Lífeyrisdeild SFR er opin SFR félögum sem hafa lokið störfum vegna aldurs eða örorku. Athugið að til þess að vera meðlimur í deildinni þarf að sækja sérstaklega um hér.

Jónsmessuferð LSFR til Vestmannaeyja

Lífeyrisdeild SFR fór í sína árlegu Jónsmessuferð fimmtudaginn 21. júní 2018. Lagt var af stað stundvíslega kl. 7, enda þurfti að ná Herjólfi í tæka tíð úr Landeyjarhöfn. Fullt var í ferðina og voru þrjár rútur sem flutt fólkið á milli staða. Farið var í skoðunarferð um Heimaey og þrátt fyrir rigningu og þoku á Stórhöfða ríkti gleði meðal ferðalanga. Um hádegisbil var safnið í Eldheimum skoðað og dýrindis fiskisúpa snædd. Eldheimar eru safn um eldgosið í eyjum og var byggt yfir hús sem grófust undir ösku. Þau hafa verið grafin upp að hluta og hægt er að skoða þau í Eldheimum. Síðan var farið með Herjólfi kl. 16 til baka til lands og Lava Center á Hvolsvelli heimsótt. Þar var safnið skoðað og boðið upp á kvöldverðarhlaðborð. Lava Center er upplifunarmiðstöð um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Þar mátti meðal annars fræðast um eldsumbrot og jarðskjálfta og hvernig landið okkar hefur orðið til á milljónum ára. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og voru ferðalangar komnir í bæinn rétt um kl. 21. 

Hér má nálgast myndir úr Jónsmessuferðinni.

Starf Lífeyrisdeildar SFR - LSFR

 
Innan SFR er sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa starfsævinni og vilja áfram vera virkir félagar.
Þeir sem skrá sig í deildina:
  • Geta tekið þátt í fjölbreyttu starfi LSFR sem meðal annars heldur á hverju ári sviðamessu, jólahátíðargleði, þorrablót, aðalfund og fer síðan í sumarferð á jónsmessu. 
  • Fá sent heim Blað stéttarfélaganna og Fréttabréf LSFR.
  • Geta sótt „Gott að vita“ námskeiðin sem SFR heldur.
  • Hafa fullan aðgang að orlofshúsum SFR á veturna á sérkjörum og rétt á að sækja um eitt orlofshús á sumarúthlutunartíma.
  • Geta sótt um styrk í Símenntunarsjóð LSFR. 
  • Geta tekið þátt í Gönguhóp LSFR

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)