Lífeyrisdeild SFR er opin SFR félögum sem hafa lokið störfum vegna aldurs eða örorku. Athugið að til þess að vera meðlimur í deildinni þarf að sækja sérstaklega um hér.

Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyjar

Fimmtudaginn 21. júní 2018
Lagt af stað stundvíslega kl. 7:00 frá Grettisgötu 89.
Áætluð heimkoma er um kl. 21:00.

Verð: 6.500 kr. á mann.
Vinsamlega hafið seðla með, getum ekki tekið kort.

SKRÁNING Á BIÐLISTA

Síðasti dagur til að skrá sig í ferðina er 14. júní.
Félagsmönnum er velkomið að bjóða einum gesti með,
gestur getur þó einungis komið í fylgd félagsmanna.

Dagskrá
7:00 Lagt af stað frá Grettisgötu 89, stundvíslega kl. 7:00.
9:45 Herjólfur leggur af stað frá Landeyjarhöfn. Rúturnar koma með okkur til Eyja. Skoðunarferð um Heimaey, meðal annars verður farið út í Stórhöfða, á Ræningjatanga þar sem Tyrkir komu að landi og inn í Herjólfsdal. Um hádegisbil skoðum við safnið í Eldheimum og fáum þar dýrindis súpu í hádegisverð. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum.
16:00 Herjólfur fer til baka til lands og ekið að Bergþórshvoli og Njálsbrenna rifjuð upp.
17:00 Komið að Lava Center á Hvolsvelli, þar sem safnið verður skoðað og boðið verður upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er afar nútíma- og tæknileg afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar má meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára.

Heimkoma áætluð rétt um kl. 21:00.

Starf Lífeyrisdeildar SFR - LSFR

 
Innan SFR er sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa starfsævinni og vilja áfram vera virkir félagar.
Þeir sem skrá sig í deildina:
  • Geta tekið þátt í fjölbreyttu starfi LSFR sem meðal annars heldur á hverju ári sviðamessu, jólahátíðargleði, þorrablót, aðalfund og fer síðan í sumarferð á jónsmessu. 
  • Fá sent heim Blað stéttarfélaganna og Fréttabréf LSFR.
  • Geta sótt „Gott að vita“ námskeiðin sem SFR heldur.
  • Hafa fullan aðgang að orlofshúsum SFR á veturna á sérkjörum og rétt á að sækja um eitt orlofshús á sumarúthlutunartíma.
  • Geta sótt um styrk í Símenntunarsjóð LSFR. 
  • Geta tekið þátt í Gönguhóp LSFR