Heilbrigðisgagnafræði – nýtt starfsmiðað grunnnám á háskólastigi

Starf læknaritara hefur þróast hratt á undanförnum árum og er ánægjulegt að segja frá því að næsta haust hefst nám í heilbrigðisgagnafræði sem er í takt við þá þróun, en það kemur í stað náms í læknaritun hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þetta er afar ánægjulegur áfangi þar sem kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni í starfsmiðuðu grunnnámi við íslenska háskóla. Lengi hefur staðið til að færa nám í læknaritun yfir á háskólastig, en haustið 2017 komst skriður á það þegar skipaður var samráðshópur og síðar starfshópur á vegum Háskóla Íslands (HÍ) sem hefur unnið að því verkefni, en þá fékk HÍ styrk til að þróa fagháskólanám frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Fagháskólanám er hér skilgreint sem starfstengt háskólanám sem lýkur með diplómaprófi. Um er að ræða 90 ECTS-eininga fræðilegt nám og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur. Námið er skipulagt sem 60 eininga fræðilegt nám í hlutanámi í tvö ár, í framhaldi af því er 30 eininga starfsnám (15 vikna) sem fram fer á heilbrigðisstofnun. Fyrirkomulag námsins verður blandað og verður m.a. notast við fjarnám með staðlotum. Námið er skipulagt sem sérstök námsleið innan Læknadeildar og er á stigi 1.1 (þrepi 5.1 samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun). Starfsnám mun fara fram á LSH og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stjórn og skólanefnd Félags íslenskra læknaritara hélt fjölmennan kynningarfund á fagháskólanámi í heilbrigðisgagnafræði 24. janúar sl. Hægt verður að kynna sé námið nánar á Háskóladeginum 2019 sem haldinn er laugardaginn 2. mars.  Einnig má nálgast meiri upplýsingar um heilbrigðisgagnafræði hér.  

Á myndinni má sjá hluta af fulltrúum í samráðshópnum en þeir komu frá Háskóla Íslands (frá Heilbrigðisvísindasviði og Félagsvísindasviði auk miðlægrar stjórnsýslu), Félagi íslenskra læknaritara, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Heilbrigðistofnun Vesturlands, Landspítala og SFR stéttarfélagi. Hópurinn hittist í gær til að fara yfir vinnuna og hvernig kynna á námið.

Hér má nálgast kynningarbækling um heilbrigðisgagnafræði.


Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)