Þorrablót LSFR

Árlegt þorrablót LSFR verður laugardaginn 9. febrúar að Grettisgötu 89, 1. hæð. Borðhald hefst kl. 12.00 en húsið opnar kl. 11.30

Verð kr. 3.500. Boðið verður upp á hefðbundinn Þorramat ásamt eftirrétt og kaffi og ljúfa tónlist með söng.

Athugið að greiða verður í peningum, við tökum ekki kort, og bílastæðið við hlið hússins er opið á laugardögum 😊

Skráningarfrestur á þorrablótið rann út á hádegi mánudaginn 4. febrúar.

Starf Lífeyrisdeildar SFR - LSFR

 
Innan SFR er sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa starfsævinni og vilja áfram vera virkir félagar.
Þeir sem skrá sig í deildina:
  • Geta tekið þátt í fjölbreyttu starfi LSFR sem meðal annars heldur á hverju ári sviðamessu, jólahátíðargleði, þorrablót, aðalfund og fer síðan í sumarferð á jónsmessu. 
  • Fá sent heim Blað stéttarfélaganna og Fréttabréf LSFR.
  • Geta sótt „Gott að vita“ námskeiðin sem SFR heldur.
  • Hafa fullan aðgang að orlofshúsum SFR á veturna á sérkjörum og rétt á að sækja um eitt orlofshús á sumarúthlutunartíma.
  • Geta sótt um styrk í Símenntunarsjóð LSFR. 
  • Geta tekið þátt í Gönguhóp LSFR

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)