Ályktanir Sameykis

Framhaldsaðalfundur Sameykis sem haldinn var þann 28. mars síðastliðinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:


Skattkerfið og ójöfnuður
Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu vill brýna ríkisstjórnina til þess að vinna að því að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki. Aðalfundur Sameykis hafnar þeirri leið sem ríkisstjórnin hyggst fara, það er að láta lækkun skatta ganga upp allan launastigann og leggur áherslu á að fjármagnið sem sett verður í skattalækkanir sé fyrir lág- og millitekjuhópa. Aðalfundurinn skorar einnig á ríkisstjórn Íslands að taka auðlegðarskatt upp að nýju og innheimta sambærilegan skatt af fjármagnstekjum og innheimtur er af launum landsmanna. Þessir tveir þættir í skattheimtu geta leiðrétt til muna þann eigna- og tekjuójöfnuð sem hefur myndast í þjóðfélaginu.

#Metoo
#Metoo byltingin hefur skilað tímabærri vitundarvakningu um skaðsemi og útbreiðslu misréttis, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis og ofbeldis, bæði á vinnumarkaði og í einkalífi. Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu krefst þess að atvinnurekendur grípi til aðgerða til að útrýma þeirri meinsemd sem áreitni og ofbeldi er í heimi vinnunnar. Núgildandi reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum leggur ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda um að fyrirbyggja og stöðva slíkt. Atvinnurekendur skulu axla ábyrgð sína með því að innleiða áætlanir í samræmi við lagaskyldu sem og standa fyrir öflugum forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Þar með komumst við nær því að ákall kjarkmikils fólks um bætt samfélag verði að veruleika.

Kjör aldraðra og öryrkja
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmálum eiga allir að vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. Í lögum um málefni aldraðra segir að við framkvæmd þeirra skuli þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.
Það er ekki boðlegt að öldruðum og öryrkjum sé skammtaður framfærslulífeyrir sem er undir lágmarkslaunum og þeim gert að lifa undir fátæktarmörkum sem er algerlega óásættanlegt og stjórnvöldum þessa lands til háborinnar skammar. Það ætti að vera forgangsverk stjórnvalda að útrýma fátækt á Íslandi en ekki að viðhalda fátækt á kerfisbundinn hátt.
Aðalfundur Sameykis krefst þess að dregið verði verulega úr tekjutengingu almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er grundvallaratriði að lífeyrir tryggi elli- og örorkulífeyrisþegum mannsæmandi lífskjör. Einfalda þarf almannatryggingakerfið og hafa það skilvirkara og notendavænna.

Stytting vinnuvikunnar
Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu brýnir samningnefndir Sameykis til þess að standa fast á kröfunni um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðingar. Rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til aukinnar ánægju í starfi og aukinna afkasta. Stytting vinnuvikunnar leiðir einnig til bættrar heilsu og aukinnar vellíðunnar fólks, minnkar líkur á kulnun í starfi og stuðlar að auknu jafnrétti kynjanna.

Hatursorðræða
Aðalfundur Sameykis stéttarfélag í almennaþjónustu lýsir andstöðu við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á ákvæðum um hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga frumvarpið tilbaka.

Til baka

Kjaraviðræður

Heilmiklar viðræður hafa verið á gangi milli BSRB og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar eru fulltrúar Sameykis Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson...

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Í gær fundaði viðræðunefnd samninganefndar Sameykis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í samninganefnd. Þar var farið yfir ýmis mál sem eru til viðræðu í samningunum. Helstu mál sem hafa verið rædd fjalla um styttingu vinnuvikunnar...

Laus orlofshús í dagleigu

Á fimmtudögum kl. 9 er opnað fyrir dag- og helgarleigu í þau orlofshús sem ekki leigjast út í vikuleigu. Opnað er fyrir eina viku í senn. Fyrstur kemur fyrstur fær.

WOW gjafabréf endurgreidd

Nú geta félagsmenn sem voru svo óheppnir að geta ekki nýtt sér gjafabréf frá WOW sem þeir keyptu af Sameyki (eða áður Starfsmannafélagi Reykjvíkurborgar) á tímabilinu 28. mars 2018 til 28. mars 2019 gengið frá gögnum og sent...

Bjarg byggir 80 íbúðir á Kirkjusandi

Íbúðirnar verða í átta húsum sem Þingvangur hefur tekið að sér að byggja fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum og leggur Reykjavíkurborg fram lóðina sem stofnframlag til Bjargs...

Uppsagnir hjá Isavia

Isavia hefur í dag sagt upp hópi starfsmanna sem starfa á Keflavíkurflugvelli við öryggisleit og farþegaþjónustu. Flestir starfsmannanna eru félagsmenn Sameykis og félagið hefur verið í viðræðum við Isavia um málið. Ástæður...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)