Leiðrétting á stóru skattatilfærslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir. Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög raunhæfar leiðir til þess að leiðrétta stóru skattatilfærsluna sem hefur átt sér stað á síðustu 20 árum, án þess að veikja velferðarkerfið.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir hvernig skattatilfærslan varð til og ástæður hennar. Hvernig skattbyrði hefur verið færð frá efstu tekjuhópum til lægri og millitekjuhópa. Í öðrum kafla skýrslunnar er fjallað um efnahagslegt og félagaslegt samhengi skatta, þar sem rík áhersla er lögð á mikilvægi skatttekna fyrir velferðarkerfið. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir þeim aðgerðum og tillögum sem lagt er til að gripið verði til og sýndar margar umbótaleiðir í skattkerfinu sem gætu skilað umtalsverðum meiri skatttekjum, sem mætti nýta til til frekari skattalækkana til þeirra 90 prósenta sem lægstar tekjur hafa, það er til alls þorra almennings. Hópur af kjarasviði Sameykis var mættur á kynningu skýrslunnar, en Árna Stefáni Jónssyni formanni og Garðari Hilmarssyni varaformanni var boðin þátttaka í fund í framhaldi kynningar þar sem þeir lýstu ánægju sinni með þessa skýrslu sem tali inn í stefnu BSRB um skattamál og þeir lýstu því yfir að þeir muni tala fyrir og kynna þessa stefnu af heilum hug og tala fyrir henni við stjórnvöld.

Nálgast má skýrsluna hér.

 

Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)