Lífeyrisdeild SFR er opin SFR félögum sem hafa lokið störfum vegna aldurs eða örorku. Athugið að til þess að vera meðlimur í deildinni þarf að sækja sérstaklega um hér. 

Jónsmessuferð LSFR - Þjórsárdalur

Fimmtudaginn 22. júní var farin Jónsmessuferð í Þjórsárdalinn. Alls tóku um 130 manns þátt í ferðinni sem tókst afar vel.

Skoðaður var m.a. Íslenski bærinn í Gaulverjahreppi, Þjóðveldisbærinn, Hjálparfoss og Gjáin en ferðinni lauk á kvöldverði í Ingólfsskála.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Starf Lífeyrisdeildar SFR - LSFR

 
Innan SFR er sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa starfsævinni og vilja áfram vera virkir félagar.
Þeir sem skrá sig í deildina:
  • Geta tekið þátt í fjölbreyttu starfi LSFR sem meðal annars heldur á hverju ári sviðamessu, jólahátíðargleði, þorrablót, aðalfund og fer síðan í sumarferð á jónsmessu. 
  • Fá sent heim Blað stéttarfélaganna og Fréttabréf LSFR.
  • Geta sótt „Gott að vita“ námskeiðin sem SFR heldur.
  • Hafa fullan aðgang að orlofshúsum SFR á veturna á sérkjörum og rétt á að sækja um eitt orlofshús á sumarúthlutunartíma.
  • Geta sótt um styrk í Símenntunarsjóð LSFR. 
  • Geta tekið þátt í Gönguhóp LSFR