Launað námsleyfi - kynntu þér rétt þinn!

Samkvæmt samningi SFR og ríkisins getur starfsmaður sem unnið hefur í 4 ár hjá sömu stofnun áunnið sér einnar viku leyfi á hverju ári til launaðs námsleyfis. Starfsmaður sem aflar sér háskólamenntunar ávinnur sér hins vegar tveggja vikna leyfi á hverju ári sem er sambærilegur réttur annarra háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Uppsafnaður réttur verður þó aldrei meiri en sex mánuðir.

Rétt til launaðs námsleyfis er einnig að finna í kjarasamningum SFR við Ás styrktarfélag, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), SÁÁ, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann er ekki alls staðar sá sami eða eins útfærður en er alltaf nýttur í samkomulagi við stjórnendur.

Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér réttinn til launaðs námsleyfis í sínum kjarasamningi.

Alla kjarasamninga félagsins má finna hér en auk þess gefur skrifstofa félagsins nánari upplýsingar.