Lífeyrisdeild SFR er opin SFR félögum sem hafa lokið störfum vegna aldurs eða örorku. Athugið að til þess að vera meðlimur í deildinni þarf að sækja sérstaklega um hér. 

Sviðamessa Lífeyrisdeildar

Hin árlega sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 4. nóvember 2017, kl. 12 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Húsið opnar kl. 11:30.

Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt.

Verð: 2.500 kr. pr. mann. Velkomið að bjóða með gesti!


ÉG VIL SKRÁ MIG Á SVIÐAMESSU


Starf Lífeyrisdeildar SFR - LSFR

 
Innan SFR er sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa starfsævinni og vilja áfram vera virkir félagar.
Þeir sem skrá sig í deildina:
  • Geta tekið þátt í fjölbreyttu starfi LSFR sem meðal annars heldur á hverju ári sviðamessu, jólahátíðargleði, þorrablót, aðalfund og fer síðan í sumarferð á jónsmessu. 
  • Fá sent heim Blað stéttarfélaganna og Fréttabréf LSFR.
  • Geta sótt „Gott að vita“ námskeiðin sem SFR heldur.
  • Hafa fullan aðgang að orlofshúsum SFR á veturna á sérkjörum og rétt á að sækja um eitt orlofshús á sumarúthlutunartíma.
  • Geta sótt um styrk í Símenntunarsjóð LSFR. 
  • Geta tekið þátt í Gönguhóp LSFR