Eitt orlofskerfi fyrir alla félagsmenn Sameykis í vinnslu

Nú er unnið að því að setja upp eitt orlofskerfi fyrir íbúðir, orlofshús, gjafabréf og fleira þannig að allir félagsmenn Sameykis hafi aðgang að öllum orlofseignum fyrrum SFR og St.Rv. Orlofskerfið sem varð fyrir valinu heitir Frímann og er það sama og St.Rv. var með fyrir sameiningu. Töluverð vinna er á bak við það að koma öllum eignum sem SFR átti inn í Frímann þannig að ekki er enn hægt að sjá þær eignir þar inni, en unnið er að því hörðum höndum til að allt verði tilbúið þegar orlofsblaðið berst félagsmönnum seinnipartinn í mars. Miðað er við að sumarúthlutun fari fram um miðjan apríl.

Búið er að setja Spán inn í Frímann þannig að allir félagsmenn Sameykis geta nú sótt um sumarúthlutn á Spáni þar í gegn, sjá frétt hér. Frímann er nú aðgengilegur á forsíðu www.sfr.is á sérstökum innskráningarhnappi (grár á lit) sem er við hliðina á innskráningarhnappi fyrir Mínar síður. Einnig er hægt að bóka þar orlofshús sem tilheyrðu áður St.Rv., versla gjafabréf og fleira.

Nauðsynlegt er að hafa gamla orlofsvef SFR aðgengilegan eitthvað áfram og er þá farið í gegnum Mínar síður SFR, orlofsvefur. Þar verður hægt að nálgast kvittanir fyrir þá sem hafa nú þegar bókað hús á vormánuðum. Einnig verður áfram hægt að bóka þar hús fyrrum SFR þar til kemur að formlegum flutningi eignanna yfir í Frímann, en þá lokast fyrir bókanir á gamla vefnum.

Stefnt er að því að félagsmenn verði fyrir sem minnstu raski við þennan flutning yfir í eitt sameiginlegt kerfi, en ekki verður hjá því komist að hafa báða vefina opna núna á vormánuðum til að klára afgreiðslu þess sem hefur nú þegar verið bókað á gamla orlofsvef SFR.

Tvær leiðir að Frímanni fyrir félagsmenn Sameykis:

  • Í gegnum www.strv.is (orlofsmál – orlofsvefur), flýtileiðarhnappur lítur svona út, þegar smellt er á hann birtist forsíða Frímanns fyrir St.Rv. og þar þarf að fara í innskráningu efst í hægra horni:  • Í gegnum www.sfr.is þá lýtur innskráningarhnappur svona út, efst við hliðina á Mínar síður hnapp, þegar smellt er á hann birtist innskráningarhnappur sem smellt er á og þá er hægt að velja um að nota Íslykil eða rafræn skilríki :


Til baka

SFV hafnar samkomulagi

Eins og fram hefur komið gekk Sameyki frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við stærstu viðsemjendur sína í byrjun mánaðarins. Samkomulagið felur í sér að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15. september...

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðaða viðræðuáætlun við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stætó.

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að hafa náð samningum fyrir 15...

Fundur trúnaðarmanna

Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna...

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefnd Sameykis vegna kjaraviðræðna við Reykjavíkurborgar kom saman í gær til þess að fara yfir tilboð Reykjavíkurborgar. Enn ber nokkuð á milli aðila en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Viðræður héldu áfram við...

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)