Fyrsti stjórnarfundur Sameykis

Fyrsti fundur stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónstu var haldinn í gær. Á fundinum var skipað í embætti ritara og skipaðir voru fulltrúar félagsins í nefndir á vegum BSRB. Fjallað var um kjaramál og stöðuna í komandi kjarasamningum, kynntir voru orlofskostir sameinaðs félags fyrir stjórnarmönnum og tekin ákvörðun um orlofskerfi sem á að nota. Formaður orlofsnefndar verður Ólafur Hallgrímsson og Ingunn H. Þorláksdóttir varaformaður fyrra árið og svo skipta þau um hlutverk á seinna árinu.

Í bráðabirgðaákvæði laga Sameykis segir að stjórnir sameinaðra félaga munu starfa næstu tvö árin eða fram að aðalfundi 2021, þannig að nú er tuttugu og eins manns stjórn í félaginu en eftir það mun fjöldi stjórnarmanna verða fimmtán manns.

Stjórn Sameykis skipa: Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður, Garðar Hilmarsson varaformaður og Ingibjörg Sif Fjeldsted ritari. Aðrir í stjórn eru: Berglind Margrét Njálsdóttir, Bryndís Theódórsdóttir, Bryngeir Arnar Bryngeirsson, Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Garðar Svansson, Gunnar Garðarsson, Gunnar Rúnar Matthíasson, Herdís Jóhannsdóttir, Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Jón Bergvinsson, Ramuné Kamarauskaité, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún Helga Jónsdóttir, Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir, Viðar Ernir Axelsson, Þórey Einarsdóttir og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir.

Á myndina vantar Gunnar Garðarsson og Gunnar Rúnar Matthíasson


Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)