Úthlutunarreglur fyrir Símenntunarsjóð Lífeyrisdeildar SFR

Umsóknareyðublað Símenntunarsjóðs LSFR - pdf form 

Hver á rétt á styrk?

  1. Þeir sem eru skráðir í Lífeyrisdeild SFR þegar námskeið/verkefni hefst.

Hvað eru styrkirnir háir og hvað er styrkt?

  1. Greiðslur úr sjóðnum geta aldrei orðið hærri en 50% af námskeiðsgjaldi, en þó aldrei meira en kr. 16.000 á önn. Ef félagi er að fara í dýrara nám getur hann óskað eftir að fá heildarupphæð ársins í einni greiðslu, en fær þó aldrei meira á ári en kr. 32.000.
  2. Greiðslur geta þó orðið lægri ef umsóknir í sjóðinn eru margar.
  3. Hægt er að fá úthlutað tvisvar á hverju almanaksári, en þó einungis einu sinni á hvorri önn (vor / haust).
  4. Allt almennt nám sem styrkir einstaklinga og eflir andann er styrkhæft. Ekki er greitt fyrir kort í líkamsrækt, sund eða sambærilegt.

Hvernig er hægt að sækja um styrk?

  1. Umsóknir um styrk skulu sendar á skrifstofu SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík á þar til gerðu eyðublaði sem liggur frammi á skrifstofu SFR. Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef SFR.
  2. Tilgreina þarf hvaða námskeið/verkefni umsækjandi óskar eftir að fá styrk til.

Hvernig er greitt úr sjóðnum?

  1. Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar sinnum á ári, 15. maí og 15. nóvember, eða fyrsta virka dag þar á eftir ef fimmtánda ber upp á helgi. Allar umsóknir sem berast fyrir 10. maí og 10. nóvember eru teknar til afgreiðslu.
  2. Greitt er úr sjóðnum gegn afhendingu frumrits kvittunar. Á kvittun skal koma fram hver er námskeiðshaldari, námskeiðstími, ásamt nafni og kennitölu þess sem sækir um styrkinn.
  3. Ekki er greitt fyrir námskeið meira en ár aftur í tímann.

Stjórn Lífeyrisdeildar SFR áskilur sér rétt til breytinga á reglum þessum án fyrirvara.

Athugið að rangar eða illa útfylltar umsóknir geta tafið afgreiðslu styrkbeiðna.

Úthlutunarreglurnar tóku gildi 19. febrúar 2015.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)