Fyrsti stjórnarfundur Sameykis

Fyrsti fundur stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónstu var haldinn í gær. Á fundinum var skipað í embætti ritara og skipaðir voru fulltrúar félagsins í nefndir á vegum BSRB. Fjallað var um kjaramál og stöðuna í komandi kjarasamningum, kynntir voru orlofskostir sameinaðs félags fyrir stjórnarmönnum og tekin ákvörðun um orlofskerfi sem á að nota. Formaður orlofsnefndar verður Ólafur Hallgrímsson og Ingunn H. Þorláksdóttir varaformaður fyrra árið og svo skipta þau um hlutverk á seinna árinu.

Í bráðabirgðaákvæði laga Sameykis segir að stjórnir sameinaðra félaga munu starfa næstu tvö árin eða fram að aðalfundi 2021, þannig að nú er tuttugu og eins manns stjórn í félaginu en eftir það mun fjöldi stjórnarmanna verða fimmtán manns.

Stjórn Sameykis skipa: Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður, Garðar Hilmarsson varaformaður og Ingibjörg Sif Fjeldsted ritari. Aðrir í stjórn eru: Berglind Margrét Njálsdóttir, Bryndís Theódórsdóttir, Bryngeir Arnar Bryngeirsson, Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Garðar Svansson, Gunnar Garðarsson, Gunnar Rúnar Matthíasson, Herdís Jóhannsdóttir, Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Jón Bergvinsson, Ramuné Kamarauskaité, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún Helga Jónsdóttir, Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir, Viðar Ernir Axelsson, Þórey Einarsdóttir og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir.

Á myndina vantar Gunnar Garðarsson og Gunnar Rúnar Matthíasson


Til baka

Páskaúthlutun innanlands

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 3. mars. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta.
Páskatímabilinu er...

Leiðrétting á stóru skattatilfærslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir. Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög...

Lækkun félagsgjalds

Þann fyrsta febrúar síðast liðinn tóku í gildi breytingar á félagsgjaldi samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sameykis. Félagsgjaldið er nú 1%. Sú breyting tók gildi 1.2.2019.

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

Borgarstjóri tók við bréfi úr höndum þeirra Árna Stefáns Jónssonar formanns Sameykis og Garðars Hilmarssonar varaformanns síðdegis í gær en í bréfinu er m.a. formleg tilkynning þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og...

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)