Fyrsti stjórnarfundur Sameykis

Fyrsti fundur stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónstu var haldinn í gær. Á fundinum var skipað í embætti ritara og skipaðir voru fulltrúar félagsins í nefndir á vegum BSRB. Fjallað var um kjaramál og stöðuna í komandi kjarasamningum, kynntir voru orlofskostir sameinaðs félags fyrir stjórnarmönnum og tekin ákvörðun um orlofskerfi sem á að nota. Formaður orlofsnefndar verður Ólafur Hallgrímsson og Ingunn H. Þorláksdóttir varaformaður fyrra árið og svo skipta þau um hlutverk á seinna árinu.

Í bráðabirgðaákvæði laga Sameykis segir að stjórnir sameinaðra félaga munu starfa næstu tvö árin eða fram að aðalfundi 2021, þannig að nú er tuttugu og eins manns stjórn í félaginu en eftir það mun fjöldi stjórnarmanna verða fimmtán manns.

Stjórn Sameykis skipa: Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður, Garðar Hilmarsson varaformaður og Ingibjörg Sif Fjeldsted ritari. Aðrir í stjórn eru: Berglind Margrét Njálsdóttir, Bryndís Theódórsdóttir, Bryngeir Arnar Bryngeirsson, Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Garðar Svansson, Gunnar Garðarsson, Gunnar Rúnar Matthíasson, Herdís Jóhannsdóttir, Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Jón Bergvinsson, Ramuné Kamarauskaité, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún Helga Jónsdóttir, Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir, Viðar Ernir Axelsson, Þórey Einarsdóttir og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir.

Á myndina vantar Gunnar Garðarsson og Gunnar Rúnar Matthíasson


Til baka

Mikil gleði á páskabingói

Skemmtilegt og fjölmennt páskaeggjabingó Sameykis fór fram um helgina á Grettisgötu 89. Þar komu saman um 100 manns, börn og fullorðnir sem skemmtu sér saman og spiluðu bingó og fjölmargir fóru heim með páskaegg af öllum stærðum...

Stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis

Afar fjölmennur stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn 11. apríl síðastliðinn, en á fundinn komu rúmlega 80 manns. Þar voru lögð fram drög að starfsreglum deildarinnar til samþykktar. Kosin var 7 manna...

Háskóladeild Sameykis stofnuð

Háskóladeild Sameykis var stofnuð 4. Apríl með pompi og prakt. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur deildarinnar sem verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar til að þær taki gildi...

Kjarasamningar

Sameyki hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við viðsemjendur sína, en flestir samningar voru lausir 31. mars síðastliðinn. Samninganefndir okkar hafa fundað með fulltrúum ríkis, Reykjavíkurborgar, Sambandi íslenskra...

Ályktanir Sameykis

Framhaldsaðalfundur Sameykis sem haldinn var þann 28. mars síðastliðinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:


Skattkerfið og ójöfnuður
Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)