýja íbúð félagsins á Spáni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við strandgötuna í Arenals del Sol, eða í um það bil 10 km fjarlægð við flugvöllinn í Alicante. Íbúðin er 100 fm og á efstu hæð hússins, svokölluð penthouse íbúð. Í henni eru þrjú svefnherbergi með hjónarúmum. Gistimöguleikar eru því fyrir allt að 6 manns, auk ungabarns. Þá eru tvö baðherbergi í íbúðinni, annað þeirra er sérstaklega hannað fyrir hreyfihamlaða. Þá eru dyraop einnig nægileg breið fyrir hjólastóla. Allur almennur búnaður er í íbúðinni auk þvottavélar, borðbúnaður fyrir 8 manns, sængur og koddar fyrir 6 manns. Barnastóll og barnarúm með barnasæng og kodda. Þá fylgir einnig íbúðinni stórt einkaþaksvæði sem er afgirt en þar má finna stóla, sólhlíf, borð og sólbaðsbekki til afnota fyrir gesti. Á útisvæði hússins er sundlaug, tennisvöllur, æfingatæki og leiktæki fyrir börn sem gestir hafa aðgang að.

Íbúðin er önnur eign SFR á Spáni en síðasta sumar tókum við í notkun hús í SFR á Quesada sem hefur notið mikilla vinsælda hjá félagsmönnum.

Opnað hefur verið fyrir bókanir alveg fram að páskum og einnig er opið fyrir bókanir frá páskum fram til 18. maí. Páskum og sumri er hins vegar úthlutað sérstaklega en fresturinn til að sækja um dvöl á Spáni um páska rennur út núna 10. janúar en sumarúthlutun verður auglýst síðar.

Hér má finna ítarlegar upplýsingar um íbúðina og húsið á Spáni.

Bókanir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn okkar í Mínum síðum.  Lykla þarf að sækja á skrifstofu.

 


Til baka

NÝR ORLOFSVEFUR

Orlofskerfi SFR og St.Rv. hefur nú verið sameinað og þess vegna höfum við að mestu lokað fyrir gamla Orlofsvef SFR. Í staðinn þarf að velja 

Baráttan gegn einkavæðingu áberandi á alþjóðavettvangi

Sterkasta birtingarmynd samfélagsábyrgðar fyrirtækja er að þau greiði sinn réttláta hlut af sköttum. 

Einkavæðing opinberrar þjónustu og skaðleg áhrif hennar gengur sem rauður þráður í gegnum umræður kvennanna á...

Eitt orlofskerfi fyrir alla félagsmenn Sameykis í vinnslu

Nú er unnið að því að setja upp eitt orlofskerfi fyrir íbúðir, orlofshús, gjafabréf og fleira þannig að allir félagsmenn Sameykis hafi aðgang að öllum orlofseignum fyrrum SFR og St.Rv. Orlofskerfið sem varð fyrir valinu heitir...

Málþing um nýja persónuverndarlöggjöf

Föstudaginn 15. mars kl. 13-16 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í júlí sl. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá...

Skattframtal 2019 - frádráttur á móti styrkjum

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2018 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar.

Styrkir úr starfsmenntunarsjóði og...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)